Tilkynning

10. desember 2019

Aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal lætur af störfum

Amnesty Internati­onal þykir miður að þurfa að tilkynna að Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri samtak­anna, hefur tekið þá ákvörðun, eftir að hafa ráðfært sig við lækni, að segja starfi sínu lausu af heilsu­fars­ástæðum.

Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri samtak­anna, Julie Verharr, hefur tekið við stöðu Kumis og verður starf­andi aðal­fram­kvæmda­stjóri þar til nýr verður ráðinn.

„Ég hef lengi litið á Amnesty Internati­onal sem eitt mikil­væg­asta alþjóð­lega aflið og það var þung ákvörðun að segja upp starfi mínu. Samtökin þurfa fram­kvæmda­stjóra sem getur tekið slaginn af fullum krafti á þann hátt sem sæmir stöð­unni, samtök­unum og mann­rétt­inda­bar­átt­unni,“ segir Kumi Naidoo, fráfar­andi aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

„Það hafa verið mikil forrétt­indi að vinna með framúrsk­ar­andi starfs­fólki og sjálf­boða­liðum sem leggja sig öll fram í starfi sínu á alþjóða­skrif­stof­unni og í lands­deildum okkar víða um heim. Af heilsu­fars­ástæðum get ég því miður ekki annað en tekið þessa erfiðu ákvörðun um að láta af störfum. Ég verð að ná heilsu og finna nýjar leiðir til að taka þátt í barátt­unni fyrir rétt­læti.“

„Við tókum á móti uppsögn Kumi með trega en einnig skiln­ingi. Sem starf­andi aðal­fram­kvæmda­stjóri sýndi hann sanna forystu­hæfni í að leiða okkur áfram í nýrri heild­ar­stefnu samtak­anna og tryggja að við værum vel undir það búin að takast á við þær áskor­anir mann­rétt­inda­bar­átt­unnar sem heim­urinn stendur frammi fyrir,“ segir Sarah Beamish, formaður alþjóða­stjórnar Amnesty Internati­onal.

Svo framar­lega sem heilsufar Kumis leyfir mun hann starfa út desem­ber­mánuð til að ganga frá ýmsum málum. Kumi lætur form­lega af öllum störfum fyrir Amnesty Internati­onal í janúar þegar veik­inda­leyfi hans hefst.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þakkar Kumi Naidoo fyrir störf sín og óskar honum velfarn­aðar í fram­tíð­inni.

Lestu einnig