Fréttir

2. september 2025

Alþjóðleg herferð: Let Children live

Börn á Gaza og Vest­ur­bakk­anum alast upp við óbæri­legar aðstæður. Ofbeldið eykst og verður æ hræði­legra á meðan heim­urinn horfir á og vonin dvínar. Frá því að hópmorðið hófst á Gaza höfum við reglu­lega fengið hrylli­legar fréttir um þau fjöl­mörgu börn sem hafa verið drepin. Alþjóð­lega herferðin Let Children Live snýr að baráttu fyrir þau börn sem eru enn á lífi. Herferðin er unnin í samstarfi Amnesty Internati­onal við Barna­heill (Save the Children).

Minnum á hvað er að veði: Líf 2,38 milljóna barna sem eru enn á lífi á hernumda svæðinu í Palestínu. Fyrir herferðina fengum við í hendur lista yfir nöfn 1,2 milljóna þessara barna. Markmið okkar er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefj­umst aðgerða. Kröfur okkar eru skýrar: Ísrael þarf að hætta að drepa, skaða og svelta palestínsk börn, aflétta herkví á Gaza og binda enda á ólög­mætt hernám.

Höldum nöfnum barna á lofti

Vefsíðan www.letchildren­live.com fór í loftið þann 28. ágúst. Þar er hægt að skrá sig til að fá nafni barns úthlutað. Þú færð fyrsta nafn og aldur palestínsks barns. Það gæti verið Omar 6 ára, Samira 9 ára og Leen 12 ára. Þitt hlut­verk er að deila nafninu sem víðast til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafninu á lofti með því að dreifa því á samfé­lags­miðlum, úti á götu eða í þínu samfé­lagi.

Mark­miðið er að minna á nöfn þessara 1,2 milljóna barna. Til að ná því þurfum við á sem flestum að halda. Taktu þátt og fáðu fleiri með þér.

Hápunktur alþjóð­legu herferð­ar­innar verður 13. sept­ember, daginn sem alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna hefur sett lokafrest fyrir Ísrael til að binda enda á hernámið í Palestínu.

Fjöldafundur

Á Íslandi fær fólk einnig tæki­færi til að taka þátt í herferð­inni laug­ar­daginn 6. sept­ember á fjölda­fund­inum ÞJÓÐ GEGN ÞJÓЭARMORÐI sem haldinn verður á Aust­ur­velli.

Þjóð gegn þjóð­armorði 

Stað­setning: Aust­ur­völlur í Reykjavík

Tíma­setning: Laug­ar­dag­urinn 6. sept­ember kl. 14-16

Að baki fjölda­fund­inum standa fjöl­mörg samtök og félög. Á meðal þeirra er Íslands­deild Amnesty Internati­onal ásamt verka­lýðs­fé­lögum, mann­úð­ar­sam­tökum, fagfé­lögum og öðrum samtökum. Tilgangur fund­arins er að krefjast tafar­lausra og mark­vissra aðgerða íslenskra stjórn­valda til að bregðast við  hörm­ung­unum á Gaza.

 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal og Barna­heill verða á staðnum til að vekja athygli á herferð­inni Let Children Live. Við verðum með tjald þar sem hægt verður að fá nafn barns til að skrifa á skilti og halda á lofti á fund­inum, til áminn­ingar fyrir leið­toga heimsins um að gleyma ekki þessum börnum. Á bak við hvert nafn er barn sem er enn á lífi.

Ef þú skráir þig á vefsíð­unni fyrir fjölda­fundinn getur þú mætt í tjaldið til okkar og sýnt nafnið sem þér var úthlutað, og fengið hjá okkur spjald svo þú getir haldið nafninu á lofti á fund­inum Þjóð gegn þjóð­armorði.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta á þennan mikil­væga fund til að sýna afstöðu gegn hópmorðinu á Gaza og hjálpa okkur að halda á lofti nöfnum barna á hernumda svæðinu í Palestínu.

Þátttökufélög

AFL Starfs­greina­félag

Aflið – samtök fyrir þolendur ofbeldis

Aldan – stétt­ar­félag

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ)

Amnesty Internati­onal

AMSIS

Arki­tekta­félag Íslands

Ásatrú­ar­fé­lagið

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ)

ASÍ-UNG

Babúska Media

Bandalag íslenskra lista­manna

Bandalag þýðenda og túlka

Barna­heill

Blak­deild Vestra

BHM

Blek­fjelagið

BSRB

Byggiðn

Courage Internati­onal

Dans­höf­unda­félag Íslands

DíaMat – félag um díal­ektíska efnis­hyggju

Dögun – Ungir Sósí­al­istar á Akur­eyri

Druslu­gangan

Dýrið – Félag um réttinn til að mótmæla

Efling stétt­ar­félag

Eining-Iðja

ERGI – Félag Hinsegin Stúd­enta á Norð­ur­landi / The Nort­hern Queer Student Comm­unity

Fagdeild geðhjúkr­un­ar­fræð­inga

Feminísk fjármál

FÍL – Félag íslenskra lista­manna í sviðslistum og kvik­myndum

FLB – Félag leik­mynda- og búninga­höf­unda

Flug­freyju­félag Íslands

Félag áhuga­manna um heim­speki

Félag Geisla­fræð­inga

Félag leik­skóla­kennara

Félag leik­stjóra á Íslandi

Félag fram­halds­skóla­kennara

Félag forn­leifa­fræð­inga

Félag iðn- og tækni­greina

Félag íslenskra list­d­ansara

Félag íslenskra rafvirkja

Félag íslenskra safna og safna­fólks

Félag íslenskra tónlist­ar­manna

Félag kennara og stjórn­enda í tónlist­ar­skólum

Félag kvik­mynda­gerð­ar­manna

Félag kynja­fræði­kennara

Félag leik­skálda og hand­rits­höf­unda

Félag prest­vígðra kvenna

Félag sjúkra­þjálfara

Félag stjórn­enda leik­skóla

Félag starfs­manna stjórn­ar­ráðsins

Félag stjórn­enda í fram­halds­skólum

Félag tækni­fólks

Félag versl­unar- og skrif­stofu­fólks Akur­eyri og nágrenni

Félag þjóð­fræð­inga

Félagið Ísland-Palestína

Félag íslenskra kvik­mynda­töku­stjóra

Félags­ráð­gjafa­félag Íslands

Framsýn stétt­ar­félag

FRS – Félag Rafiðn­að­ar­manna á Suður­landi

Fríkirkjan í Reykjavík

FTA, FY

FTT – Félag tónskálda og texta­höf­unda

Grafía

Hags­muna­samtök brota­þola

Hagþenkir, félag höfunda fræði­rita og kennslu­gagna

Háskóla­fólk á Norð­ur­landi fyrir Palestínu

Háskóla­fólk fyrir Palestínu

Hið íslenska nátt­úru­fræði­félag

Hugarafl

Iðju­þjálf­a­félag Íslands

IWW Ísland – Heims­sam­band verka­fólks á Íslandi2

Íslands­deild ICOM, Alþjóða­ráðs safna

JKFÍ

Kenn­ara­sam­band Íslands

Kling og Bang

Kjölur stétt­ar­félag

Kven­fé­laga­sam­band Íslands

Kvenna­hreyfing Samfylk­ing­ar­innar

Kven­rétt­inda­félag Íslands

Lands­sam­band lögreglu­manna

Land­vernd

Lista­safn ASÍ

Lista­safn Íslands

Lista­safn Reykja­víkur

Læti! /Stelpur rokka!

Lækna­félag Íslands

Mann­fræði­félag Íslands

MATVÍS

Menn­ing­ar­fé­lagið Tjarn­arbíó

MFÍK – Menn­ingar- og frið­ar­samtök íslenskra kvenna

Nátt­úrugrið

Nátt­úru­vernd­ar­samtök Íslands

No Borders Iceland

Nýlista­safnið // The Living Art Museum

Ofbeld­is­for­varna­skólinn

Palestínu­verk­efnið við Háskóla Íslands

Póst­manna­félag Íslands

The Pigeon Internati­onal Film Festival

Rafn­iðn­að­ar­félag Norð­ur­lands

Rafiðn­að­ar­sam­band Íslands

Rann­sókna­stofnun í jafn­rétt­is­fræðum (RIKK)

Reykja­víkur Akademían

Rithöf­unda­sam­band Íslands

ROÐI – Ungir Sósí­al­istar

Rótin, félaga­samtök

Röskva

​​Sagn­fræð­inga­félag Íslands

Sameyki

Samfylk­ing­ar­fé­lagið í Reykjavík

Samtök Grænkera á Íslandi

Samtök hern­að­ar­and­stæð­inga

Samtök kvik­mynda­leik­stjóra

Samtökin 78

Samtök um dýra­vel­ferð á Íslandi

Samtök um Kvenna­at­hvarf

Sálfræð­inga­félag Íslands

Siðmennt, félag siðrænna húman­ista á Íslandi

SÍUNG

Sjómanna­félag Eyja­fjarðar

Skerpa

Skóla­stjóra­félag Íslands

Snið­göngu­hreyf­ingin fyrir Palestínu – BDS Ísland

Solaris Hjálp­ar­samtök

Soroptim­ista­klúbbur Aust­ur­lands

Starfs­manna­félag Kópa­vogs

Stétt­ar­félag Vest­ur­lands

Stígamót

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið

Stúd­entar fyrir Palestínu

SUNN samtök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi

Stúd­enta­félag Háskólans á Akur­eyri

Teikni­stofan Óðin­s­torgi

Trans Ísland

Töfrat­eymið

Ung vinstri græn

Ungt Jafn­að­ar­fólk

Ungmenni – Skóla­verk­fall fyrir Palestínu

Ungir umhverf­issinnar

Ungmennaráð Unicef

Vatn er líf, áhuga­manna­félag.

Verka­lýðs­fé­lagið Hlíf

Verka­lýðs­félag Grinda­víkur

Viska

Vitund – Samtök gegn kynbundnu ofbeldi

VLFS

VM Félag vélstjóra og málm­tækni­manna

Vorstjarnan

Vonarbrú

VR

VSFK

WIFT Íslandi (Women in film and television)

W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Vitund – samtök gegn ofbeldi

Þingiðn

Þjóð­kirkjan

Þroska­hjálp

Þroska­þjálf­a­félag Íslands

ÖBÍ rétt­inda­samtök

Lestu einnig