Skýrslur

21. október 2021

Alþjóð­legt: Aðför að tján­ing­ar­frelsinu á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins

Aðför stjórn­valda að tján­ing­ar­frelsinu, ásamt vill­andi upplýs­ingum sem hafa flætt um heiminn á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins, hefur gert fólki gríð­ar­lega erfitt fyrir að nálgast réttar upplýs­ingar til að takast á við vaxandi alþjóð­legan heil­brigð­is­vanda.

Skýrsla Amnesty Internati­onal, Silenced and Misin­formed: Freedom of Expression in Danger During Covid-19, greinir frá því hvernig gæði upplýs­inga á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins hafa farið ara dvín­andi vegna ritskoð­unar og refs­i­stefnu stjórn­valda.

Hættu­legar aðstæður hafa skapast undan­farin misseri þar sem stjórn­völd víðs vegar um heim hafa sett á ný lög í skugga kórónu­veirufar­ald­ursins til að stöðva sjálf­stæðan frétta­flutning og ráðist gegn einstak­lingum sem hafa gagn­rýnt viðbrögð stjórn­valda.

Takmarkanir

 

„Í miðjum heims­far­aldri hefur verið þaggað niður í fjöl­miðla­fólki og heil­brigð­is­starfs­fólki og það hand­tekið. Þetta hefur leitt til þess að fólk hefur ekki aðgang að upplýs­ingum varð­andi farald­urinn, þar á meðal upplýs­ingum um hvernig fólk á að vernda sig og samfélög sín. A.m.k. fimm millj­ónir einstak­linga hafa látið lífið af völdum kórónu­veirunnar og skortur á upplýs­ingum hefur líklega átt þátt í því.“

Rajat Khosla, Amnesty Internati­onal.

Stjórn­völd í Kína eiga sér langa sögu í takmörk­unum á tján­ing­ar­frelsinu og stjórnun upplýs­ingaflæðis. Í febrúar 2020, við upphaf kórónu­veirufar­ald­ursins, höfðu fleiri en 5000 einstak­lingar verið rann­sak­aðir af lögreglu fyrir það að „búa til og vísvit­andi dreifa vill­andi upplýs­ingum“ varð­andi útbreiðslu farald­ursins.

 

Sjálf­stæða netfrétta­konan Zhang Zhan var hand­tekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifr­ildis og vand­ræða“ vegna umfjöll­unar sinnar í febrúar 2020 um kórónu­veirufar­ald­urinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjög­urra ára fang­elsi þann 28. desember 2020.

„Það er ljóst að takmark­anir á tján­ing­ar­frelsinu á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins eru ekki ætlaðar til skamms tíma til að takast á við farald­urinn. Þessar aðgerðir eru enn ein árásin á mann­rétt­indi víðs vegar um heim. Nú hafa stjórn­völd fundið enn eina afsök­unina til að herða  aðför sína að borg­ara­legu samfé­lagi…..Takmark­anir á tján­inga­frelsinu eru hættu­legar og eiga ekki teljast eðli­legar. Stjórn­völd verða umsvifa­laust að aflétta þessum takmörk­unum og tryggja upplýs­ingaflæði til þess að vernda rétt almenn­ings til heilsu.“

Rajat Khosla.

 

Ábyrgð fyrirtækja og ríkja

 

Skýrsla Amnesty Internati­onal varpar einnig ljósi á hlut­verk samfé­lags­miðla­fyr­ir­tækja í að auðvelda hraða útbreiðslu vill­andi upplýs­inga í kórónu­veirufar­aldr­inum. Þessir miðlar eru hann­aðir til þess að vekja eftir­tekt á efni sem grípur athygli notenda en fyrir­tækin hafa ekki gert nægi­legar ráðstaf­anir til að koma í veg fyrir útbreiðslu rangra og vill­andi upplýs­inga.

„Á sama tíma og við krefj­umst þess að stjórn­völd og lyfja­fyr­ir­tæki tryggi jafnan aðgang að og jafna dreif­ingu bólu­efna til allra í heim­inum þurfa ríki heims og samfé­lags­miðla­fyr­ir­tæki einnig að tryggja það að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að nákvæmum upplýs­ingum sem byggðar eru á gagn­reyndum gögnum. Þetta er mikil­vægt skref til þess að koma í veg fyrir að fólk hiki við að láta bólu­setja sig vegna vill­andi upplýs­inga.“

Rajat Khosla.

 

 

Ritskoðun tekst ekki á við vandann um vill­andi upplýs­ingar heldur gegna frjálsir og sjálf­stæðir fjöl­miðlar og sterkt borg­ara­legt samfé­lagi þar lykil­hlut­verki.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríki heims hætti að nota farald­urinn sem afsökun til þess að þagga niður í sjálf­stæðum miðlum, aflétti öllum óþarfa takmörk­unum á tján­ing­ar­frelsinu og veiti trúverð­ugar, áreið­an­legar og aðgengi­legar upplýs­ingar svo almenn­ingur geti verið upplýstur að fullu um farald­urinn.

Lestu einnig