Skýrslur

8. apríl 2025

Alþjóð­legt: Mesti fjöldi aftaka á heimsvísu frá árinu 2015

Árið 2024 var mesti fjöldi aftaka á heimsvísu frá árinu 2015 þar sem rúmlega 1.500 aftökur áttu sér stað í 15 löndum. Þetta kemur fram í nýút­kom­inni árlegri skýrslu Amnesty Internati­onal um beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar í heim­inum.  

  • Íran, Írak og Sádi-Arabía bera ábyrgð á 91% allra aftaka í heim­inum. 
  • Ríki beita dauðarefs­ing­unni til að refsa mótmæl­endum og þjóð­ern­is­hópum. 
  • Aukning á aftökum sem tengjast vímu­efna­brotum. 

 

Í skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna og aftökur árið 2024 eru skráðar 1.518 aftökur en talan hefur ekki verið hærri síðan árið 2015 en þá voru skráðar 1.634 aftökur. Meiri­hluti aftaka átti sér stað í Mið-Aust­ur­löndum. Þetta var þó annað árið í röð þar sem fjöldi landa sem fram­kvæmdu aftökur fór fækk­andi og hafa löndin aldrei verið færri 

þrjú lönd bera á ábyrgð á aukningu

Tölurnar inni­halda ekki þær þúsundir aftaka sem taldar eru að hafi átt sér stað í Kína þar sem talið er að að flestar aftökur í heim­inum fari fram. Einnig vantar tölur frá Norður-Kóreu og Víetnam en þessi lönd eru einnig talin beita dauðarefs­ing­unni í miklum mæli. Vegna ástandsins í Palestínu og Sýrlandi gat Amnesty Internati­onal ekki fengið stað­festar tölur frá þessum löndum.  

„Dauðarefs­ingin er viður­styggi­legur glæpur sem á ekki að eiga sér stað í heim­inum í dag. Í löndum sem við teljum bera ábyrgð á þúsundum aftaka er enn hylmt yfir fjölda aftaka til að forðast rann­sókn. Ljóst er þó að það er mikill minni­hluti ríkja sem enn halda í dauðarefs­inguna. Aðeins 15 lönd fram­kvæmdu aftökur árið 2024 sem er minnsti fjöldi sem hefur verið skráður, annað árið í röð. Þetta sýnir að verið er að hverfa frá þessari grimmi­legu, ómann­legri og vanvirð­andi refs­ingu.  

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Íran, Írak og Sádi-Arabía bera ábyrgð á aukn­ingu á aftökum á heimsvísu. Samtals voru 1.380 aftökur í þessum löndum. Í Írak fjór­fald­aðist fjöldi aftaka á milli ára (úr 16 yfir í 63) og tvöfald­aðist í Sádi-Arabíu (úr 172 í 345). Í Íran voru 119 fleiri einstak­lingar teknir af lífi en árið áður (úr 853 í 972) og 64% allra skráðra aftaka í heim­inum voru fram­kvæmdar í Íran.  

„Íran, Írak og Sádi-Arabía bera ábyrgð á þeirri miklu aukn­ingu á fjölda aftaka sem átti sér stað á síðasta ári, löndin fram­kvæmdu rúmlega 91% allra aftaka sem vitað er um, brutu á mann­rétt­indum og tóku fólk af lífi fyrir ákærur sem tengdust vímu­efnum og hryðju­verkum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Þau fimm lönd sem fram­kvæmdu flestar aftökur voru Kína, Íran, Sádi-Arabía, Írak og Jemen. 

Yfirvöld beita dauðarefsingunni sem vopni

Árið 2024 greindi Amnesty Internati­onal að leið­togar beita dauðarefs­ing­unni sem vopni undir yfir­skini almanna­ör­yggis eða til að vekja ótta á meðal íbúa. Í Banda­ríkj­unum, þar sem aukning hefur verið á aftökum frá lokum kórónu­veirufar­ald­ursins, voru 25 einstak­lingar teknir af lífi (24 árið 2023). Nýkjörinn Banda­ríkja­for­seti hefur talað um dauðarefs­inguna sem aðferð til að vernda fólk gegn ofbeld­is­fullum nauðg­urum, morð­ingjum og skrímslum. Þessi ummæli hans eru afmennsk­andi og ýta undir þá hugmynd að dauðarefs­ingin sé á einhvern einstæðan hátt fyrir­byggj­andi aðferð gegn glæpum.  

Í sumum löndum í Mið-Aust­ur­löndum var dauðarefs­ing­unni beitt til að þagga niður í mann­rétt­inda­fröm­uðum, gagn­rýn­endum, mótmæl­endum, stjórn­mála­and­stæð­ingum og þjóð­ern­isminni­hluta­hópum.  

Þau sem þorarísa gegn yfir­völdum hafa þurftþola grimmi­leg­ustu refs­inguna, einkum í Íran og Sádi-Arabíu þar sem dauðarefs­ing­unni er beitt tilþagga niður í þeim sem eru nógu hugrökk tiltjá sig.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Árið 2024 hélt Íran áfram að beita dauðarefs­ing­unni til að refsa einstak­lingum sem höfðu risið gegn íslamska lýðveldinu í uppreisn­inni: Kona, líf, frelsi. Síðasta ár voru tveir einstak­lingar tengdir uppreisn­inni, þar á meðal ungmenni með þroska­hömlun, teknir af lífi í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda og „játn­inga“ sem fengust með pynd­ingum. Það sýnir hversu langt yfir­völd eru tilbúin til að ganga til að herða valdatök sín.“ 

Yfir­völd í Sádi-Arabíu beittu dauðarefs­ing­unni áfram sem vopni til að þagga niður í stjórn­mála­and­stæð­ingum og refsa sínum eigin ríkis­borg­urum sem eru sjíta-minni­hluta­hópur en sá hópur studdi mótmælin gegn stjórn­völdum á árunum 2011-2013. Í ágúst tóku yfir­völd Abdulmajeed al-Nimr af lífi fyrir brot sem tengdust hryðju­verkum, þar sem hann var sagður hafa gengið til liðs við Al-Qaeda, þrátt fyrir að upphafleg rétt­ar­skjöl vísi í þátt­töku hans í mótmælum.  

Lýðstjórn­ar­lýð­veldið Kongó tilkynnti áætlun um að hefja aftökur á ný og heryf­ir­völd í Búrkína Fasó tilkynntu áætlun um að taka upp á ný dauðarefs­inguna fyrir almenn afbrot. 

Aukning á aftökum fyrir vímuefnatengd brot

Rúmlega 40% aftaka á árinu 2024 tengdust með ólög­mætum hætti vímu­efna­brotum. Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og -stöðlum má aðeins beita dauðarefs­ing­unni fyrir „alvar­leg­ustu glæpina“. Dauða­dómur fyrir vímu­efna­brot er því skýrt brot á alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum. 

Aftökur tengdar vímu­efna­brotum voru algengar í Kína, Íran, Sádi-Arabíu, Singapúr og að öllum líkindum í Víetnam þó að það fáist ekki stað­fest. Í mörgum tilfellum eru hlut­falls­lega flestir einstak­lingar með erfiðan bakgrunn sem eru dæmdir til dauða fyrir vímu­efna­tengd brot. Engar sann­anir eru fyrir því að beiting dauðarefs­ing­ar­innar með þessum hætti dragi úr vímu­efna­við­skiptum. 

Leið­togar sem upphefja dauðarefs­inguna fyrir vímu­efna­tengd brot eru að leggja til lausn sem er gagns­laus og ólögmæt. Ríki sem íhuga að beita dauðarefs­ing­unni fyrir vímu­efna­tengd brot, eins og Maldív­eyjar, Nígería og Tonga, skal fordæma og hvetja þau til að hafa mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi í stefnu þeirra um vímu­efni. 

Samtakamáttur

Þrátt fyrir aukn­ingu á aftökum voru aðeins 15 lönd sem fram­kvæmdu aftökur sem er lægsta skráða talan annað árið í röð. Nú hafa 113 lönd afnumið dauðarefs­inguna með öllu og 145 lönd afnumið hana í lögum eða fram­kvæmd.  

  • Árið 2024 skrifaði Simbabve undir lög þar sem dauðarefs­ingin var afnumin fyrir almenn afbrot.  
  • Í fyrsta sinn kusu tveir þriðju ríkja Sameinuðu þjóð­anna með tíundu ályktun alls­herj­ar­þings um að stöðva beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar.  
  • Umbætur á lögum um dauðarefs­inguna í Malasíu leiddu til þess að þúsund færri einstak­lingar áttu á hættu að verða teknir af lífi. 
  • Heim­urinn varð einnig vitni að samtaka­mætt­inum þegar Hakamada Iwao var sýkn­aður í sept­ember. Hann sat næstum fimm áratugi á dauða­deild í Japan.  
  • Áhrif­anna gætti einnig árið 2025. Rocky Myers, svartur maður dæmdur til dauða í Alabama þrátt fyrir alvar­lega galla í máls­með­ferð í máli hans, var náðaður í mars 2025 í kjölfar herferðar fjöl­skyldu hans, lagat­eymis, fyrrum kvið­dóm­anda, aðgerða­sinna og alþjóð­legs stuðn­ings. 

Rocky Myers – herferð Amnesty Internati­onal: Þitt nafn bjargar lífi 2023

Lestu einnig