Skýrslur
8. apríl 2025Árið 2024 var mesti fjöldi aftaka á heimsvísu frá árinu 2015 þar sem rúmlega 1.500 aftökur áttu sér stað í 15 löndum. Þetta kemur fram í nýútkominni árlegri skýrslu Amnesty International um beitingu dauðarefsingarinnar í heiminum.
Í skýrslu Amnesty International um dauðarefsinguna og aftökur árið 2024 eru skráðar 1.518 aftökur en talan hefur ekki verið hærri síðan árið 2015 en þá voru skráðar 1.634 aftökur. Meirihluti aftaka átti sér stað í Mið-Austurlöndum. Þetta var þó annað árið í röð þar sem fjöldi landa sem framkvæmdu aftökur fór fækkandi og hafa löndin aldrei verið færri.
þrjú lönd bera á ábyrgð á aukningu
Tölurnar innihalda ekki þær þúsundir aftaka sem taldar eru að hafi átt sér stað í Kína þar sem talið er að að flestar aftökur í heiminum fari fram. Einnig vantar tölur frá Norður-Kóreu og Víetnam en þessi lönd eru einnig talin beita dauðarefsingunni í miklum mæli. Vegna ástandsins í Palestínu og Sýrlandi gat Amnesty International ekki fengið staðfestar tölur frá þessum löndum.
„Dauðarefsingin er viðurstyggilegur glæpur sem á ekki að eiga sér stað í heiminum í dag. Í löndum sem við teljum bera ábyrgð á þúsundum aftaka er enn hylmt yfir fjölda aftaka til að forðast rannsókn. Ljóst er þó að það er mikill minnihluti ríkja sem enn halda í dauðarefsinguna. Aðeins 15 lönd framkvæmdu aftökur árið 2024 sem er minnsti fjöldi sem hefur verið skráður, annað árið í röð. Þetta sýnir að verið er að hverfa frá þessari grimmilegu, ómannlegri og vanvirðandi refsingu.
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Íran, Írak og Sádi-Arabía bera ábyrgð á aukningu á aftökum á heimsvísu. Samtals voru 1.380 aftökur í þessum löndum. Í Írak fjórfaldaðist fjöldi aftaka á milli ára (úr 16 yfir í 63) og tvöfaldaðist í Sádi-Arabíu (úr 172 í 345). Í Íran voru 119 fleiri einstaklingar teknir af lífi en árið áður (úr 853 í 972) og 64% allra skráðra aftaka í heiminum voru framkvæmdar í Íran.
„Íran, Írak og Sádi-Arabía bera ábyrgð á þeirri miklu aukningu á fjölda aftaka sem átti sér stað á síðasta ári, löndin framkvæmdu rúmlega 91% allra aftaka sem vitað er um, brutu á mannréttindum og tóku fólk af lífi fyrir ákærur sem tengdust vímuefnum og hryðjuverkum.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Þau fimm lönd sem framkvæmdu flestar aftökur voru Kína, Íran, Sádi-Arabía, Írak og Jemen.
Yfirvöld beita dauðarefsingunni sem vopni
Árið 2024 greindi Amnesty International að leiðtogar beita dauðarefsingunni sem vopni undir yfirskini almannaöryggis eða til að vekja ótta á meðal íbúa. Í Bandaríkjunum, þar sem aukning hefur verið á aftökum frá lokum kórónuveirufaraldursins, voru 25 einstaklingar teknir af lífi (24 árið 2023). Nýkjörinn Bandaríkjaforseti hefur talað um dauðarefsinguna sem aðferð til að vernda fólk gegn ofbeldisfullum nauðgurum, morðingjum og skrímslum. Þessi ummæli hans eru afmennskandi og ýta undir þá hugmynd að dauðarefsingin sé á einhvern einstæðan hátt fyrirbyggjandi aðferð gegn glæpum.
Í sumum löndum í Mið-Austurlöndum var dauðarefsingunni beitt til að þagga niður í mannréttindafrömuðum, gagnrýnendum, mótmælendum, stjórnmálaandstæðingum og þjóðernisminnihlutahópum.
„Þau sem þora að rísa gegn yfirvöldum hafa þurft að þola grimmilegustu refsinguna, einkum í Íran og Sádi-Arabíu þar sem dauðarefsingunni er beitt til að þagga niður í þeim sem eru nógu hugrökk til að tjá sig.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Árið 2024 hélt Íran áfram að beita dauðarefsingunni til að refsa einstaklingum sem höfðu risið gegn íslamska lýðveldinu í uppreisninni: Kona, líf, frelsi. Síðasta ár voru tveir einstaklingar tengdir uppreisninni, þar á meðal ungmenni með þroskahömlun, teknir af lífi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda og „játninga“ sem fengust með pyndingum. Það sýnir hversu langt yfirvöld eru tilbúin til að ganga til að herða valdatök sín.“
Yfirvöld í Sádi-Arabíu beittu dauðarefsingunni áfram sem vopni til að þagga niður í stjórnmálaandstæðingum og refsa sínum eigin ríkisborgurum sem eru sjíta-minnihlutahópur en sá hópur studdi mótmælin gegn stjórnvöldum á árunum 2011-2013. Í ágúst tóku yfirvöld Abdulmajeed al-Nimr af lífi fyrir brot sem tengdust hryðjuverkum, þar sem hann var sagður hafa gengið til liðs við Al-Qaeda, þrátt fyrir að upphafleg réttarskjöl vísi í þátttöku hans í mótmælum.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó tilkynnti áætlun um að hefja aftökur á ný og heryfirvöld í Búrkína Fasó tilkynntu áætlun um að taka upp á ný dauðarefsinguna fyrir almenn afbrot.
Aukning á aftökum fyrir vímuefnatengd brot
Rúmlega 40% aftaka á árinu 2024 tengdust með ólögmætum hætti vímuefnabrotum. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum og -stöðlum má aðeins beita dauðarefsingunni fyrir „alvarlegustu glæpina“. Dauðadómur fyrir vímuefnabrot er því skýrt brot á alþjóðlegum mannréttindalögum.
Aftökur tengdar vímuefnabrotum voru algengar í Kína, Íran, Sádi-Arabíu, Singapúr og að öllum líkindum í Víetnam þó að það fáist ekki staðfest. Í mörgum tilfellum eru hlutfallslega flestir einstaklingar með erfiðan bakgrunn sem eru dæmdir til dauða fyrir vímuefnatengd brot. Engar sannanir eru fyrir því að beiting dauðarefsingarinnar með þessum hætti dragi úr vímuefnaviðskiptum.
Leiðtogar sem upphefja dauðarefsinguna fyrir vímuefnatengd brot eru að leggja til lausn sem er gagnslaus og ólögmæt. Ríki sem íhuga að beita dauðarefsingunni fyrir vímuefnatengd brot, eins og Maldíveyjar, Nígería og Tonga, skal fordæma og hvetja þau til að hafa mannréttindi að leiðarljósi í stefnu þeirra um vímuefni.
Samtakamáttur
Þrátt fyrir aukningu á aftökum voru aðeins 15 lönd sem framkvæmdu aftökur sem er lægsta skráða talan annað árið í röð. Nú hafa 113 lönd afnumið dauðarefsinguna með öllu og 145 lönd afnumið hana í lögum eða framkvæmd.
Rocky Myers – herferð Amnesty International: Þitt nafn bjargar lífi 2023
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu