Skýrslur

14. september 2021

Alþjóð­legt: Rann­sókn á misbeit­ingu kylfa og svip­aðra skaðminni vopna lögregl­unnar

Alltof oft er lögreglan of fljót að grípa til vald­beit­ingar, oft gegn frið­sömum mótmæl­endum sem eru einungis að nýta rétt sinn til að koma saman með frið­sömum hætti. Á undan­förnum árum og á tímum heims­far­ald­ursins hafa stjórn­völd víðs vegar um heim takmarkað tján­ing­ar­frelsið og réttinn til frið­sam­legrar samkomu, oft með ofbeld­is­fullum hætti.

Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opin­beru samkomu­haldi ásamt því að vernda rétt einstak­lingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir frið­sam­legri samkomu. Beiting valds getur verið nauð­synleg í löggæslu, en aðeins í undan­tekn­ing­ar­til­vikum! Beita skal eins litlu valdi og mögu­legt er og vopn skulu einungis notuð þar sem laga­heimild er til staðar, í algjörri nauðsyn og meðal­hófs skal ávallt gætt.

Lestu meira um réttinn til að mótmæla hér.

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað misbeit­ingu á skaðminni vopnum lögregl­unnar í áratugi. Þann 9. sept­ember kom út skýrslan Blunt Force sem snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum.

Mynd: TUT.BY/AFP via Getty Images

Skaðminni vopn

 

Haag, Hollandi 14. mars. (Niels Wenstedt/BSR Agency/Getty Images)

 

Skaðminni vopn, eins og kylfur, eiga að gera lögregl­unni kleift að beita lágmarks valdi og eru ekki hönnuð til að deyða.Notkun þessara vopna er lögmæt í einhverjum tilvikum samkvæmt mann­rétt­inda­lögum. Hins vegar er þessum vopnum oft misbeitt af lögreglu, sem getur valdið miklum líkam­legum og andlegum skaða og brýtur á rétt­indum mótmæl­enda.

Lögreglan skal ætíð hafa í huga að beiting skaðminni vopna getur mögu­lega valdið alvar­legum miska og jafnvel dauða. Skaðminni vopnum skal einungist beitt hóflega og þar sem nauðsyn krefur. Kylfur eru algeng­ustu vopn lögregl­unnar og er þeim oft beitt óhóf­lega. Önnur vopn eins og ein tegund af stífri svipu (e. sjambok) ættu að vera bönnuð við löggæslu því þau valda óþarfa sárs­auka og meiðslum og eru í eðli sínu skaðleg.

Rannsóknin

 

Rann­sóknin um barefli snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum og öðrum svip­uðum skaðminni vopnum, eins og prikum og svipum.

Hundruð ljós­mynda og mynd­banda stað­festa 188 tilfelli um misbeit­ingu á þessum vopnum í 35 löndum. Þar eru dæmi um óhóf­lega vald­beit­ingu lögreglu í fjölda­mót­mælum í Hvíta-Rússlandi, Kólumbíu, Frakklandi, Indlandi og Mjanmar. Rann­sóknin sýnir að lögreglukylfur hafa ýmist verið beitt til að berja fólk í refs­ing­ar­skyni, á fólk sem er nú þegar yfir­bugað og á höfuð og háls fólks. Eitt kylfu­högg getur verið það öflugt að viðkom­andi fellur til jarðar. Dæmi eru um það að kylfum sé beitt í kynferð­isof­beldi.

 

Skortur er á reglu­gerðum vegna viðskipta með lögreglu­vopn og búnað. Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna á næsta ári munu ríki greiða atkvæði um ályktun er varðar alþjóð­legan lögbundinn samning um mann­rétt­inda­mið­aðar reglu­gerðir á viðskiptum með lögmæt lögreglu­vopn og búnað en hægt að nota sem tól til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Samn­ing­urinn myndi einnig banna viðskipti með búnað sem er í eðli sínu skað­legur.

Ríkjum ber skylda til að virða, vernda og uppfylla réttinn til að mótmæla og efla fólk til þátt­töku í frið­sam­legum samkomum.

Dæmi um mannréttindabrot vegna misbeitingu skaðminni lögregluvopna

 

Tegund ofbeldis: Óréttmæt og hættuleg högg á höfuð og háls

Stað­setning: Hong Kong

Dagsetning: Sept­ember 2019

Ungur mótmæl­andi í Hong Kong er ítrekað barinn með kylfu af nokkrum óeirð­ar­lög­reglu­mönnum í fullum búnaði á neðanjarð­ar­lest­ar­stöð. Einn af lögreglu­mönn­unum ber hann í höfuðið. Honum er haldið föstum á jörð­inni á meðan hann er hand­járn­aður. Hann er blóð­ugur á höfðinu þar sem hann var sleginn.

Greining Amnesty Internati­onal: 

  • Höfuð­högg eru hættuleg, hægt er að beita öðrum hóflegum leiðum við hand­töku.
  • Það telst til pynd­inga þegar lögregla beitir afli í þeim tilgangi að valda veru­legum sárs­auka eða þján­ingu.

Tegund ofbeldis: Óhófleg vald­beiting

Stað­setning: Kólumbía

Dagsetning: Apríl 2021

Mótmæl­andi í Kólumbíu er umkringdur a.m.k. fimm lögreglu­mönnum upp við vegg fyrir utan útibú bankans Bancolombia og á enga undan­komu­leið. Einn af lögreglu­mönn­unum tekur upp kylfu og byrjar að berja mótmæl­andann. Enginn lögreglu­maður grípur inn í til að stöðva barsmíð­arnar. Lögreglu­mað­urinn ber mótmæl­andinn ítrekað með kylfu  og stuttu síðar byrjar annar að sparka í hann.

Greining Amnesty Internati­onal:

  • Það er við afar takmark­aðar aðstæður sem yfir­völd geta með rétt­mætum hætti beitt kylfum á samkomum. Í raun má aðeins beita kylfum til að bregðast við ofbeldi eða tafar­lausrar hættu á ofbeldi.
  • Högg á höfuð eða háls með kylfu fela í sér hættu á alvar­legum meiðslum og ber að forðast.
  • Vald­beiting var ónauð­synleg og óhófleg miðað við aðstæður og er því brot á alþjóða­lögum.

Tegund ofbeldis: Barinn á meðan honum er haldið

Stað­setning: Hvíta-Rúss­lands

Dagsetning: Desember 2020

Þrír óeirð­ar­lög­reglu­menn leiða mótmæl­anda niður stiga. Lögreglu­maður lemur aftan í fótleggi mótmæl­endans jafnvel þó að hann sé ekki að streitast gegn hand­töku. Hann er barinn í höfuðið með kylfu og kýldur í andlitið og magann á meðan annar lögreglu­maður heldur honum.

Greining Amnesty Internati­onal:

  • Kylfu­högg á einstak­ling sem lætur vel að stjórn er ónauð­synleg og óhófleg.
  • Höggin voru ætluð til refs­ingar sem jafn­gildir pynd­ingum og annarri illri, ómann­legri og niður­lægj­andi meðferð. Það telst sem mann­rétt­inda­brot.

Tegund ofbeldis: Kynferð­isof­beldi

Stað­setning: Frakk­land

Dagsetning: Maí 2019

Nokkrir lögreglu­menn umkringja mótmæl­anda sem liggur á jörð­inni. Mótmæl­andi er ósam­vinnu­þýður við lögreglu. Á einum tíma­punkti stingur lögreglu­maður kylf­unni aftan frá ofan í buxur mótmæl­andans.

Greining Amnesty Internati­onal:

Kynferð­isof­beldi með kylfu telst til pynd­inga og annarrar illrar, ómann­legrar og niður­lægj­andi meðferðar. Það er ólög­legt og brot á mann­rétt­indum.

Tegund ofbeldis: Barsmíðar sem refsing

Stað­setning: Mjanmar

Dagsetning: Mars 2021

Upptaka örygg­is­mynda­vélar frá mótmælum eftir vald­arán í Mjanmar sýnir lögreglu­mann reka fólk út úr sjúkrabíl sem lítur út fyrir að vera heil­brigð­is­starfs­fólk. Hann lætur svo fólkið krjúpa og ber það í höfuðið með riff­il­skefti. Seinna í upptök­unni mæta fleiri lögreglu­menn sem berja fólkið með kylfum.

Greining Amnesty Internati­onal:

  • Barsmíðar, með kylfum eða vopnum eins og riff­il­skefti, sem refsing telst til pynd­inga og annarrar illrar, ómann­legrar og niður­lægj­andi meðferðar .
  • Högg á höfuð eða háls með kylfu er ávallt hættuleg. Högg með riff­il­skefti geta að sama skapi valdið alvar­legum áverkum. Þetta er mann­rétt­inda­brot.

Tilmæli

 

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríki innleiði reglu­gerðir í eigin landi og styðji gerð alþjóð­legs og skuld­bind­andi samn­ings um viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru notuð sem tól til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Einnig ætti að banna og hindra öll viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru í eðli sínu ætlað að valda skaða, t.d. gadda­kylfur, stífar svipur (e. sjambok), ýmis rafst­uð­stól og niður­lægj­andi eða sárs­auka­fullir fjötrar.

 

Öll ríki verða að setja reglur um útflutning og innflutning á lögmætum lögreglu­búnaði sem auðvelt er að misnota, t.d. kylfur, táragas, piparúði og gúmmí­kúlur. Leyfi til útflutn­ings má aðeins gefa út eftir ítar­legt áhættumat á mögu­legri misbeit­ingu búnað­arins sem leiðir til mann­rétt­inda­brota. Leyfi skal hafnað ef talin er hætta á misbeit­ingu.

Lestu einnig