Fréttir

19. ágúst 2024

Alþjóð­legt: Ríkis­stjórnir virða að vettugi vopna­við­skipta­samn­inginn

Stærstu vopna­flutn­inga­lönd heims brjóta enn og aftur á reglum vopna­við­skipta­samn­ingsins með ólög­mætum vopna­flutn­ingum sem veldur átak­an­legu mann­falli á átaka­svæðum eins og í Súdan, Myanmar og á hernumdu svæðunum í Palestínu, sérstak­lega Gaza, segir Amnesty Internati­onal þegar liðin eru rúm tíu ár frá samþykkt samn­ingsins. 

Amnesty Internati­onal hefur á þessum rúmum tíu árum frá því að vopna­við­skipta­samn­ing­urinn var samþykktur skráð og dregið fram í dags­ljósið ólög­mæta vopna­flutn­inga sem greiða leiðina fyrir brotum á mann­rétt­indum. Það brýtur í bága við samn­inginn sem felur í sér öflugar laga­lega bind­andi alþjóðlegar reglur um alþjóð­lega vopna­flutn­inga.  

115 aðildarríki samningsins

Vopna­við­skipta­samn­ing­urinn er fyrsti sinnar tegundar til að setja á alþjóð­lega staðla til að stýra alþjóð­legum viðskiptum sem tengjast hefð­bundnum vopnum og hergögnum. Lögmæti vopna­flutn­inga tengist nú með beinum hætti alþjóð­legum mann­rétt­indum og mann­úð­ar­lögum.

Patrick Wilcken, rann­sak­andi um hernað, öryggi og löggæslu hjá Amnesty Internati­onal.

Vopna­við­skipta­samn­ing­urinn var samþykktur 2. apríl 2013 af 155 ríkjum heims. Í dag eru 115 ríki aðilar að samn­ingnum og 27 ríki hafa skrifað undir hann. Í þessum hópi eru tíu stærstu vopna­út­flutn­ings­ríki heims, að Rússlandi frátöldu, sem eiga í 90% af öllum vopna­við­skiptum heims.  

 

„Þrátt fyrir fram­farir á þessu sviði hafa fjöldi ríkis­stjórna blygð­un­ar­laust virt að vettugi regl­urnar sem hefur leitt til gífur­legs mann­falls á átaka­svæðum. Tími er kominn fyrir aðild­ar­ríki að virða laga­legar skyldur sínar með því að innleiða vopna­við­skipta­samn­inginn, banna vopna­flutning til landa þar sem vitað er að vopnin verði notuð til að fremja hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðs­glæpi eða hætta sé á að þau verði notuð til að fremja eða ýta undir alvarleg brot á alþjóð­legum mann­rétt­indum eða mann­úð­ar­lögum.“

Patrick Wilcken, rann­sak­andi um hernað, öryggi og löggæslu hjá Amnesty Internati­onal.

Ólögmætir vopnaflutningar til Ísraels

Vopna­flutn­ingur til Ísraels er lýsandi dæmi um það hvernig aðild­ar­ríki hafa brugðist því að fram­fylgja vopna­við­skipta­samn­ingnum og hvernig ríkin sem skrifað hafa undir hann hafa grafið undan mark­miðum og tilgangi samn­ingsins. 

Amnesty Internati­onal hefur lengi kallað eftir vopna­flutn­inga­banni til bæði Ísraels og vopn­aðra palestínskra hópa vegna brota á alþjóð­legum mann­rétt­inda- og mann­úð­ar­lögum. 

Amnesty Internati­onal hefur sem dæmi skráð vopn fram­leidd í Banda­ríkj­unum í fjöl­mörgum ólög­mætum loft­árásásum á Gaza, þar á meðal í tveimur ólög­mætum loft­árásum á heimili á Gaza þar sem 43 óbreyttir borg­arar voru drepnir, 19 börn, 14 konur og 10 karl­menn. Loft­árás­irnar áttu sér stað 10.  og 22. október 2023. 

Aðild­ar­ríki og ríki sem hafa skrifað undir samn­inginn, þar á meðal Banda­ríkin sem útvegar Ísra­elsher flest vopn, leyfa áfram vopna­flutning til Ísraels þrátt fyrir yfir­gnæf­andi sönn­un­ar­gögn um Ísra­elsher hafi framið stríðs­glæpi.“

Patrick Wilcken, rann­sak­andi um hernað, öryggi og löggæslu hjá Amnesty Internati­onal.

Ólögmæt vopnaviðskipti kynda undir átök í Súdan

Ólög­mætir vopna­flutn­ingar hafa kynt undir átök í Súdan. Síðan að átök hófust í apríl 2023 hefur mann­rétt­inda­neyðin í Súdan verið gríð­arleg og alvarleg mann­rétt­indabrot átt sér stað. Átök á milli súdanska hersins (SAF) og Rapid Support Forces (RAF) og banda­manna þeirra hafa leitt til þess að 16.650 einstak­lingar hafa verið drepnir og millj­ónir hafa flúið heimili sín.  Á heimsvísu er Súdan er með flesta einstak­linga sem eru vega­lausir innan eigins lands. 

Þrátt fyrir neyðina og vopna­við­skipta­bann örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna á Darfur-svæðið hefur Amnesty Internati­onal skráð tölu­vert flæði vopna inn á átaka­svæðin. Meðal annars vopn og hergögn frá löndum eins og Kína og Serbíu, sem eru aðildarríki að vopna­við­skipta­samn­ingnum, og  frá löndum eins og Tyrklandi og Sameinuðu arab­ísku furstadæmunum sem hafa skrifað undir vopna­við­skipta­samn­inginn. Vopn frá þessum löndum er flutt til Súdan og þaðan er sumum vopnum síðan komið til átakasvæð­isins Darfur. 

 

Myanmar flytur inn vopn að andvirði milljarð dollara

Samkvæmt sérstökum skýrslu­gjafa um mann­rétt­inda­ástandið í Myanmar hefur herinn flutt inn vopn, vopna­búnað og efni fyrir vopn, meðal annars frá Kína, að andvirði að minnsta kosti milljarð dollara frá valdráni hersins í febrúar 2021. 

„Herinn í Myanmar hefur notað þessi vopn í ítrek­uðum árásum á óbreytta borgara og borg­araleg skot­mörk. Skólar, trúar­legar bygg­ingar og helstu innviðir hafa verið eyði­lagðir eða orðið fyrir tjóni á þessum þremur árum þegar vald­aránið átti sér stað.“

Patrick Wilcken, rann­sak­andi um hernað, öryggi og löggæslu hjá Amnesty Internati­onal.

Frá byrjun 10. áratugar síðustu aldar hefur Amnesty Internati­onal barist fyrir vopna­við­skipta­samn­ingi í samstarfi við önnur frjáls félaga­samtök.  

„Nú þegar styttist í að tíu ár séu liðin frá því að vopna­við­skipta­samn­ing­urinn tók gildi verða ríki að virða samn­inginn til að draga úr mann­legum þján­ingum strax.“

Patrick Wilcken, rann­sak­andi um hernað, öryggi og löggæslu hjá Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig