SMS

30. september 2024

Alþjóð­legt: Vopn með aukinni sjálf­stýr­ingu

Yfir­völd og fyrir­tæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálf­stýr­ingu þar sem ný tækni og gervi­greind eru notuð. Drónar og önnur háþróuð vopn eru þróuð til að taka ákvarð­anir og velja skot­mörk án atbeina nokk­urrar mann­eskju. Slík “drápsvél­menni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landa­mæra­vörslu.

Vélmenni geta ekki tekið flóknar siðferði­legar ákvarð­anir. Þau skortir samkennd og skilning og taka ákvarð­anir byggðar á hlut­drægum, göll­uðum og íþyngj­andi ferlum. Tækninýj­ungar á sviði andlits- og radd­grein­ingar hafa sýnt að oft eru gerð mistök. Sjálf­stýrð vopn geta aldrei verið forrituð með full­nægj­andi hætti til að koma í staðinn fyrir ákvarð­anir mann­eskju.

Á meðan fyrir­tæki og varn­ar­mála­ráðu­neyti um allan heim keppast við að þróa þessa tækni verðum við að bregðast hratt við áður en við missum beit­ingu valds úr höndum fólks yfir til vélmenna með hroða­legum afleið­ingum.

SMS-félagar krefjast þess að utan­rík­is­ráð­herra Íslands sýni forystu á alþjóða­vett­vangi og kalli eftir því að sett verði alþjóðalög sem varða sjálf­stýr­ingu vopna til að tryggja að fólk stjórni beit­ingu valds en ekki vélmenni. 

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig