Góðar fréttir

30. nóvember 2022

Ályktun Íslands og Þýska­lands í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna er fagn­að­ar­efni

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar ályktun Íslands og Þýska­lands í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna um að stofnuð verði sjálf­stæð og óháð rann­sókn­ar­nefnd sem safna á upplýs­ingum og gögnum sem nýst geta til að draga gerendur til ábyrgðar sem hafa brotið á mann­rétt­indum frið­samra mótmæl­enda í Íran undan­farnar vikur. Álykt­unin var lögð fram á sérstökum auka­fundi mann­rétt­inda­ráðsins um hríð­versn­andi stöðu mann­rétt­inda í Íran.

Undan­farnar vikur hafa fjöl­menn mótmæli geisað í Íran þar sem konur og stúlkur í broddi fylk­ingar hafa krafist þess að njóta grund­vall­ar­mann­rétt­inda vegna dauðs­falls konu sem lést í kjölfar varð­halds siðferð­is­lög­regl­unnar. Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívirði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða. Írönsk yfir­völd hafa ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra.

Framganga Íslands mikilvæg

Ísland og Þýska­land fóru fram á að sérstakur auka­fundur yrði haldinn á vett­vangi mann­rétt­inda­ráðsins sem á sjötta tug aðild­ar­ríkja Sameinuðu þjóð­anna studdi. Á auka­fund­inum lögðu Ísland og Þýska­land fram ályktun um að stofnuð yrði rann­sókn­ar­nefnd í þeim tilgangi að safna upplýs­ingum og gögnum um þau mann­rétt­inda­brot sem eiga sér enn stað í Íran til að hægt verði að draga gerendur til ábyrgðar. Álykt­unin var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 6 en 16 sátu hjá.

Með samþykkt álykt­un­ar­innar lýsir mann­rétt­indaráð yfir áhyggjum sínum af ástandinu í Íran og sendir skýr skilaboð um að alþjóða­sam­fé­lagið líti ekki undan refsi­leysi vegna alvar­legra mann­rétt­inda­brota.

Fram­ganga Íslands í mann­rétt­inda­ráðinu er afar mikilvæg og góð hvatning til annarra smáríkja. Íslensk stjórn­völd sýndu ábyrgð í verki með því að leggja fram álykt­unina og þar með fylgja eftir fyrri gagn­rýni sinni á írönsk stjórn­völd.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hvetur Ísland til að halda áfram að sýna leið­toga­færni, standa vörð um mann­rétt­indi á alþjóða­vett­vangi með því að fylgja álykt­un­inni eftir og styðja við aðgerðir til að tryggja ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda í Íran vegna mann­rétt­inda­brota.

Álykt­unin fylgir í kjölfar áralangrar herferðar Amnesty Internati­onal sem kallað hefur eftir því að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða vegna versn­andi stöðu mann­rétt­inda í Íran. Nýlega söfn­uðust 1948 undir­skriftir í ákalli til utan­rík­is­ráð­herra Íslands þar sem krafist var að Ísland beitti sér á vett­vangi Sameinuðu þjóð­anna um að setja af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum gegn mótmæl­endum í Íran til að tryggja að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Því er afar ánægju­legt að Ísland og Þýska­land hafi með þessari ályktun sýnt mikil­vægt frum­kvæði á alþjóða­vett­vangi þar sem tími var kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna brugðust við refsi­leysi íranskra yfir­valda.

Lestu einnig