Fréttir
27. mars 2024Í kjölfar samþykktar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt er til tafarlauss vopnahlés á meðan Ramadan [föstumánuður múslima] stendur yfir sem leiðir til varanlegs vopnahlés ásamt tafarlausrar og skilyrðislausrar lausnar gísla og aukins aðgangs mannúðaraðstoðar að Gaza, lét Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, eftirfarandi orð falla:
„Þessi ályktun er löngu tímabær en til þess að takast á við hina miklu eyðileggingu og draga úr þjáningum óbreyttra borgara á Gaza er mikilvægt að henni verði hrint í framkvæmd strax og hún leiði til varanlegs vopnahlés.“
Tryggja skal varanlegt vopnahlé
„Við megum engan tíma missa. Yfirvöld í Ísrael verða þegar í stað að stöðva hrottalegar sprengjuárásir sína á Gaza og tryggja greiða leið mannúðaraðstoðar. Ísrael og Hamas og aðrir vopnaðir hópar verða einnig að vinna að því að tryggja að vopnahléið verði varanlegt. Gíslum verður að sleppa tafarlaust. Einnig verður að sleppa öllum Palestínubúum, sem haldið er að geðþótta í ísraelskum fangelsum, þar á meðal óbreyttum borgurum frá Gaza.“
„Hætta er á hópmorði Palestínubúa á Gaza, rúmlega 32.000 einstaklingar hafa verið drepnir, börn hafa verið svelt til bana vegna matarskorts sem er skipulagður af Ísrael í yfirvofandi hungursneyð og víðáttumikil svæði Gaza hafa verið gerð óbyggileg í grimmilegum sprengjuárásum Ísraels. “
„Þessari ályktun verður að fylgja stefnubreyting á pólitískum þrýstingi, þar með talið tafarlaust og víðtækt vopnasölubann, svo hún leiði til varanlegrar stöðvunar á átökum og breytingar á hræðilegri stöðu á Gaza til lengri tíma litið.“
„Undanfarnar vikur hefur atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna orðið að farsakenndum pólitískum leik með hörmulegum afleiðingum fyrir óbreytta borgara þar sem fastafulltrúar ráðsins, þar á meðal Bandaríkin og Rússland, hafa misnotað neitunarvald sitt til að koma í veg fyrir drög að ályktunum annarra ríkja nái í gegn. Alþjóðasamfélagið verður nú að leggja pólitískan leik til hliðar og forgangsraða björgun mannslífa með því að tryggja að þessi ályktun ryðji brautina fyrir varanlegt vopnahlé.“
„Bandaríkin, sem áður höfðu beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunum um tafarlaust vopnahlé, ættu fyrir sitt leyti að hætta vopnaflutningi til Ísraels og nota stöðu sína sem helsti bandamaður Ísraels til að fá Ísrael til að samþykkja varanlegt vopnahlé og leyfa óheftan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza.“
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu