Tilkynning

17. febrúar 2021

Amnesty Internati­onal hrindir af stað alþjóð­legri neyð­ar­söfnun

Þeir sem berjast fyrir mann­rétt­indum eru í mikilli hættu víðs­svegar um heiminn. Borg­ara­legt samfélag liggur undir árás og það blasir við mann­rétt­inda-neyð­ar­til­felli. Þó að það sé ekki nýtt að ríki gagn­rýni og ráðist gegn þeim sem benda á mann­rétt­inda­brot er stærð­ar­gráðan orðin allt önnur. Á þessum tímum upplifum við vaxandi andúð gegn mann­rétt­indum frá vald­höfum. Bæði starf og starfs­fólk Amnesty út um allan heim hefur orðið fyrir árásum. Áreitni að hálfu ríkis­stjórna, varð­hald að geðþótta, ólög­legt eftirlit, jafnvel morð eru dæmi um brögð sem ríki beita til að þagga niður í þeim sem berjast fyrir mann­rétt­indum.

Neyðarsjóðurinn

  • Neyð­ar­sjóður Amnesty Internati­onal veitir úrræði fyrir þá sem berjast fyrir mann­rétt­indum og eru í hættu.
  • Hvort sem þeir lifa í ótta við brottnám, við að vera settir í fang­elsi, vera undir eftir­liti og fleira. Amnesty Internati­onal er til staðar og gerir þeim kleift að halda áfram mann­rétt­ind­a­starfi sínu.
  • Amnesty var stofnað árið 1961. Síðan þá hefur starfið gengið út á að uppræta mann­rétt­inda­brot um allan heim. Neyð­ar­sjóð­urinn var stofn­aður til að styðja við þessa vinnu og sérstak­lega til að styðja við þá einstak­linga sem eru í fram­lín­unni.
  • Að auki styður sjóð­urinn við einstak­linga í krítískum aðstæðum, t.d. þegar flytja þarf einstak­linga og fjöl­skyldur í skjól, stendur undir lögfræði­þjón­ustu, endur­hæf­ingu og fleira.
  • Árið 2020 var eytt um 160 millj­ónum í baráttu fyrir 3000 einstak­linga í 60 löndum.

  • Amnesty hefur barist fyrir þeim sem hafa orðið fyrir árásum í kjölfar umhverf­is­bar­áttu sinnar. Til dæmis var stutt við grasrót­arhóp í Kólumbíu með því að greiða fyrir nauð­syn­legar birgðir meðan útgöngu­bann var þar í landi vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.
  • Í Afgan­istan hefur verið barist fyrir stöðvun ofbeldis gegn konum og stelpum. Útvegað grímum og sótt­varn­ar­vörum auk fartölva til kvenna sem berjast fyrir kven­rétt­indum.
  • Í Kongó var barist fyrir því að átta frum­byggjar yrðu leystir úr haldi en þeir höfðu rang­lega verið dæmdir í 15 ára fang­elsi fyrir að verja land ættfeðra sinna.

Lestu einnig