Skýrslur

24. apríl 2024

Ársskýrsla Amnesty Internati­onal um stöðu mann­rétt­inda í heim­inum 2023

Amnesty Internati­onal varar við aðsteðj­andi ógn og vendipunkti í alþjóða­lögum mitt í svívirði­legum laga­brotum ríkis­stjórna og fyrir­tækja.

  • Valda­miklar ríkis­stjórnir leiða okkur inn í tímabil þar sem alþjóðlög eru orðin áhrifa­laus og bitnar það verst á óbreyttum borg­urum á stríðs­átaka­svæðum.
  • Örar breyt­ingar á gervi­greind skapa grund­völl þar sem kynþátta­for­dómar, mismunun og sundrung ráða ríkjum í kosn­ingum.
  • Fólk safn­aðist saman um heim allan og krafðist mann­rétt­inda­verndar og mann­úðar.

 

Lestu skýrsluna hér.

„Skýrsla Amnesty Internati­onal varpar ljósi á sláandi mann­rétt­indakúgun og fjöl­mörg brot á alþjóða­lögum á tímum þar sem misrétti eykst á heimsvísu, stór­veldin keppast um yfir­burði og lofts­lags­váin stig­magnast.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Samantekt

Heims­byggðin stendur nú frammi fyrir hræði­legum afleið­ingum harðn­andi stríðs­átaka og horfir á nánast algjört hrun alþjóða­laga samkvæmt nýút­kom­inni ársskýrslu Amnesty Internati­onal um stöðu mann­rétt­inda í 155 löndum fyrir árið 2023.

Amnesty Internati­onal varar einnig við því að gervi­greind ásamt áhrifum tækn­irisa er líkleg til að draga enn frekar úr áhrifum rétt­ar­rík­is­insog að hætta sé á að mann­rétt­inda­brot aukist til muna ef rétt­ar­ríkið nær ekki að halda í við fram­farir á sviði tækn­innar.

„Lítilsvirðing Ísraels gagn­vart alþjóða­lögum er enn verri í ljósi þess að banda­menn þeirra hafa brugðist því að stöðva ólýs­an­legt blóðbað á óbreyttum borg­urum á Gaza. Margir banda­menn Ísraels voru í farar­broddi við uppbygg­ingu alþjóð­legs reglu­verks eftir seinni heims­styrj­öldina. Árásir Rúss­lands á Úkraínu ásamt fjölda vopn­aðra átaka og mann­rétt­inda­brota í Súdan, Eþíópíu og Mjanmar stefna alþjóð­legu reglu­verki í hættu.“

Lögleysa, mismunun og refsi­leysi á átaka­svæðum sem og annars staðar, hefur fengið að líðast vegna eftir­lits­lausrar notk­unar á nýrri og eldri tækni sem hefur ítrekað verið beitt sem vopni af aðilum innan hersveita, stjórn­mála og fyrir­tækja. Á miðlum tækn­irisa er kynt undir átök. Njósna­hug­bún­aður og eftir­lits­tæki eru notuð til að brjóta á grunn­rétt­indum og frelsi og á sama tíma nota ríkis­stjórnir sjálf­virka tækni til að beina spjótum sínum að jaðar­hópum samfé­lagsins.

Í sífellt ótryggari heimi er útbreiðsla og innleiðing á tækni, eins og spuna­greind (e. generative artificial intell­e­gence), andlits­grein­ingu og njósna­hug­búnaði óvinur á næsta leiti sem eykur umfang brota á alþjóða­lögum og mann­rétt­indum, segir Agnès Callamard.

Á mikil­vægu ári kosn­inga og er við stöndum frammi fyrir sífellt öflugra hags­muna­poti, sem fjár­magnað er af tækn­irisum, stafar okkur mikil ógn af tækni­fram­förum án regul­verks. Tækninýj­ung­arnar geta verið nýttar til að mismuna, dreifa fals­fréttum (eða misvís­andi upplýs­ingum) og skapa sundr­ungu.

Óbreyttir borgarar þjást mest

Í skýrslu Amnesty Internati­onal er sett fram blákalt mat á hvernig leið­togar og stofn­anir hafa gengið gegn megin­reglum mann­rétt­inda. Átök í heim­inum eru að marg­faldast og aðgerðir margra stórra ríkja hafa skaðað trúverð­ug­leika marg­hliða samvinnu og grafið undan alþjóð­legu reglu­verki sem var fyrst sett á lagg­irnar árið 1945.

Helstu átök  ársins 2023 sýna engin merki þess að þeim sé að linna. Sönn­un­ar­gögn safnast upp um stríðs­glæpi á sama tíma og ísra­elsk stjórn­völd gera alþjóðalög að engu með árásum sínum á Gaza. Í kjölfar hrylli­legra árása Hamas og annarra vopn­aðra hópa þann 7. október brugðust ísra­elsk yfir­völd við með miskunn­ar­lausum loft­árásum á íbúða­byggðir þar sem jafnvel heilu fjöl­skyld­urnar eru þurrk­aðar út. Þau hafa þvingað 1,9 millj­ónir íbúa Gaza til að flýja heimili sín og skert aðgengi að lífs­nauð­syn­legri mann­úð­ar­að­stoð þrátt fyrir vaxandi hung­urs­neyð á Gaza.

Skýrslan bendir á að Banda­ríkin hafa mánuðum saman beitt neit­un­ar­valdi með ósvífnum hætti til að koma í veg fyrir að örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna  samþykki nauð­syn­lega ályktun um vopnahlé og á sama tíma hafa þau útvegað Ísrael vopn sem hafa að öllum líkindum verið notuð til að fremja stríðs­glæpi. Enn halda Banda­ríkin áfram að útvega þeim vopn.

Einnig er bent á fárán­legan tvískinnung Evrópu­ríkja, eins og Bret­lands og Þýsk­lands, þar sem þau hafa fordæmt stríðs­glæpi Rúss­lands og Hamas, (sem á vissu­lega rétt á sér) á sama tíma  og þau styðja aðgerðir Ísraels og banda­rískra yfir­valda í átök­unum á Gaza.

Sidon, Líbanon, 13. október, 2023 (KHALED DESOUKI/AFP via Getty Images)

„Alþjóða­sam­fé­lagið hefur brugðist skyldu sinni að vernda líf þúsunda borgara, meiri­hluta þeirra börn, á Gaza og sýnir bersýni­lega hvernig sömu stofn­anir og settar voru á lagg­irnar til að vernda borgara og viðhalda mann­rétt­indum gegna ekki lengur hlut­verki sínu. Það sem við sáum árið 2023 stað­festir að mörg voldug ríki hafa gefið grunn­gildi mann­úðar og algildi mann­rétt­inda, sem tryggð eru í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna, upp á bátinn.”

Agnès Callamard

 

Skýrslan greinir einnig frá brotum rúss­neskra hersveita í stríðs­átökum í Úkraínu. Þar er athygl­inni beint að handa­hófs­kenndum árásum á þétt­byggð íbúða­hverfi og innviði eins og fyrir orku og kornút­flutning ásamt beit­ingu pynd­inga og annarrar illrar meðferðar á stríðs­föngum. Ofan á það bætast umhverf­is­spjöll en flestir telja að rúss­neskar hersveitir hafi eyðilagt Kakhovka-stífluna.

Hersveit Mjanmar og aðrar hersveitir, sem tengjast stjórn­völdum, réðust einnig á óbreytta borgara og ollu dauða þúsunda óbreyttra borgara árið 2023. Hvorki rúss­nesk yfir­völd né herinn í Mjanmar hafa rann­sakað þessi brot.

Bæði ríki hafa fengið fjár­hags­legan og hern­að­ar­legan stuðning frá Kína.

Báðir stríðs­að­ilar í Súdan, súdanski herinn og RSF-hersveitin, hafa sýnt alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum lítilsvirð­ingu með beinum og handa­hófs­kenndumárásum þar sem óbreyttir borg­arar hafa verið drepnir eða særðir. Sprengjum var varpað á þétt­byggð íbúða­hverfi sem leiddi til dauða 12.000 einstak­linga á árinu 2023. Stríðs­átökin þar í landi hafa valdið mesta fjölda vega­lauss fólks í eigin landi á heimsvísu.

Þar sem ekki sér fyrir endann á stríðs­átök­unum er hung­urs­neyð yfir­vof­andi.

Vega­lausar konur bíða eftir mat frá Matvæla­áætlun Sameinuðu þjóð­anna (World Food Programme, WFP) 7. febrúar, 2023. (SIMON MAINA/AFP via Getty Images)

Tækni sem ýtir undir hatur, sundrungu og mismunun

Amnesty Internati­onal  greinir frá því að póli­tískir aðilar víðs vegar um heiminn  ráðast á konur, hinsegin fólk og jaðar­hópa sem hafa í gegnum söguna verið gerðir að blóra­bögglum fyrir póli­tískan ávinning. Nýrri og núver­andi tækni hefur verið beitt sem vopni til að styðja við kúgandi póli­tísk öfl sem dreifa misvís­andi upplýs­ingum, etja hópum gegn hver öðrum og ráðast á minni­hluta­hópa.

Skýrslan greinir frá aukinni notkun á tækni sem festir í sessi mismunun. Ríki á borði við Argentínu, Bras­ilíu, Indland og Bret­land hafa í auknum mæli beitt andlits­grein­ing­ar­tækni í löggæslu á mótmælum og íþrótta­við­burðum og til að mismuna jaðar­hópum, þá sérstak­lega flótta­fólki.

Í svari lögregl­unnar í New York við lögsókn Amnesty Internati­onal kom fram að andlits­greining hafði verið notuð til að hafa eftirlit með mótmæl­endum í tengslum við Black Lives Matters mótmæli í borg­inni. (Kena Betancur/Getty Images)

Eftir­lits­mynda­vélar í Tel Aviv, sept­ember 2023. (JACK GUEZ/AFP via Getty Images)

Glæp­samleg notkun andlits­grein­ingar var alls­ráð­andi á Vest­ur­bakk­anum á hernumdu svæð­unum í Palestínu. Ísra­elsk yfir­völd notuðu þessa tækni til að takmarka ferða­frelsi og viðhalda aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels.

Í Serbíu var hálf-tölvu­stýrt velferð­ar­kerfi innleitt sem leiddi til þess að þúsundir misstu nauð­syn­lega félags­þjón­ustu. Þetta hafði sérstak­lega áhrif á róma-fólk og fólk með fötlun sem sýnir að eftir­lits­laus sjálf­virkni getur stuðlað að auknu ójafn­ræði.

Árið 2023 afhjúpaði Amnesty Internati­onal beit­ingu Pegasus-njósna­hug­bún­aðar gegn fjöl­miðla­fólki og aðgerða­sinnum í löndum eins og Dómin­íska lýðveldinu, á Indlandi og í Serbíu á meðan njósna­hug­bún­aður sem reglu­verk Evrópu­sam­bandsins nær yfir hefur verið seldur um heim allan.

Skýrslan greinir frá því hvernig marg­vís­legri tækni var misbeitt til að stýra landa­mærum og fólks­flutn­ingum nú þegar millj­ónir flýja átök um heim allan m.a. með lífkenna­mát­un­ar­kerfi, reikni­ritum og hugbúnaði fyrir gagna­öflun. Beiting þess­arar tækni ýtir undir mismunun og kynþátta­hatur og ólög­mætt eftirlit með jaðar­hópum.

Þá er nánast ekkert reglu­verk um notkun á njósna­hug­búnaði þrátt fyrir langvar­andi sönn­un­ar­gögn um mann­rétt­inda­brot sem notkun á slíkum hugbúnaði leiðir af sér. Aðgerða­sinnar hafa m.a. þurft að fara í útlegð enda eru mann­rétt­inda­fröm­uðir oftast sá hópur sem njósna­hug­búnaði er beint gegn.

Ör þróun spuna­greindar á síðasta ári hefur gert ógnina af þeim aragrúa af tækninýj­ungum sem þegar er til staðar, allt frá njósna­búnaði til algríms á samfé­lags­miðlum, enn meiri.

Frammi fyrir örri tækni­þróun hefur reglu­setning að mestu staðið í stað. Þó má sjá einhver jákvæð teikn á lofti meðal Evrópu­þjóða en í febrúar 2024 urðu þátta­skil þegar samevr­ópsk stafræn löggjöf tók gildi. Þrátt fyrir ófull­kom­leika löggjaf­ar­innar hefur hún ýtt undir löngu tíma­bæra umræðu um reglu­verk í kringum gervi­greind.

„Það er gífurleg gjá á milli hætt­unnar sem eftir­lits­laus tækni­þróun felur í sér og hvar við ættum standa hvað varðar reglu­verk og vernd í þessum málum,”

segir Agnès Callamard.

Amnesty Internati­onal afhjúpaði hvernig algrím Face­book ýtti undir ofbeldi á grund­velli þjóð­ernis í Eþíópíu í tengslum við vopnuð átök. Þetta er grund­vall­ar­dæmi um hvernig er hægt að vopna­væða tæknina í þeim tilgangi að egna samfé­lögum gegn hvert öðru, sérstak­lega á tímum þegar óstöð­ug­leiki ríkir.

Mann­rétt­inda­sam­tökin spá fyrir um að þessum vanda­málum muni aðeins fjölga og þá sérstak­lega í kringum kosn­ingar þar sem viðskiptalíkön stærstu samfé­lags­miðl­anna, eins og Face­book, Insta­gram, TikTok og Youtube byggir á eftir­liti með fólki og virkar sem hvati fyrir mann­rétt­inda­brot í tengslum við kosn­ingar.

Kosningar

Í nóvember fara forseta­kosn­ingar fram í Banda­ríkj­unum en þar hefur mismunun, áreitni og ofbeldi aukist á samfé­lags­miðlum þá sérstak­lega gagn­vart jaðar­hópum, þeirra á meðal hinsegin fólki. Ógnandi efni sem sett er fram gegn þung­un­ar­rofi hefur einnig aukist.

Um millj­arður fólks mun ganga til atkvæða­greiðslu í kosn­ingum í Indlandi í ár þar sem árásum á frið­sama mótmæl­endur hefur fjölgað og kerf­is­bundin mismunun gegn trúar­legum minni­hluta­hópum á sér stað.

Árið 2023 afhjúpaði Amnesty Internati­onal að njósna­hug­bún­aður hafi verið notaður til að herja á áber­andi og þekkt fjöl­miðla­fólk í landinu og í víðara samhengi er tæknin orðin að póli­tískum vígvelli.

„Þetta er uggvænleg hugsýn á það sem koma skal nú þegar tækni­fram­þró­unin er mun örari en það sem kallar á ábyrgð­ar­skyldu.”

Agnès Callamard

„Stjórn­mála­fólk hefur lengi misnotað orðræðuna ‘við gegn hinum’ til að vinna sér atkvæði og hafa að engu lögmætar spurn­ingar um efna­hags­ástandið og afkomuótta heima fyrir. Við höfum orðið vitni að því hvernig eftir­lits­laus tækni eins og andlits­greining hefur fest mismunun í sessi. Þetta, ásamt viðskiptalíkani tækn­iris­anna, gengur út á eftirlit sem hellir olíu á eld haturs og gerir þeim sem hafa illan hug kleift að afmennska og ýta undir hættu­lega orðræðu til að styrkja vald sitt eða skoð­anakann­anir.”

Agnès Callamard

Fordæmalaus alþjóðleg liðsöfnun

„Við höfum orðið vitni að því hvernig gjörðir valda­mik­illa ríkis­stjórna og fyrir­tækja hafa kastað okkur dýpra í veröld óreiðu án skil­virkra reglna, þar sem vægð­ar­laus gróðr­ar­hyggja bylt­ing­ar­kenndra tæknifyr­ir­tækja, án skil­virks reglu­verks, er orðin að víðtek­inni venju. En á meðan margar ríkis­stjórnir hafa brugðist þeirri skyldu sinni að fylgja alþjóða­lögum þá höfum við séð aðrar kalla eftir því að alþjóða­stofn­anir komi megin­reglum rétt­ar­rík­isins í fram­kvæmd. Og þar sem leið­togar heimsins hafa brugðist þeirri skyldu sinni að virða mann­rétt­indi höfum við séð fjölda fólks safnast saman í kröfu­göngum og á mótmælum til að kalla eftir bjartari framtíð.”

Agnès Callamard

Átökin á milli Ísrael og Hamas voru kveikjan að hundruðum mótmæla um heim allan. Fólk krafðist vopna­hlés til að binda enda á gífur­legar þján­ingar Palestínubúa á Gaza, auk lausnar allra þeirra sem eru í gísl­ingu Hamas samtak­anna og annarra vopn­aðra hópa, löngu áður en margar ríkis­stjórnir hófu upp raust sína.

Annars staðar flykktist fólk á götur út í Banda­ríkj­unum, El Salvador og Póllandi til að krefjast rétt­arins til þung­un­ar­rofs.

Faith Halstead, mótmæl­andi í Flórída, apríl 2023.

Loft­lags­mót­mæli í Suður-Kóreu. (Chris Jung/NurP­hoto via Getty Images)

Vítt og breitt um heiminn samein­aðist ungt fólk í hreyf­ing­unni Föstu­dagar fyrir fram­tíðina (e. Fridays for Future) til kalla eftir því að horfið verði frá vinnslu jarð­efna­eldsneytis í sann­gjörnum skrefum en á skjótan hátt.

Á COP28 var samþykkt að hætta notkun jarð­efna­eldsneytis en þetta er í fyrsta sinn sem minnst er á jarð­efna­eldsneyti í COP ákvörðun.

Óþreyt­andi barátt­u­starf leiddi einnig til fjölda mikil­vægra mann­rétt­inda­sigra á árinu 2023. Í fram­haldi af #MeToo bylt­ing­unni í Taívan og baráttu annarra óháðra félaga­sam­taka fyrir því að uppræta kynferð­is­legt ofbeldi á netinu, samþykkti ríkis­stjórn Taívan breyt­ingar á löggjöf landsins um kynferð­isof­beldi.

Í fram­haldi af margra ára baráttu voru fjórir mann­rétt­inda­fröm­uðir, þau Taner Kılıç, İdil Eser, Özlem Dalkıran og Günal Kurşun, sem voru ákærð í júlí 2020 á grund­velli órök­studdra saka, loksins sýknuð í Tyrklandi.

Aðgerðasinninn Matiullah Wesa frá Afgan­istan sem barðist fyrir rétt­inum til mennt­unar var loks leystur úr haldi í október eftir margra mánaða baráttu fyrir lausn hans. Hann varði næstum sjö mánuðum í fang­elsi fyrir að verja rétt stúlkna í heimalandi sínu til mennt­unar og fyrir að gagn­rýna stefnu Talíbana um að banna stúlkum að leita sér fram­halds­mennt­unar.

“Rétt­urinn til að mótmæla er nauð­syn­legur til að varpa ljósi á mann­rétt­inda­brot og skyldur þjóð­ar­leið­toga. Einstak­lingar um heim allan hafa gert það morg­un­ljóst að virða verður mann­rétt­indi; skyldan hvílir á ríkis­stjórnum að sýna að þær eru að hlusta.”

Agnès Callamard

„Miðað við hversu slæmt ástand mála er á heimsvísu þá er gífur­lega mikil­vægt að grípa til aðgerða til að blása nýju lífi í þær alþjóða­stofn­anir sem ætlað er að standa vörð um mann­kynið. Stíga verður skref til að ráðast í úrbætur á örygg­is­ráði Sameinuðu þjóð­anna þannig að fasta­ríkin geti ekki beitt neit­un­ar­valdi sínu óhindrað til að koma í veg fyrir verndun almennra borgara og til að styrkja land­fræðileg og stjórn­málaleg bandalög sín. Ríkis­stjórnir heims verða einnig að taka öflug lagaleg skref til að takast á við þær hættur og þann skaða sem hlýst af gervi­greind.”

Agnès Callamard

Lestu einnig