Skýrslur

29. apríl 2025

Ársskýrsla Amnesty Internati­onal: Vald­boðs­stefna ýtir undir alþjóð­lega mann­rétt­inda­neyð

Ársskýrsla Amnesty Internati­onal, (e. State of the World’s Human Rights“), um stöðu mann­rétt­inda í 150 löndum lýsir ógn við áratuga vinnu við að byggja upp og efla algildi mann­rétt­inda um allan heim.

  • Aukin vald­boðs­stefna og grimmi­legar aðgerðir gegn andófi í heim­inum. 
  • Bakslag í rétt­indum í heim­inum magnast fyrstu 100 daga Trumps í embætti.
  • Alþjóða­sam­fé­lagið þarf að takast á við ójöfnuð, lofts­lags­breyt­ingar og gerbreytt tæknium­hverfi svo komandi kynslóðir geti búið við öryggi.
  • Fólk mun halda áfram að berjast gegn aðför að mann­rétt­indum og mikil­vægt er að ríkis­stjórnir fram­fylgi alþjóð­legu rétt­læti. 

Afturför í mannréttindum

Ár eftir ár höfum við varað við afturför í mann­rétt­indum. En atburðir síðustu 12 mánuða, ekki síst hópmorð Ísraels á Palestínu­búum á Gaza í beinni útsend­ingu, hafa sýnt hversu grimmi­legur heim­urinn getur verið fyrir svo margt fólk þegar valda­mestu ríki heims hunsa alþjóðalög og virða alþjóða­stofn­anir að vettugi. Á þessum sögu­legu tíma­mótum, þegar vald­boðs­stefna marg­faldast í lögum og fram­kvæmd í þágu örfárra, verða ríkis­stjórnir og borg­ara­legt samfélag að vinna af hörku til að leiða mann­kynið aftur á öruggari stað.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Ársskýrslan greinir einnig frá grimmi­legum og útbreiddum aðgerðum gegn andófi, stigmagnandi og hömlulausum vopnuðum átökum og bakslagi í réttindum farandfólks, flóttafólks, kvenna, slkna og hinsegin fólks.

Alþjóðlegur vsnúningur er nauðsynlegur ef stöðva á þessa þróun.

Á árinu 2024 jókst sára­fá­tækt og ójöfn­uður á heimsvísu vegna verð­bólgu, lélegs reglu­verks fyrir­tækja og hækk­andi skulda, á meðan stjórn­völd notuðu oft útlend­inga­hatur til að kenna innflytj­endum um samfé­lagsleg vandamál. Auður millj­arða­mær­inga jókst jafnvel þegar Alþjóða­bankinn varaði við því að nýta ekki tæki­færi til að draga úr fátækt.  

Valdboðsstefna og græðgi stórfyrirtækja

Fyrstu 100 dagar Trumps í embætti forseta Banda­ríkj­anna einkennast af vanvirð­ingu fyrir mann­rétt­indum. Aðgerðir Trumps grafa undan mann­rétt­indum og ýta undir skað­lega þróun sem við höfum þegar séð eiga sér stað í heim­inum og stofnar lífi millj­arða í hættu. 

Trump-áhrifinýta mann­kyninu enn hraðar inn í grimmi­legt tímabil sem einkennist af vald­boðs­stefnu, refsi­leysi, hömlu­lausu valdi og græðgi stór­fyr­ir­tækja. 

Ríkjum heims hefur mistekist að setja á reglu­verk í kringum nýja tækni og þar af leið­andi eykst mismunun og ójöfn­uður vegna misnotk­unar á gervi­greind og eftir­lits­tækjum. Að því er sagt er hefur ríkis­stjórn Trump hvatt tæknifyr­ir­tæki til að slaka á reglum og þar með að leyfa hatursorð­ræðu og rang­færslum að viðgangast. 

Á fyrstu hundrað dögum eftir Trump tók við sínu öðru kjörtíma­bili hefur hann virt mann­rétt­indi algjörlega vettugi. Ríkis­stjórn hans hefur beitt sér af ásettu ráði gegn mikil­vægum stofn­unum og verk­efnum í Banda­ríkj­unum og á alþjóða­vett­vangi sem vinna því gera heiminn okkar öruggari og rétt­látari. Alls­herjarárás hans gegn alþjóða­sam­vinnu, alþjóð­legri vernd, kynþáttaog kynj­a­rétt­læti, alþjóð­legri heilsu og lífs­nauð­syn­legum aðgerðum í loftslags­málum eykur þann mikla skaða sem þessar megin­reglur og stofn­anir hafa þegar orðið fyrir og hvetur enn frekar aðra leið­toga og hreyf­ingar sem berjast gegn mann­rétt­indum til taka þátt í árás hans.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Tjáningarfrelsið

Skýrslan lýsir því hvernig stjórn­völd um allan heim hafa í auknum mæli skert tján­ing­ar­frelsið, bælt niður andóf og sett á lög sem beinast gegn aðgerða­sinnum.

Mann­rétt­inda­fröm­uðir, umhverf­issinnar og mótmæl­endur standa frammi fyrir fang­elsis­vist og ofbeldi, þar sem skelfi­legir atburðir hafa átt sér stað í löndum eins og Bangla­dess, Mósambík, Tyrklandi og Suður-Kóreu.  

Mótmæli í Mósambík – ALFREDO ZUNIGA © AFP via Getty Images

Vopnuð átök

Stríðs­glæpir og önnur alvarleg brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum jukust á meðan vopnuð átök stig­mögn­uðust og líf milljóna einstak­linga hafa verið lögð í rúst. Skýrslan greinir frá mann­rétt­inda­brotum á Gaza, Úkraínu, Súdan og Mjanmar og afskipta­leysi alþjóða­sam­fé­lagsins.  

Róhingjar fylgjast með elds­voða í flótta­manna­búðum í Cox Bazar í Bangla­dess þar sem millj­ónir Róhingja búa eftir að hafa flúið heimili sín í Mjanmar vegna glæpa hersins gegn mannúð. © AFP / Getty Images

Söguleg skýrsla Amnesty Internati­onal sem kom út í desember 2024 greindi frá því að Ísrael fremur hópmorð á Palestínu­búum á Gaza og að aðskiln­að­ar­stefna og ólög­legt hernám á Vest­ur­bakk­anum verður sífellt ofbeld­is­fyllra. Á sama tíma drap Rúss­land fleiri óbreytta borgara í Úkraínu árið 2024 en árið áður og hélt áfram að eyði­leggja borg­ara­lega innviði og pynda einstak­linga í haldi.  

Gaza borg 11. desember, 2024. © AFP / licensors

Loftlagsváin

Skortur á viðbrögðum stjórn­valda við lofts­lags­vánni, vaxandi ójöfn­uður og hömlu­laust vald stór­fyr­ir­tækja leiðir til dapur­legri fram­tíðar komandi kynslóða. 

COP29 var stór­slys, þar sem metfjöldi hags­muna­varða jarð­efna­eldsneyta­fyr­ir­tækja (e. fossil fuel lobby­ists) tók þátt í ráðstefn­unni og kom í veg fyrir fram­vindu í rétt­látum orku­skiptum og ríkari lönd þvinguðu fátækari ríki til að samþykkja fárán­lega lofts­lags­fjár­mögn­un­ar­samn­inga.

Ákvörðun Trump Banda­ríkja­for­seta um að yfir­gefa París­ar­sam­komu­lagið og tilvitnun hans „drill, baby drill“ ýtir undir vanda­málið og gæti hvatt önnur ríki til að fylgja í kjöl­farið. 

Frum­byggjar í Ekvador mótmæla gasbrunum í Amazon-skógi.

Kven- og hinsegin réttindi

Örygg­is­sveitir á götum Írans að fram­fylgja lögum um höfuðslæðu. © Private

Konur, stúlkur og hinsegin fólk standa höllum fæti. Talíbanar skertu enn frekar rétt­indi kvenna á almanna­færi á meðan írönsk yfir­völd hertu grimmi­legar aðgerðir sínar gegn þeim sem fylgja ekki lögum um höfuðslæðu. Hópar kvenna sem leituðu að týndum ástvinum í Mexíkó og Kólumbíu stóðu frammi fyrir alls kyns hótunum og árásum. 

Í mörgum löndum, þar á meðal Malaví, Malí og Úganda, voru tekin skref í átt að því að gera samneyti samkynja einstak­linga refsi­vert og Trump-stjórnin hefur ýtt undir kynjam­is­rétti með fjölda aðgerða. 

Mikilvægi alþjóðlegs réttlætis

Þrátt fyrir vaxandi andstöðu í valda­mik­illa ríkja heims, þar á meðal refsi­að­gerðir ríkis­stjórnar Trump gegn Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólnum,  Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn hefur gefið út hand­töku­skip­anir á hendur embætt­is­mönnum í Ísrael, Gaza, Líbýu, Myanmar og Rússlandi, á meðan Sameinuðu þjóð­irnar hafa stigið skref í átt að sátt­mála um glæpi gegn mannúð. Filipps­eyjar fylgdu einnig hand­töku­skipan Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins og hand­tóku Rodrigo Duterte, fyrr­ver­andi forseta, fyrir glæpi gegn mannúð. 

Alþjóða­dóm­stóllinn (ICJ) gaf út þrjár bráða­birgða fyrir­skip­anir í málinu sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael samkvæmt hópmorðs­samn­ingnum og gaf út álit þar sem lýst er yfir að hernám Ísraels á palestínsku land­svæði, þar á meðal Austur-Jerúsalem, sé ólög­legt.  

Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna samþykkti einnig ályktun þar sem skorað var á Ísrael að hætta hernámi sínu. 

„Þrátt fyrir erfiðar áskor­anir er skerðing mann­rétt­inda langt frá því að vera óumflýj­anleg. Sagan sýnir okkur að hugrakkt fólk hefur sigrast á vald­boðs­stefnu. Árið 2024 kaus fólk ekki þá leið­toga sem skerða rétt­indi og millj­ónir um allan heim hófu upp raust sína gegn órétt­læti. Svo það er á hreinu að sama hver stendur í vegi fyrir okkur, verðum við og munum við halda áfram að standa upp gegn vald­boðs­stefnu og gróða­stjórnun sem reynir að svipta fólk mann­rétt­indum. Okkar öfluga hreyfing mun ávallt sameinast í þeirri sameig­in­legu sýn að mannleg reisn og mann­rétt­indi gildi fyrir alla.

Agnès Callamard

Lestu einnig