Fréttir

28. mars 2022

Ársskýrsla: Vald­hafar og risa­fyr­ir­tæki völdu gróða og völd fram yfir fólk

Í ársskýrslu Amnesty Internati­onal fyrir árið 2021 kemur fram efna­meiri ríki í samvinnu við risa­fyr­irtæki blekktu fólk með innan­tómum slag­orðum og fölskum loforðum um rísa upp úr kórónu­veirufar­aldr­inum með sann­gjörnum hætti. Þetta eru ein stærstu svik okkar tíma. Niður­stöður skýrslunnar eru þessi ríki ásamt risa­fyr­ir­tækjum hafi í raun aukið ójöfnuð í heim­inum. Þar er greint frá rót vandans sem er meðal annars skaðleg græðgi fyrirtækja og grimmilegir eiginhags­munir ríkja auk vanræksla stjórn­valda um heim allan er varðar  innviði og heil­brigðismál. 

Árið 2021 hefði átt vera ár bata og endur­heimtar. Í staðinn var það tími þar sem ójöfn­uður og óöryggi jókst, arfleifð sem mun skemma út frá sér næstu árin“.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Ójöfnuður í dreifingu bóluefnis

 

Bólu­efni fyrir Covid-19 sem virtist vera vísinda­legt afrek gaf von um að faraldr­inum myndi brátt ljúka. Þrátt fyrir næga fram­leiðslu á bólu­efnum til að bólu­setja allan heiminn árið 2021 þá höfðu aðeins 4% íbúar í efnaminnstu lönd­unum verið bólu­settir í lok ársins.  

Á alþjóða­vett­vangi á ráðstefnum G7, G20 og COP26 var hræsnin alls­ráð­andi hjá póli­tískum og efna­hags­legum leið­togum þegar kom stefnum sem hefðu getað valdið straum­hvörfum í aðgengi bólu­efnum, umbylt félags­legri vernd með auknu fjár­magni og tekist á við lofts­lags­vána. Forstjórar stóru lyfja­fyr­ir­tækj­anna og tækn­iris­anna reyndu villa um fyrir okkur með tali um samfé­lags­lega ábyrgð fyrir­tækja. Á þessum tíma­mótum voru tækifæri til endur­reisnar auk heið­ar­legra og mikil­vægrar breyt­inga í átt rétt­látari heimi. En tækifærinu var með því að snúa aftur til þeirra stefnu­mála og starfshátta sem hafa ýtt undir frekari ójöfnuð. Meðlimir í klúbbi ríku strákanna lofuðu öllu fögru opin­ber­lega en gengu á bak orða sinna á bak við tjöldin“.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

 

Rík lönd eins og Evrópu­sam­bands­ríki, Bret­land og Banda­ríkin sönkuðu að sér umframbirgðum af bólu­efnum og litu framhjá því þegar stóru lyfja­fyr­ir­tækin völdu gróða fram yfir heilsu fólks þegar þau neituðu að deila tækni­þekk­ingu sinni til að auðvelda aukinni dreif­ingu á bólu­efnum.

Gróði Pfizer, BoiN­Tech og Moderna árið 2021 var stjarn­fræði­legur, um 54 millj­arðar dollara (u.þ.b. 7.000 millj­arðar íslenskra króna), en aðeins 2% af bólu­efna­skömmt­unum fóru til efnaminnstu land­anna.  

Stóru lyfja­fyr­ir­tækin voru ekki einu stór­fyr­ir­tækin sem græddu á því að grafið væri undan því að heim­urinn næði sér upp úr faraldr­inum.

  • Á samfé­lags­miðlum, eins og Face­book, Insta­gram og Twitter, var auðugur vett­vangur fyrir vill­andi upplýs­ingar um Covid-19 sem ýtti undir efa um bólu­efni.
  • Sumir póli­tískir leið­togar dreifðu vill­andi upplýs­ingum í póli­tísku eigin­hags­muna­poti sem leiddi til vantrausts og ótta.  

Viðbrögð við faraldrinum bitnuðu mest á jaðarhópum

 

„Í mörgum löndum heims hafa jaðar­hópar fundið mest fyrir afleið­ingum vegna meðvit­aðrar ákvarð­ana­töku þeirra fáu sem eru með mestu forrétt­indin. Rétturinn til heilsu og lífs var víða fótum troðinn, millj­ónir þurftu berjast fyrir því endum saman, margt fólk varð heim­il­is­laust, börn misstu af menntun og fátækt jókst,“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Lönd í suðrinu fundu mest fyrir afleið­ingum leyni­makks risa­fyr­ir­tækj­anna og vest­rænna stjórn­valda og langvar­andi vanræksla í heil­brigðis-, efna­hags-, og velferð­ar­málum í þessum löndum gerði illt verra. Verst var staðan í Afríku sem er ástæðan fyrir því að ársskýrsla Amnesty Internati­onal fyrir árið 2021 er kynnt form­lega í Suður-Afríku þann 29. mars 2021.  

 

 

Í lok ársins voru aðeins 8% allra íbúa Afríku full­bólu­settir sem er lægsta hlufallið í heim­inum þar sem ófull­nægj­andi birgðir af bólu­efnum voru afhent til COVAX-samstarfsins, Afríska sjóðsins fyrir öflun bólu­efna eða í gegnum tvíhliða gjafir.  

Í Suður-Afríku höfðu um 750.000 börn flosnað upp úr skóla í maí 2021 sem er þrefalt meira en fyrir kórónu­veirufar­ald­urinn.

Í Víetnam fundu farand­verka­konur mest fyrir afleið­ingum farald­ursins vegnaþess þær náðu ekki endum saman og upplifðufæðuóör­yggi.

Í Venesúela varð mann­úðarkrísan enn verri vegna farald­ursins en 94,5% íbúa voru með tekjur undir fátækt­ar­mörkum og 76,6% bjuggu við sára­fá­tækt 

 

Átök smita út frá sér vegna veikra alþjóðlegra viðbragða

 

Á árinu 2021 blossuðu upp átök og óleyst átök héldu áfram í Afgan­istan, Búrkína Fasó, Eþíópiu, Ísrael og hernumdu svæðum Palestínu, Líbíu, Myanmar og Jemen þar sem stríð­andi fylk­ingar brutu alþjóðleg mann­úðarog mann­rétt­indalög.

Óbreyttir borg­arar fundu fyrir afleið­ing­unum, millj­ónir þurftu flýja, þúsundir létu lífið og hundruð sættu kynferð­isof­beldi.

Auk þess voru veik­burða efna­hags og heil­brigðis­kerfi í þessum löndum þrotum komin. 

 

Óstöð­ug­leiki og eyði­legging hefur aukist enn frekar þar sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur brugðist því leysa úr átökum í heim­inum sem fer fjölg­andi. Gagn­leysi alþjóðlegra viðbragða kom berlega í ljós í kjölfar mátt­leysis örygg­isráðs Sameinuðu þjóð­anna. Ekki var brugðist við grimmd­ar­verkum í Myanmar, mann­rétt­inda­brotum í Afgan­istan og stríðs­glæpum í Sýrlandi.

Þetta skamm­ar­lega aðgerða­leysi, mátt­leysi alþjóð­legra stofnana og skortur á ábyrgð­ar­skyldu valda­mik­illa ríkja áttu þátt í greiða leið fyrir innrás Rúss­lands í Úkraínu sem er skýrt brot á alþjóða­lögum 

Þaggað niður í sjálfstæðum röddum á tímum þegar þeirra er mest þörf

 

Stjórn­völd víða um heim gripu til alls konar aðgerða til að þagga niður í sjálf­stæðum og gagn­rýnum röddum. Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, frjáls félaga­samtök, fjöl­miðlar og stjórn­ar­and­stöðu­leið­togar voru skot­mörk stjórn­valda sem beittu ólög­mætu varð­haldi, pynd­ingum og þving­uðum mannshvörfum gegn þessum hópum, oft í skugga kórónu­veirufar­ald­ursins.  

Hið minnsta 67 lönd innleiddu ný lög árið 2021 sem takmörkuðu tján­ingar-, félaga- og funda­frelsi. Í Banda­ríkj­unum voru 80 frum­vörp lögð fram í 36 ríkjum um takmark­anir á funda­frelsi og á sama tíma lögðu bresk stjórn­völd fram frum­varp til að skerða á funda­frelsi, meðal annars með því að auka völd lögreglu.  

 

Leynilegri stafrænni tækni var enn og aftur beitt sem vopni.

  • Í Rússlandi var andlits­greining notuð við fjölda­hand­tökur á mótmæl­endum.
  • Í Kína skipuðu yfir­völd netþjón­ustum rjúfa aðgang vefsíðum sem voru sagðarógna þjóðarör­yggi og lokað var fyrir forrit þar sem umdeild mál eins og Xinjiang og Hong Kong voru rædd.
  • Á Kúbu, í Esvatíní, Níger, Senegal, Suður-Súdan og Súdan var lokað fyrir eða aðgangur fólks netinu skertur til koma í veg fyrir það gæti deilt upplýs­ingum um kúgun og skipu­lagt sig í kjöl­farið. 

Risið upp

 

Vald­hafa skorti metnað og hugmynda­flug til að takast á við eina alvar­leg­ustu ógn gegn mannkyninu en það sama var ekki upp á teningnum hjá almenn­ingi. 

  • Mótmæl­endur fóru út á götur í Kólumbíu í kjölfar þess að stjórn­völd ákváðu að hækka skatta jafnvel þótt fólk átti í erfið­leikum meðútvega mat fyrir sig og sína í faraldr­inum.
  • Í Rússlandi voru haldin mótmæli gegn stjórn­völdum þrátt fyrir fjölda­hand­tökur og lögsóknir.
  • Indverskir bændur mótmæltu nýjum lögum sem þeir töldu skaða lífs­við­ur­væri þeirra. Ungir aðgerða­sinnar og frum­byggjar um heim allan bentu á aðgerða­leysi leið­toga í lofts­lags­bar­átt­unni.
  • Borg­araleg samtök, þar á meðal Amnesty Internati­onal, þrýstu á að rétt­urinn til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis yrði viður­kenndur sem bar árangur.
  • Með nýstár­legum hætti hófu frjáls félaga­samtök málsókn gegn fjöl­þjóð­legum fyrir­tækjum, þar á meðal Nike, Patagonia og C&A, fyrir að eiga hlut­deild í þvinguðu vinnu­afli í Xinjiang-héraði í Kína 

 

Pegasus-rann­sóknin var frábært dæmi um samstarf þar sem 80 einstak­lingar í fjöl­miðlum, með tækni­legum stuðn­ingi frá Amnesty Internati­onal, afhjúpaði að njósna­bún­aður ísra­elska fyrir­tækisins NSO Group, hefði verið notað gegn æðstu vald­höfum ríkja, aðgerða­sinnum og fjöl­miðla­fólki í Aser­baísjan, Ungverjalandi, Marokkó, Rúanda og Sádi-Arabíu 

„Áþreif­anleg og þraut­seig mótspyrna sem hreyf­ingar fólks um allan heim hafa sýnt gefur von. Óhrædd og ótrauð kalla þær eftir jafnari heimi. Við verðum að byggja upp og virkja alþjóð­lega samstöðu, jafnvel þó leið­togar okkar geri það ekki.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Lestu einnig