SMS

8. nóvember 2024

Aser­baísjan: Þögg­un­ar­að­gerðir stjórn­valda í aðdrag­anda COP29

Eftir að ljóst varð, á síðasta ári, að Aser­baísjan yrði gest­gjafi fyrir COP29 hafa þögg­un­ar­að­gerðir stjórn­valda gegn gagn­rýn­is­röddum aukist, með auknum hand­tökum og varð­haldi af geðþótta­ástæðum ásamt málsóknum gegn fjölda aðgerða­sinna og fjöl­miðla­fólks.

Anar Mammadli er mikil­virkur mann­rétt­indasinni og tals­maður fyrir lofts­lagsmál, hefur kallað eftir meiri aðkomu borg­ara­legs samfé­lags á COP29. Hann var hand­tekinn 29. apríl 2024 og settur í gæslu­varð­hald. Hann þarf að svara fyrir falskar ákærur um að flytja fjár­muni ólög­lega inn í landið. Ef sakfelldur á hann yfir höfði sér átta ára fang­els­isdóm.

Þátt­taka aðgerða­sinna og borg­ara­legra félaga­sam­taka, ásamt fjöl­miðla­frelsi, er mikil­vægt til að tryggja inngild­andi og gagn­legar samræður á COP29. Aðförin að borg­ara­legu rými í Aser­baísjan hefur í för með sér að mikil­vægar raddir muni vanta eða þær verði þagg­aðar niður og rétt­læti í lofts­lags­málum mun ekki ná fram að ganga.

SMS-félagar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal krefjast þess stjórn­völd í Aser­baísjan leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa verið hand­teknir fyrir það eitt að nýta tján­ingar-, funda- og félaga­frelsið. Einnig krefj­umst við þess að lögum sem skerða þessi rétt­indi verði breytt eða afnumin.

Lestu einnig