SMS
8. nóvember 2024Eftir að ljóst varð, á síðasta ári, að Aserbaísjan yrði gestgjafi fyrir COP29 hafa þöggunaraðgerðir stjórnvalda gegn gagnrýnisröddum aukist, með auknum handtökum og varðhaldi af geðþóttaástæðum ásamt málsóknum gegn fjölda aðgerðasinna og fjölmiðlafólks.
Anar Mammadli er mikilvirkur mannréttindasinni og talsmaður fyrir loftslagsmál, hefur kallað eftir meiri aðkomu borgaralegs samfélags á COP29. Hann var handtekinn 29. apríl 2024 og settur í gæsluvarðhald. Hann þarf að svara fyrir falskar ákærur um að flytja fjármuni ólöglega inn í landið. Ef sakfelldur á hann yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm.
Þátttaka aðgerðasinna og borgaralegra félagasamtaka, ásamt fjölmiðlafrelsi, er mikilvægt til að tryggja inngildandi og gagnlegar samræður á COP29. Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan hefur í för með sér að mikilvægar raddir muni vanta eða þær verði þaggaðar niður og réttlæti í loftslagsmálum mun ekki ná fram að ganga.
SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International krefjast þess stjórnvöld í Aserbaísjan leysi alla einstaklinga úr haldi sem hafa verið handteknir fyrir það eitt að nýta tjáningar-, funda- og félagafrelsið. Einnig krefjumst við þess að lögum sem skerða þessi réttindi verði breytt eða afnumin.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu