SMS

18. febrúar 2021

Banda­ríkin: Fellið niður ákærur á hendur blaða­konu

Í lok maí 2020 handtók lögreglan í Iowa blaða­konuna Andreu Sahouri í mótmælum Black Lives Matter-hreyf­ing­ar­innar þar sem hún var við störf  fjalla um mótmælin. Lögregla spreyjaði piparúða á hana þrátt fyrir að hún hafði ítrekað sagst vera blaða­konaRétt­ar­höld eiga að byrja í mars. 

Samkvæmt nýút­kom­inni skýrslu frá samtökum frjálsrar fjöl­miðl­unar voru 117 blaða­menn hand­teknir við störf í Banda­ríkj­unum árið 2020. Andrea er ein af að minnsta kosti 16 blaða­mönnum sem eiga enn yfir höfði sér ákærur. Fjallað var um mál Andreu í skýrslu Amnesty í ágúst 2020 þar sem greint var frá því hvernig lögreglan hefur framið stór­felld mann­rétt­inda­brot gegn mótmæl­endum, fjöl­miðla­fólki og fleirum í tengslum við Black lives matter-mótmæli sem hefur til að mynda leitt saklausa einstak­linga til dauða.  

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Skráð voru 125 tilvik um lögreglu­of­beldi gegn mótmæl­endum í 40 fylkjum Banda­ríkj­anna frá 26. maí – 5. júní 2020 þar á meðal vegnbarsmíða og misbeit­ingu tára­gass, piparúða og gúmmíkúla. 

Þessi brot lögregl­unnar gagn­vart frið­sömum mótmæl­endum voru alls ekki nauð­synleg og vægast sagt svívirðileg þar sem það var einmitt verið að mótmæla lögreglu­of­beldi. 

Banda­rísk stjórn­völd eru samkvæmt stjórn­ar­skrá og alþjóða­lögum skyldug til að tryggja réttinn til að koma frið­sam­lega saman. 

Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum verða að rann­saka árás­irnar, sækja þá til saka sem eru ábyrgir og greiða skaða­bætur til fórn­ar­lamba þessara árása. 

SMS-félagar krefjast þess að allar ákærur á hendur Andreu verði látnar falla niður.  

Lestu einnig