Skýrslur

9. júní 2025

Banda­ríkin: Hrika­legar afleið­ingar eftir niður­skurð á erlendri aðstoð

Ríkis­stjórn Trump skar snögg­lega niður erlenda aðstoð Banda­ríkj­anna. Amnesty Internati­onal rann­sakaði áhrif þessa niður­skurðar á verkefnum víðs vegar um heiminn sem miða meðal annars að því að veita nauð­synlega heil­brigð­is­þjónustu, tryggja fæðu­ör­yggi, athvarf, heil­brigðisþjón­ustu og mannúðaraðstoð til fólks í viðkvæmri stöðu. Frá þessu er greint í nýlegri skýrslu Amnesty Internati­onal, Lives at risk 

Niður­skurð­urinn er tilkominn vegna forseta­til­skip­unar um endurmat og endur­skipu­lagn­ingu á erlendri aðstoð frá Banda­ríkj­unum sem Donald Trump Banda­ríkja­for­seti skrifaði undir 20. janúar 2025 auk annarra tilskipana sem beindust að ákveðnum hópum og verk­efnum.  

Niður­skurð­urinn hefur valdið skaða á heimsvísu á tveimur sviðum. Skorið hefur verið niður eða lokað fyrir verk­efni sem tryggja heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir jaðar­setta einstak­linga annars vegar og hins vegar verk­efni sem styðja við farand­fólk og fólk í leit að öryggi um heim allan.  

Réttinum til lífs og heilsu er ógnað

Banda­rísk stjórn­völd hafa gegnt lykil­hlut­verki í að fjár­magna verk­efni sem tengjast heilsu á heimsvísu, með því að styrkja meðal annars verk­efni tengd forvörnum gegn HIV, bólu­setn­ingum, mæðra­heilsu og mann­úð­ar­að­stoð.  

Frá því að Trump forseti dró skyndi­lega úr erlendri aðstoð hefur eftir­far­andi verk­efnum verið lokað tíma­bundið eða alfarið: 

Gvatemala: Niður­skurður hefur valdið truflun á verk­efnum sem styðja við þolendur kynferð­isof­beldis, þar á meðal að tryggja þung­uðum stúlkum sem var nauðgað næringu og veita þolendum ofbeldis stuðning til að byggja upp líf sitt með því að veita þeim lækn­is­þjón­ustu ásamt sálrænum og laga­legum stuðn­ingi. Niður­skurð­urinn hefur einnig haft áhrif á verk­efni tengd forvörnum og meðferð við HIV.  

Haítí: Niður­skurður á HIV-verk­efnum hefur leitt til þess að konur, stúlkur og hinsegin fólk hafa skertari aðgang að forvörnum og meðferð. 

Suður-Afríka: Eitt hæsta hlut­fall HIV-smit­aðra er í landinu en stöðvað hefur verið fjár­magn til verk­efna sem stuðla að forvörnum gegn HIV og verk­efna sem styðja við munað­ar­laus börn og börn í viðkvæmri stöðu, þar á meðal þolendur nauðgana, sem veldur því að fólk er án þjón­ustu. 

Sýrland: Lokað var á grunn­þjón­ustu í varð­halds­búð­unum Al-Hol þar sem 36 þúsund einstak­lingar, í flestum tilfellum börn, hafa verið hand­teknir að geðþótta um óákveðinn tíma vegna þess að þeir eru taldir tengjast vopnaða hópnum Íslamska ríkið. Draga hefur þurft úr þjón­ustu sjúkra­bíla og heilsu­gæslu­stöðva á svæðinu.  

Jemen: Lífs­nauð­syn­legri þjón­ustu hefur verið hætt, þar á meðal meðferðum fyrir vannærð börn, þung­aðar konur og mæður með barn á brjósti, veit­ingu öruggs skjóls fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir börn sem þjást vegna kóleru og annarra sjúk­dóma.  

Suður-Súdan: Lokað hefur verið fyrir verk­efni sem veittu víðtæka heil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal endur­hæf­ingu fyrir þolendur vopn­aðra átaka, meðferð­ar­þjón­ustu fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, sálrænan stuðning fyrir þolendur nauðgana og næringu fyrir börn í neyð. 

Fólk í leit að öryggi án stuðnings um heim allan

Niður­skurður til athvarfa og hópa sem veita grunn­þjón­ustu fyrir flóttaog farand­fólk, vega­laust fólk í eigin landi og alþjóð­lega umsækj­endur um vernd, þá sérstak­lega sem voru í hættu­legum og erfiðum aðstæðum. Áhrif þess eru víðtæk og hrikaleg 

Afgan­istan: 12 af 23 svæð­ismið­stöðvum hefur verið lokað sem þjón­ustuðu um það bil 120 þúsund Afgana sem hafa snúið aftur til síns heima eða eru vega­lausir í eigin landi. Miðstöðv­arnar veittu húsnæði, matarað­stoð, laga­lega aðstoð og tilvísun til heil­brigð­is­starfs­fólks. Hjálp­ar­samtök sem gegna lykil­hlut­verki í Afgan­istan hafa hætt við verk­efni tengd heilsu og vatni, sem hefur hlut­falls­lega mest áhrif á konur og stúlkur.  

Kosta Ríka: Samtök sem aðstoðuðu umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og farand­fólk, margir frá nágranna­landinu Níkaragva, hafa neyðst til að minnka við sig eða loka fyrir verk­efni sem tengjast fæðu, athvarfi og sálrænum stuðn­ingi. Þessi niður­skurður á sér stað á sama tíma og Kosta Ríka tekur á móti enn fleira fólki í leit að öryggi eftir að því var

Landa­mæri Haítí og Dómin­íska lýðveld­isins: Þjón­ustu­að­ilar fyrir brott­vísaða einstak­linga hafa þegar neyðst til að draga úr aðstoð, meðal annars aðstoð tengt fæðu, athvarfi og samgöngum. Brátt mun tíma­bundin vernd fyrir Haít­íbúa í Banda­ríkj­unum renna út og því má gera ráð fyrir auknum brott­vís­unum sem mun valda auknu álagi á stuðn­ings­þjón­ustu sem er nú þegar skert.  

Mexíkó: Niður­skurður hefur leitt til stöðv­unar á verk­efnum tengdum fæðu, athvarfi og laga­legum stuðn­ingi fyrir fólk í leit að öryggi sem hafa engan stað til að fara til í kjölfar þess að ekki er lengur hægt að sækja um alþjóð­lega vernd á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó.  

Landa­mæri Mjanmar og Taílands: Verk­efni tengd heilsu- og mannúð sem veita vega­lausu fólki og flótta­fólki stuðning og voru styrkt af Banda­ríkj­unum hafa hætt eða dregið úr umsvifum þeirra. Heilsu­gæslu í búðum við landa­mærin í Taílandi var skyndi­lega lokað eftir skipun um að leggja niður störf sem að sögn leiddi til dauðs­falla.  

Einhliða ákvörðun

Þessi ákvörðun var tekin einhliða af stjórn­völdum undir stjórn Trump án þess að fara í gegnum Banda­ríkja­þing eins og banda­rísk lög gera ráð fyrir.  

Þetta gerist á sama tíma og Banda­ríkin hafa dregið aðild sína að alþjóð­legum stofn­unum til baka, þar á París­arsátt­mál­anum, Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni og mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna ásamt því að endur­meta aðild sína að Mennta-, vísinda- og menn­ing­ar­mála­stofnun Sameinuðu þjóð­anna (UNESCO) og Palestínuflótta­manna­að­stoð Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA). 

Tilmæli Amnesty International

Amnesty Internati­onal hvetur ríkis­stjórn Trumps að hefja á ný erlenda aðstoð til stuðn­ings verk­efnum þar sem niður­skurð­urinn hefur valdið skaða á mann­rétt­indum og tryggja að aðstoð sé veitt í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög. 

Kallað er eftir því að Banda­ríkja­þing haldi áfram að fjár­magna erlenda aðstoð. 

Ríkis­stjórn Trumps og Banda­ríkja­þing verða að vinna saman til að tryggja að breyt­ingar á erlendri aðstoð séu gerðar með gagn­sæjum hætti og í samráði við alla aðila sem koma að aðstoð­inni og njóta hennar og sjá til þess að breyt­ing­arnar séu í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög og -staðla, þar á meðal að hugað sé að megin­reglum um lögmæti, nauðsyn og bann gegn mismunun.   

Öll ríki sem hafa burði til verða að uppfylla þær kröfur samkvæmt ályktun 2626 sem samþykkt var á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna um að veita 0,7% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu í erlenda aðstoð án mismunar.

 

Þau lönd sem geta veitt umfram­framlög verða eftir bestu getu að bæta upp það fjár­magn sem vantar upp á eftir að Banda­ríkin hættu skyndi­lega að fjár­magna erlenda aðstoð. 

Erlend aðstoð er um 1 % af fjár­lögum Banda­ríkj­anna og þeim ber alþjóðleg skylda til að veita stuðning til að hjálpa þeim verst settu í heim­inum. Banda­ríkin eru eitt ríkasta land í heimi og á sér langa sögu að veita miklar fjár­hæðir í erlenda aðstoð. Greining Amnesty Internati­onal sýnir glögg­lega að það er grimmi­legt að draga sig frá alþjóð­legri samvinnu með þessum hætti og setur líf og rétt­indi milljóna einstak­linga í hættu, sérstak­lega kvenna og stúlkna í Afgan­istan, flótta­fólks á landa­mærum Taílands og Mjanmar, barna sem eru þolendur kynferð­isof­beldis í Haítí og annarra jaðar­settra hópa í erfiðri stöðu.  

Banda­rísk stjórn­völd geta og verða að gera betur. 

Lestu einnig