Fréttir

14. júlí 2025

Banda­ríkin: Skamm­ar­legar refsi­að­gerðir gegn sérstökum skýrslu­gjafa

Marco Rubio utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna tilkynnti á dögunum refsi­að­gerðir gegn Frans­escu Albanese sérstökum skýrslu­gjafa Sameinuðu þjóð­anna. Þessar refsi­að­gerðir voru tilkynntar aðeins nokkrum dögum eftir að hún gaf út nýja skýrslu þar sem greint var frá því hvernig fyrir­tæki hafa hagnast á ólög­mætu hernámi Palestínu, grimmi­legri aðskiln­að­ar­stefnu og hópmorði Ísraels á Gaza.

Þetta er það nýjasta í stefnu ríkis­stjórnar Trumps sem leitast eftir að ógna og þagga niður í þeim sem þora að tjá sig um mann­rétt­indi Palestínubúa.  

„Þetta eru ósvífnar og augljósar árásir á grund­vall­ar­reglur alþjóð­lega rétt­ar­kerf­isins. Sérstakir skýrslu­gjafar eru ekki skip­aðir til að þóknast ríkis­stjórnum eða afla sér vinsælda heldur til að sinna sínu umboði. Umboð Franscescu Albanese er að tala máli mann­rétt­inda og alþjóða­laga, sem er nauð­syn­legt á tímum þegar líf Palestínubúa á Gaza er í húfi.“ 

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Ríki verða að beita þrýst­ingi á banda­rísk stjórn­völd að draga þessar skamm­ar­legu refsi­að­gerðir til baka. Sameinuðu þjóð­irnar verða einnig að styðja Franscescu Albanese þar sem hún er sjálf­stæður sérfræð­ingur sem var skipuð af mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna. 

„Ríkis­stjórnir heims og allir aðilar sem trúa á reglu­kerfi og alþjóða­kerfi verða að gera allt sem þau geta til að draga úr og hindra þær afleið­ingar sem refsi­að­gerðir gegn Franscescu Albanese munu hafa og almennt séð vernda starf og sjálf­stæði sérstakra skýrslu­gjafa.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig