SMS

18. ágúst 2021

Banda­ríkin: Vernda þarf mann­rétt­indi í Afgan­istan

Þann 15. ágúst 2021 skrifuðu Amnesty Internati­onal og mann­rétt­inda­sam­tökin Freedom House bréf til Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, þar sem farið var fram á að Hvíta húsið verndi mann­rétt­indi í Afgan­istan í kjölfar yfir­töku Talíbana í Kabúl.

„Við erum ótta­slegin að sjá varn­ar­lausa Afgana, þar á meðal baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinna sem berjast fyrir kven­rétt­indum, fjöl­miðla­fólk og einstak­linga sem hafa unnið með erlendum stjórn­völdum, fasta í landinu og eiga í hættu á árásum frá Talíbönum, með litla mögu­leika á að komast í burtu.“ Aðgerðir stjórnar Bidens til að tryggja flutning þessa fólks úr landi eru ófull­nægj­andi. Hvíta húsið verður að gera meira.

Við krefj­umst þess að Banda­ríkin: 

  • Tryggi hraðan brott­flutning fólks sem á í hættu að verða fyrir árásum og fara fram á flutning til Banda­ríkj­anna eða annarra landa. 
  • Noti allar diplóma­tískar leiðir til að þrýsta á nágranna­lönd Afgan­istan að opna landa­mæri sín og hleypa flótta­fólki inn. 
  • Vinni með Sameinuðu þjóð­unum til að byggja upp innviði fyrir mann­úð­ar­að­stoð. 
  • Þrýsti á að hlut­laus og óháð rann­sókn á mann­rétt­inda­brotum í landinu verð gerð til að tryggja ábyrgð­ar­skyldu.

 

Aðgerða­leysi kostar mannslíf! 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

 

Lestu einnig