Fréttir

26. janúar 2017

Banda­ríkin:Við munum berjast gegn tilraunum Trumps til að loka landa­mær­unum

Þann 25. janúar gaf Donald Trump, nýkjörinn forseti Banda­ríkj­anna, út nokkrar tilskip­anir sem tengjast málefnum innflytj­enda. Þeirra á meðal er tilskipun um að reistur verður múr við landa­mæri Mexíkó, tilskipun um fleiri varð­halds­stöðvar og að svipta vernd­ar­borgir ríkis­styrkjum.
„Við munum berjast gegn þessari hættu­legu þróun með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Margaret Huang fram­kvæmda­stjóri banda­rísku deildar Amnesty Internati­onal. „Þessi múr felur í sér yfir­lýs­ingu um að útiloka og óttast beri þá sem ekki búa í Banda­ríkj­unum, sérstak­lega fólk frá Suður-Ameríku – og það er hrein­lega rangt.“
„Félagar okkar og stuðn­ings­að­ilar munu krefjast þess að banda­ríska þingið verndi fólk sem leitar hælis, einnig þá einstak­linga sem flýja ofbeldi í Suður-Ameríku. Við munum ekki eftir­láta Donald Trump að búa til flótta­manna­búðir við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexíkó eins og þær sem við sjáum í Grikklandi, Ástr­alíu og öðrum löndum.“
Með því að gera borgir að vernd­ar­borgum hefur verið unnt að vernda mann­rétt­indi fólks að hluta til með því að tryggja að viðeig­andi yfir­völd hafi getu til að sinna verk­efnum sínum. Lögregla á hverjum stað ætti að vinna með samfé­laginu að eflingu öryggis borg­ar­anna en ekki starfa sem full­trúar landa­mæra­vörslu landsins.“
Herferð Amnesty Internatonal,Velkomin, gengur út á að vernda rétt­indi flótta­manna og hælis­leit­enda með því að skrá­setja mann­rétt­inda­brot og þrýsta á stjórn­völd að taka sann­gjarnan þátt í lausn flótta­manna­vandans. Amnesty Internati­onal vill verja verk­efni tengd endur­bú­setu flótta­manna og vernd hælis­leit­enda við landa­mæri Banda­ríkj­anna í suðri. Slík vernd felst meðal annars í því að berjast gegn varð­haldsvist á börnum og konum sem leita hælis og annars konar aðgerðum sem grafa undan aðgengi að vernd.
Donald Trump hefur að sögn einnig í hyggju að gefa út tilskip­anir í tengslum við takmark­anir á komu flótta­fólks frá múslimaríkjum. Amnesty Internati­onal mun halda áfram að fylgjast með gangi mála og bregðast við ef þörf krefur.

Lestu einnig