SMS

18. mars 2021

Bangla­dess: Teiknari pynd­aður og rithöf­undur deyr í fang­elsi

Teikn­arinn Ahmed Kabir Kishore og rithöf­und­urinn Mushtaq Ahmed voru færðir í varðhald í maí 2020, annars vegar fyrir að birta skopmyndir á Face­book og hins vegar fyrir gagnrýni á viðbrögð stjórn­valda í Bangladess við Covid-19. Mushtaq var neitað um lausn gegn trygg­ingu sex sinnum og lést í fang­elsi 25. febrúar 2021. Ahmed á yfir höfði sér 10 ára fang­els­isdóm einungis fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt.  

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Ahmed hlaut áverka í kjölfar pynd­inga. Hann er með sykur­sýki og þarfnast insúlíns en hann var með of háan blóð­sykur í varð­haldi. Honum blæddi í hægra eyra sem olli því að hann hefur misst heyrn. Að auki hefur hann upplifað mikinn sárs­auka í fæti. 

Mótmæli brutust út í Dhaka eftir dauða Mushtaq þar sem mótmæl­endur kröfðust rétt­lætis fyrir Mushtaq og lausnar AhmedAhmed var leystur úr haldi gegn trygg­ingu viku eftir að Mushtaq lést. Ahmed greindi frá því að Mushtaq hefði líklega verið pynd­aður af örygg­is­vörðum ríkisins þegar þeir voru fluttir í RAB-3 stöðina í Khil­gaon í DhakaTals­menn ríkisins hafa neitað fyrir þetta. 

 

Sameinuðu þjóð­irnar hafa kallað eftir sjálf­stæðri og gagnsærri rann­sókn á dauða Mushtaq í varð­haldi  

SMS-félagar krefjast þess að allar kærur á hendur Ahmed Kabir Kishore verði látnar falla niður tafar­laust og að andlát Mushtaq Ahmed í fang­elsi verði rann­sakað.  

Lestu einnig