SMS

13. febrúar 2020

Benín: Blaða­maður dæmdur fyrir tíst

Þann 24. desember var rann­sókn­ar­blaða­mað­urinn Ignace Sossou dæmdur í 18 mánaða fang­elsi og til að greiða sekt fyrir „áreitni á netinu“ í Benín fyrir tíst á Twitter með tilvitnun í ummæli ríkis­sak­sóknara. Ríkis­sak­sókn­arinn heldur því fram að ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi og lagði fram kvörtun vegna ummæla Ignace Sossou til dómstóla í Benín. Ignace Sossou er í haldi að geðþótta. Leysa þarf hann úr haldi umsvifa­laust án skil­yrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Ignace Sossou greindi frá því í tístinu að ríkis­sak­sóknari hefði sagt ný lög um netör­yggi og stafræn samskipti og miðlun í Benín vera mögu­legt „vopn“ til að nota gegn blaða­mönnum ásamt því að gagn­rýna ákvörðun stjórn­valda um að loka fyrir netið þegar kosn­ingar stóðu yfir í apríl 2019 þar í landi.

Þann 20. desember 2019 var Ignace Sossou hand­tekinn án tilskip­unar. Einnig var leitað á heimili hans þegar hann var ekki viðstaddur og sími hans rann­sak­aður.

Fjórum dögum síðar viður­kenndi Ignace Sossou fyrir dómi að hafa skrifað tístin en ekki að hafa áreitt ríkis­sak­sókn­arann. Hann var dæmdur í 18 mánaða fang­elsi og skipað að greiða sekt upp á 200,000 FCFA (um 40.000 ISK). Hann situr nú í fang­elsi og bíður eftir að áfrýjun hans verði tekin til meðferðar.

Amnesty Internati­onal telur Ignace Sossou samviskufanga þar sem brotið hefur verið á rétti hans til tján­ing­ar­frelsis. Amnesty Internati­onal hefur áhyggjur af og óhóf­legri skerð­ingu tján­ing­ar­frels­isins í Benín.

Í Benín hafa a.m.k. 17 blaða­menn, blogg­arar og póli­tískir aðgerða­sinnar verið sakfelldir frá apríl 2018 þegar lög um netör­yggi og stafræn samskipti og miðlun tóku gildi og skerða tján­ingar- og fjöl­miðla­frelsi í landinu.

SMS-félagar krefjast þess að Ignace Sossou verði umsvifa­laust leystur úr haldi án skil­yrða og að ný lög um netör­yggi og stafræn samskipti og miðlun verði breytt í samræmi við alþjóðalög um tján­ing­ar­frelsi.

Lestu einnig