Fréttir

15. febrúar 2024

Bret­land/Banda­ríkin: Fjöl­miðla­frelsi í hættu á heimsvísu verði Julian Assange fram­seldur

Hæstiréttur Bret­lands hefur stað­fest tveggja daga fyrir­töku í máli Julian Assange, dagana 20.-21. febrúar, til að ákvarða hvort að Julian Assange fái fleiri tæki­færi til að fara með mál sitt fyrir dómstóla í Bretlandi. Verði ákvörð­unin sú að hann hafi full­nýtt rétt sinn til áfrýj­unar vegna fyrir­hugaðs framsals til Banda­ríkj­anna er aðeins tvennt í stöð­unni. Framsals­ferlið til Banda­ríkj­anna mun hefjast eða Julian Assange leiti til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu.

Amnesty Internati­onal ítrekar áhyggjur sínar af þeim alvar­legu mann­rétt­inda­brotum sem Julian Assange stendur frammi fyrir verði hann fram­seldur til Banda­ríkj­anna og varar við hroll­vekj­andi og djúp­stæðum áhrifum þess á fjöl­miðla­frelsi á heimsvísu.

 

Aðvörun fyrir fjölmiðla

Fái Julian Assange ekki heimild til að áfrýja á hann á hættu að verða fram­seldur til Banda­ríkj­anna og sóttur til saka á grund­velli njósna­laga frá árinu 1917, lög frá stríðs­árum sem var aldrei ætlað að beina sjónum að lögmætum störfum útgef­anda og fjöl­miðla­fólks. Julian Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fang­els­isdóm. Vægari ákærur á hendur honum eins og  tölvu­svik fela í sér allt að fimm ára dóm.

„Verði Julian Assange sendur til Banda­ríkj­anna og sóttur til saka verður einnig réttað yfir fjöl­miðla­frelsi á heimsvísu. Assange mun sjálfur þjást vegna þessara ákæra sem eru af póli­tískum rótum runnar og er aðvörun fyrir fjöl­miðla­sam­fé­lagið í heim­inum um að það sé ekki öruggt. Á sama tíma er grafið undan rétti almenn­ings til að fá upplýs­ingar um aðgerðir stjórn­valda sem varða almenning.“

Julia Hall, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal á sviði hryðju­verka­varna og refsi­við­ur­laga.

 

Banda­ríkin verða að fella niður ákærur á hendur Assange um njósnir og binda enda á varð­hald hans að geðþótta í Bretlandi.

Hætta er á að Assange verði settur í langvar­andi einangr­un­ar­vist í hámarks­ör­ygg­is­fang­elsi. Banda­ríkin hafi gefið Bretlandi diplóma­tískt loforð um að öryggi hans verði tryggt í fang­elsi en því fylgir fjöl­mörg skil­yrði svo að loforðið telst varla áreið­an­legt.

„Banda­ríkin hafa hrein­lega ekki tök á því að tryggja öryggi hans og velferð þar sem þau hafa ekki getað tryggt það fyrir þá hundruð þúsunda einstak­linga sem nú eru í fang­elsi í Banda­ríkj­unum.“

Julia Hall, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal á sviði hryðju­verka­varna og refsi­við­ur­laga.

Ógn við fjölmiðlafrelsi

Verði Julian Assange fram­seldur setur það hættu­legt fordæmi. Banda­rísk stjórn­völd geta herjað á útgef­endur og fjöl­miðla­fólk um heim allan með framsali. Önnur lönd geta fylgt fordæmi Banda­ríkj­anna og gert slíkt hið sama.

„Skjöl sem Julian Assange fékk í hend­urnar frá heim­ild­ar­fólki og birti sem hluti af starfi sínu hjá Wiki­leaks líkist rann­sókn­ar­frétta­mennsku. Rann­sókn­ar­frétta­mennska felur í sér þau atriði sem eru útlistuð í ákæru­skjali: Tala við heim­ild­ar­mann­eskju í trúnaði, leitast eftir útskýr­ingum eða frekari upplýs­ingum og að taka á móti og dreifa opin­berum gögnum og í sumum tilfellum trún­að­ar­gögnum.“

Julia Hall, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal á sviði hryðju­verka­varna og refsi­við­ur­laga.

Fréttamiðlar og fjöl­miðlar birta oft, í fullum rétti, trún­að­ar­gögn til að upplýsa um mál sem eru einkar mikilvæg fyrir almenning. Birting upplýs­inga í almanna­þágu er grunn­urinn að fjöl­miðla­frelsi og á ekki að vera refsi­verð. Þessi réttur er vernd­aður í alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum.

„Tilraun Banda­ríkj­anna til að ógna og þagga niður í rann­sókn­ar­fjöl­miðla­fólki fyrir að afhjúpa misferli stjórn­valda, til að mynda stríðs­glæpi og önnur brot á alþjóða­lögum, verður að stöðva.“

Julia Hall, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal á sviði hryðju­verka­varna og refsi­við­ur­laga.

Heim­ild­ar­fólk, eins og lögmætir uppljóstr­arar, sem láta í té upplýs­ingar til fjöl­miðla­fólks um misgjörðir stjórn­valda verða að geta deilt upplýs­ingum í almanna­þágu. Verði Julian Assange sóttur til saka fyrir lögmæta birt­ingu í störfum sínum dregur það úr fólki að gera slíkt.

„Þetta er prófraun fyrir banda­rísk og bresk stjórn­völd um skuld­bind­ingu þeirra á megin­reglum fjöl­miðla­frelsis sem er undir­staða tján­ing­ar­frelsis og upplýs­inga­réttar almenn­ings. “

Julia Hall, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal á sviði hryðju­verka­varna og refsi­við­ur­laga.

 

 

Lestu einnig