Fréttir

13. nóvember 2025

COP30: Fólk í fyrir­rúmi en ekki hagn­aður og völd

  • Baráttu­fólk gegn lofts­lags­breyt­ingum frá Bras­ilíu, Ekvador, Paragvæ og Perú eru þátt­tak­endur Amnesty á COP30 en þessi lönd eru ein þau hættu­leg­ustu fyrir fólk að  berjast fyrir lofts­lags­breyt­ingum og umhverf­is­vernd. 
  • Amnesty Internati­onal kallar á stjórn­völd að feta ekki í fótspor Trumps Banda­ríkja­for­seta í að afneita lofts­lags­vánni og sýna þess í stað raun­veru­lega forystu í þágu lofts­lags­mála. 

 

Nú þegar COP30, árleg lofts­lags­ráð­stefna Sameinuðu þjóð­anna, stendur yfir í Belém í Bras­ilíu kallar Amnesty Internati­onal eftir því að leið­togar á COP30 hafi fólk í fyrir­rúmi í öllum samn­inga­við­ræðum í stað hagnaðar og valdsÞeir verða að skuld­binda sig til að grípa til nauð­syn­legra aðgerða í þágu lofts­lags­mála með því að draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis af fullum þunga á rétt­látan hátt og tryggja réttlát orku­skipti með sjálf­bærri orku fyrir alla á öllum sviðum.  

 

 

Forysta á COP30

Þrítug­asta lofts­lags­ráð­stefnan, COP30, er haldin í Bras­ilíu dagana 10.-21. nóvember 2025. Rúmlega 190 aðilar að París­arsátt­mál­anum eru saman­komnir til að ræða hvernig takast á við lofts­lags­vána.

Í hópi Amnesty Internati­onal þetta ár er baráttu­fólk sem berst fyrir umhverf­is­vernd frá þeim löndum þar sem einna hættu­legast er að eiga í slíkri baráttu: Bras­ilíu, Ekvador, Paragvæ og Perú. Þeirra á meðal eru baráttustúlkur fyrir Amazon-skóg­inum sem Íslands­deildin hefur stutt. Vegna ofsókna fyrir mann­rétt­inda­bar­áttu gat margt baráttu­fólk ekki mætt á COP30

Amnesty Internati­onal hvetur ríkis­stjórnir til að fara ekki sömu leið og ríkis­stjórn Trumps sem afneitar hrað­versn­andi lofts­lags­vanda og sýna þess í stað sanna forystu í lofts­lags­málum. Streitast þarf gegn tilraunum til að draga úr fjárfram­lögum fyrir endur­nýj­anlega orku og spyrna á móti kúgun­ar­til­burðum Banda­ríkj­anna og annarra ríkja um að veikja stefnur og reglu­gerðir sem er ætlað að vinna gegn loftslags­breyt­ingum. 

 

 

„COP30 í Bras­ilíu er tæki­færi fyrir andspyrnu gegn þeim sem vilja draga til baka þær skuld­bind­ingar og framtak til að halda hlýnun jarðar undir 1,5°c. Sú stað­reynd að kolt­ví­sýr­ingur í andrúms­loftinu hafi slegið met á síðasta ári ætti að hringja viðvör­un­ar­bjöllum hjá heims­leið­togum á COP30.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal 

Kröfur Amnesty International fyrir COP30

1. Skýr áætlun og tíma­lína um hvernig draga eigi úr notkun jarð­efna­eldsneytis. 

  • Standa skal í skilum við þau lágu fjár­framlög sem samþykkt voru á COP29 að upphæð 300 millj­arðar Banda­ríkja­dollara.  
  • Auka þarf opin­bert styrktar­fjármagn. 
  • Áætl­unin þarf að tryggja að alþjóð­legar fjár­fest­ingar fari í þau verk­efni sem raun­veru­lega takast á við lofts­lags­breyt­ingar.  
  • Fjár­fest­ingum skal ekki beina í áhættu­sama og ósannaða tækni sem miðar að því að taka kolefni úr andrúms­loftinu eða lofts­lags­verk­fræði sem miðar að því að draga úr sólar­ljósi eða binda kolefni í sjó þar sem slík tækni gæti skaðað mann­rétt­indi og seinkað því að dregið verði úr jarð­efna­eldsneyti eins og nauð­syn­legt er.  

2. Lofts­lags­sjóður vegna tjóns og eyði­legg­ingar  

  • Hvetja þarf ríku löndin með mikla kolefn­is­losun, sérstak­lega þau sem bera mestu sögu­legu ábyrgðina á lofts­lags­breyt­ingum, til að leggja fram ný aukaframlög í sjóð sem bregðast á við tjóni og eyði­legg­ingu í samræmi við þörf.  
  • Stjórn sjóðsins verður að sinna störfum sínum af gagnsæi og af ábyrgð til að tryggja að sjóð­urinn renni beint til samfé­laga sem verða fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga og hindra áhrif frá einka­geir­anum.  

Lestu einnig