Fréttir
13. nóvember 2025
Nú þegar COP30, árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, stendur yfir í Belém í Brasilíu kallar Amnesty International eftir því að leiðtogar á COP30 hafi fólk í fyrirrúmi í öllum samningaviðræðum í stað hagnaðar og valds. Þeir verða að skuldbinda sig til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þágu loftslagsmála með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis af fullum þunga á réttlátan hátt og tryggja réttlát orkuskipti með sjálfbærri orku fyrir alla á öllum sviðum.
Forysta á COP30
Þrítugasta loftslagsráðstefnan, COP30, er haldin í Brasilíu dagana 10.-21. nóvember 2025. Rúmlega 190 aðilar að Parísarsáttmálanum eru samankomnir til að ræða hvernig takast á við loftslagsvána.
Í hópi Amnesty International þetta árið er baráttufólk sem berst fyrir umhverfisvernd frá þeim löndum þar sem einna hættulegast er að eiga í slíkri baráttu: Brasilíu, Ekvador, Paragvæ og Perú. Þeirra á meðal eru baráttustúlkur fyrir Amazon-skóginum sem Íslandsdeildin hefur stutt. Vegna ofsókna fyrir mannréttindabaráttu gat margt baráttufólk ekki mætt á COP30.
Amnesty International hvetur ríkisstjórnir til að fara ekki sömu leið og ríkisstjórn Trumps sem afneitar hraðversnandi loftslagsvanda og sýna þess í stað sanna forystu í loftslagsmálum. Streitast þarf gegn tilraunum til að draga úr fjárframlögum fyrir endurnýjanlega orku og spyrna á móti kúgunartilburðum Bandaríkjanna og annarra ríkja um að veikja stefnur og reglugerðir sem er ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum.
„COP30 í Brasilíu er tækifæri fyrir andspyrnu gegn þeim sem vilja draga til baka þær skuldbindingar og framtak til að halda hlýnun jarðar undir 1,5°c. Sú staðreynd að koltvísýringur í andrúmsloftinu hafi slegið met á síðasta ári ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá heimsleiðtogum á COP30.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International
Kröfur Amnesty International fyrir COP30
1. Skýr áætlun og tímalína um hvernig draga eigi úr notkun jarðefnaeldsneytis.
2. Loftslagssjóður vegna tjóns og eyðileggingar
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu