„Við berjumst til að vernda Amazon og framtíð okkar“
„Við erum ekki aðeins aðgerðasinnar. Við erum dætur jarðarinnar og samfélaga okkar. Við erum baráttustúlkur fyrir skóginn sem neitar að deyja. Við erum Amazon í baráttu gegn áhrifum olíuiðnaðarins sem brennir samfélög okkar og plánetu.“
Baráttustúlkur Amazon-skógarins eru hópur aðgerðasinna á aldrinum 10-20 ára. Þær berjast í þágu samfélags síns ásamt UDAPT, samtökum í þágu fólks sem hefur orðið fyrir skaða vegna olíuframleiðslu Texaco, og samvinnuhópi sem kallar sig Eliminen los Mecheros, Enciendan la Vida (Stöðvið gasbruna, tendrið líf), gegn mengun og líkamlegum skaða sem hlotist getur af völdum gasbruna. Gasbruni er notaður við olíuvinnslu og losar gríðarmikið af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum.
Með stuðningi frá UDAPT lögsóttu baráttustúlkurnar í Amazon-skóginum ekvadorska ríkið árið 2020 og þær unnu málið. Tímamótaúrskurður árið 2021 fyrirskipaði stjórnvöldum að stöðva notkun gasbruna. Þrátt fyrir það loga þessi „eldskrímsli“ enn.
Í stað þess að hugrekki stúlknanna sé fagnað mega þær þola svívirðingar og hótanir um ofbeldi. Frekar en að rannsaka hótanir gegn þeim hafa yfirvöld sagt hópnum að þeim verði aðeins veitt vernd gegn því að þær hætti baráttu sinni.
Krefstu þess að Ekvador stöðvi gasbruna og verndi baráttustúlkurnar.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Suður-Afríka
Unecebo Mboteni, þriggja ára drengur, féll ofan í kamar á leikskóla sínum þann 18. apríl 2024 í austurhluta Cape-héraðs. Degi síðar lét hann lífið. Ári síðar hefur fjölskylda hans ekki fengið svör við því hvers vegna þessi harmleikur átti sér stað. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar.
Mjanmar
Fjölmiðlun er hættuleg starfsgrein í Mjanmar. Í kjölfar þess að fellibylurinn Mocha reið yfir landið í maí 2023 ferðaðist blaðaljósmyndarinn Sai Zaw Thaike til Rakine-héraðs til að greina frá eftirköstum fellibylsins en var handtekinn. Sai Zaw var síðan dæmdur í 20 ára fangelsi af herrétti í september 2023. Hann hefur mátt þola einangrunarvist og barsmíðar af hálfu starfsfólks fangelsisins.
Kirgistan
Makhabat Tazhibek kyzy stýrði rannsóknardeild á einum helsta rannsóknarfjölmiðli í Kirgistan sem afhjúpaði meinta spillingu í æðstu embættum landsins og fjallaði um samfélagsmein eins og ójafnrétti. Hún var ákærð fyrir að „hvetja til ofbeldis gegn borgurum“ og „hvetja til óhlýðni og óeirða“ en ákærurnar voru tilhæfulausar. Samt sem áður var Makhabat dæmd í sex ára fangelsi í október 2024.
Madagaskar
Damisoa flúði ásamt fjölskyldu sinni hungursneyð í Androy-héraði í suðurhluta Madagaskar árið 2021 vegna þurrka á svæðinu. Í stað þess að eignast betra líf í Boeny í norðvesturhluta landsins eins og vonir stóðu til var þeim úthlutað bágbornum húsakosti á svæði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir endurbúsetu fólks vegna þurrka. Þar er vatn af skornum skammti og hreinlætisaðstaða slæm.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Kambódía
Baráttuhópurinn Móðir náttúra Kambódía (e. Mother Nature Cambodia) hefur barist ötullega fyrir umhverfisvernd frá árinu 2013. Allt frá árinu 2016 hafa yfirvöld ítrekað gert atlögu að hópnum með handtökum og saksóknum. Sex aðgerðasinnar hópsins voru dæmdir í sex til átta ára fangelsi í júní 2024. Einn þeirra flúði Kambódíu til að geta haldið starfi þeirra áfram en hinir fimm þurfa að þola erfiðar aðstæður í fangelsi.
Hondúras
Allt frá árinu 2015 lögðu Juan López og aðrir aðgerðasinnar frá Tocoa-héraði í norðurhluta Hondúras sig fram um að verja umhverfi sitt gegn námuvinnslu og orkuframleiðslu sem ógnuðu ám, skógum og þjóðgarði. Juan var skotinn til bana 14. september 2024 í bíl sínum á leið frá kirkju af grímuklæddum byssumanni. Meintur byssumaður og tveir grunaðir vitorðsmenn hafa verið ákærðir fyrir morð. Réttarhöldin hafa enn ekki farið fram.
Túnis
Sonia Dahmani er lögfræðingur sem hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir mannréttindum. Öryggissveitir í Túnis handtóku hana í maí 2024 fyrir að tjá sig um málefni á borð við kynþáttafordóma. Sonia var sakfelld og dæmd til fangavistar á grundvelli tilhæfulausrar ákæru um að „dreifa fölskum fréttum“. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangavist og henni er haldið fanginni við ómannúðlegar aðstæður.
Noregur
Ellinor Guttorm Utsi er samísk frumbyggjakona sem berst fyrir því að vernda ævaforna lífshætti samfélags hreindýrahirðingja í norðurhluta Noregs. Ráðgert er að reisa hundruð vindmylla á landsvæði Sama, sem ógnar beitilandi þeirra og menningu. Norsk stjórnvöld verða að virða rétt Sama til þátttöku í ákvarðanaferli sem hefur áhrif á landsvæði þeirra og lífsviðurværi.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu