Skýrslur

23. maí 2022

Dauðarefs­ingin 2021: Fjölgun aftaka í Íran og Sádi-Arabíu

Samkvæmt árlegri skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna er það mikið áhyggju­efni að dauða­dómum og aftökum hafi fjölgað árið 2021 í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. Þessi ríki héldu uppteknum hætti í kjölfar afnáms takmarkana í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn. 

  • Mesti fjöldi aftaka í Íran frá árinu 2017. 
  • Næst­minnsti fjöldi aftaka frá árinu 2010 þrátt fyrir fjölgun. 
  • Aukning á aftökum í kjölfar afnáms takmarkana vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. 
  • Vitað um 90 dauða­dóma í herrétti þar sem herlög ríkja í Mjanmar. 

Bakslag

 

Það voru a.m.k. 579 skráðar aftökur í 18 löndum árið 2021 sem er 20% aukning frá árinu 2020.  Íran átti stóran þátt í þessari aukn­ingu þar sem voru fram­kvæmdar a.m.k. 314 aftökur (voru a.m.k. 246 árið 2020) sem er hæsti fjöldi aftaka í landinu frá árinu 2017. Ein ástæða þess er aukning á aftökum tengdum vímu­efna­brotum sem  er skýrt brot á alþjóða­lögum sem banna beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar fyrir glæpi sem tengjast ekki morðum af yfir­lögðu ráði. Í Sádi-Arabíu voru fram­kvæmdar tvöfalt fleiri aftökur en árið áður og heldur þessi grimmi­lega þróun áfram í ár en 81 einstak­lingur var t.d. tekinn af lífi í Sádi-Arabíu á einum degi í mars. 

Eftir fækkun á aftökum árið 2020 var dauðarefs­ing­unni beitt á ný af fullum þunga í Íran og Sádi-Arabíu þar sem alþjóðalög voru m.a. brotin með ósvífnum hætti. Áhugi þessara landa á atvinnu­sköpun fyrir böðla virðist ekki fara dvínandi á fyrstu mánuðum ársins 2022.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.  

 

Takmark­anir í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn töfðu dóms­með­ferðir en þegar takmark­an­irnar voru smám saman afnumdar víða um heim voru a.m.k. 2.052 dauða­dómar kvaddir upp í 56 löndum. Það er næstum því 40% aukning frá árinu 2020. Mikil aukning á dauða­dómum var í Bangla­dess (181 en 113 árið áður), Indlandi (144 en 77 árið áður)og Pakistan (129 en 49 árið áður). 

Í stað þess að nýta tæki­færið í takmörk­unum árið 2020 og finna skil­virkar lausnir gegn glæpum hafa örfá ríki sýnt enn meiri áhuga á dauðarefs­ing­unni. Þar með virða þau að vettugi réttinn til lífs með grimmi­legum hætti jafnvel á tímum aðkallandi mann­rétt­indakrísu sem enn á sér stað, segir Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Þrátt fyrir bakslag er heild­ar­fjöldi skráðra aftaka árið 2021 næst­minnsti, á eftir 2020, sem Amnesty Internati­onal hefur skráð síðan 2010. 

Ríkisleynd og aukning

 

Eins og fyrri ár eru aftökur í Kína ekki inni í heildartölum ársins 2021 en Amnesty Internati­onal telur að þúsundir einstak­linga séu teknir af lífi og dæmdir til dauða þar í landi. Auk þess er talið að tölu­verður fjöldi aftaka hafi átt sér stað í Norður-Kóreu og Víetnam. Leynd og takmark­aður aðgangur að upplýs­ingum í þessum þremur löndum gerir það nær ómögu­legt að fylgjast með þessum tölum með nákvæmum hætti og í nokkrum öðrum löndum gefa tölurnar eingöngu til kynna lágmarks­fjölda aftaka. 

Í Kína, Norður-Kóreu og Víetnam hvílir enn mikil leynd yfir beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar. Það litla sem við vitum er mikið áhyggju­efni.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.  

 

Íran beitir enn dauðarefs­ing­unni fyrir vörslu á ákveðnum tegundum og magni af vímu­efnum. Fjöldi aftaka þar í landi vegna brota tengdum vímu­efnum fimm­fald­aðist á milli ára, var 132 árið 2021 en 23 árið áður. Fleiri konur voru einnig teknar af lífi. Þær voru níu árið 2020 en 14 árið 2021. Írönsk yfir­völd brutu einnig, enn og aftur, á rétt­indum barna þar sem þrír einstak­lingar voru teknir af lífi fyrir brot sem áttu sér stað þegar einstak­ling­arnir voru yngri en 18 ára en það er brot á skyldum yfir­valda samkvæmt alþjóða­lögum.  

Fjöldi aftaka milli ára jókst veru­lega í Sádi-Arabíu (úr 27 í 65), tölu­verð aukning var í Sómalíu (úr 11 í 21), Suður-Súdan (úr 2 í 9) og Jemen (úr 5 í 14). Aftökur áttu sér stað í Hvíta-Rússlandi (a.m.k. 1 ), Japan (3)  og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum (a.m.k. 1) en árið 2020 voru engar aftökur í þessum þremur löndum. 

Aukning var á dauða­dómum árið 2021 í saman­burði við 2020 í Lýðveldinu Kongó (úr 20 í 80), Egyptalandi (úr 264 í 356), Írak ( úr 27 í 91), Myanmar (úr 1 í 86 ), Víetnam (úr 54 í 119) og Jemen (úr 269 í 298). 

Dauðarefsingin sem kúgunartól stjórnvalda

 

Í nokkrum löndum árið 2021 var dauðarefs­ing­unni beitt sem kúgun­ar­tóli stjórn­valda gegn minni­hluta­hópum og mótmæl­endum. Stjórn­völd vanvirtu þar með alla varnagla og takmark­anir sem eru á dauðarefs­ing­unni samkvæmt alþjóða­lögum og alþjóð­legum stöðlum.  

Ógnvekj­andi aukning var á beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar í Mjanmar þar sem herlög ríkja. Réttað var yfir óbreyttum borg­urum í herrétti með styttri máls­með­ferð og án þess að hægt væri að áfrýja dómnum. Tæplega 90 einstak­lingar voru dæmdir til dauða að geðþótta, nokkrir í fjar­veru þeirra, að því virðist sem hluti af skipu­lagðri herferð gegn mótmæl­endum og fjöl­miðla­fólki.   

Egypsk yfir­völd héldu áfram að beita pynd­ingum og fjölda­af­tökum, oft í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda. Í Íran voru hlut­falls­lega fleiri dauða­dómar kveðnir upp gegn minni­hluta­hópum fyrir óljósar ákærur eins og „óvild gegn guði“. Af skráðum aftökum tilheyrðu 19% hinna líflátnu minni­hluta­hópnum Baluchi sem er aðeins 5% af heilda­r­í­búa­fjölda í Íran. 

Mustafa al-Darwish er eitt af fórn­ar­lömbum stór­gallaðs dóms­kerfis í Sádi-Arabíu. Hann var ungur maður úr minni­hluta­hópi sjía-múslíma sem var sakaður um þátt­töku í ofbeld­is­fullum mótmælum gegn stjórn­völdum. Hann var tekinn af lífi þann 15. júní í kjölfar gífur­legra ósann­gjarnra rétt­ar­halda sem byggðu á „játn­ingu“ vegna pynd­inga.   

 

Mótmæli gegn dauðarefs­ing­unni í Banda­ríkj­unum. ©BRENDAN SMIALOWSKI/AFP via Getty Images)

 

 

 

 

 

Jákvæð þróun á heimsvísu

 

Þrátt fyrir þessa ógnvekj­andi þróun í áður­nefndum ríkjum á árinu 2021 voru einnig til staðar jákvæð merki í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar á heimsvísu. Annað árið í röð var fjöldi ríkja sem fram­kvæmdu aftökur með lægsta móti síðan Amnesty Internati­onal hóf skrá­setn­ingu.  

Síerra Leóne samþykkti lög um afnám dauðarefs­ing­ar­innar sem þingið samþykkti einróma í júlí en lögin eiga þó eftir að taka gildi. Í desember samþykkti Kasakstan lög (tóku í gildi í janúar 2022) sem afnema dauðarefs­inguna fyrir alla glæpi. Stjórn­völd í Papúa Nýju-Gíneu hófu samráð á landsvísu um dauðarefs­inguna sem leiddi til þess að frum­varp um afnám hennar var samþykkt í janúar 2022 en lögin eiga enn eftir að taka gildi. 

Í lok ársins tilkynntu stjórn­völd í Malasíu um umbætur á lögum um dauðarefs­inguna sem á að leggja fram á þriðja ársfjórð­ungi ársins 2022. Í Mið-Afríku­lýð­veldinu og Gana hófst ferli í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar. 

 

Í Banda­ríkj­unum var Virg­inía 23. fylkið, og það fyrsta í Suður­ríkj­unum, til að afnema dauðarefs­inguna og þriðja árið í röð voru aftökur frest­aðar eða stöðv­aðar í Ohio. Ný stjórn­völd Banda­ríkj­anna stöðvuðu tíma­bundið allar aftökur á vegum alrík­isins í júlí. Aftökur í Banda­ríkj­unum á árinu 2021 hafa ekki verið færri síðan árið 1988.

Gambía, Kasakstan, Malasía, Rúss­land og Tads­ík­istan héldu áfram opin­berri stöðvun á aftökum.  

„Þau fáu ríki sem enn halda í dauðarefs­inguna hafa verið vöruð við. Heimur án aftaka af hálfu ríkja er mögu­legur. Hann er í seil­ing­ar­fjar­lægð og við höldum áfram baráttu okkar. Við hættum ekki að benda á mismunun, geðþótta­ákvarð­anir og grimmdina sem tengjast þessari refs­ingu fyrr en öll ríki eru komin úr skugg­anum. Það er löngu kominn tími á að þessi grimmi­lega, ómann­úð­lega og niður­lægj­andi refsing heyri sögunni til.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.  

Lestu einnig