Skýrslur
16. maí 2023Aftökur hafa ekki verið fleiri í fimm ár þar sem lönd sem eru þegar alræmd fyrir aftökur fóru offörum, samkvæmt nýjustu skýrslu Amnesty International um dauðarefsinguna. Samtals voru 883 einstaklingar teknir af lífi í 20 löndum árið 2022. Þetta er 53% aukning frá árinu 2021.
Aukning í Miðausturlöndum og Norður-Afríku
Þessi mikla aukning er vegna fjölgunar aftaka í Miðausturlöndum og Norður-Afríku úr 520 aftökur árið 2021 í 825 aftökur á árinu 2022. Þúsundir aftaka sem taldar eru að hafi verið framkvæmdar í Kína á síðasta ári eru þar undanskildar.
„Lönd í Miðausturlöndum og Norður-Afríku brutu alþjóðleg lög með þessari miklu fjölgun á aftökum árið 2022 og sýndu þar með grimmilega vanvirðingu gagnvart mannslífum. Fjöldi einstaklinga sem var sviptur lífi sínu snarfjölgaði á þessu svæði. Sádi-Arabía tók 81 einstakling af lífi á einum degi. Nýverið, í ískyggilegri tilraun til að binda enda á mótmæli, tók Íran fólk af lífi fyrir að nýta rétt sinn til að mótmæla.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Það vekur óhug að 90% af skráðum aftökum í heiminum, fyrir utan Kína, voru framkvæmdar í aðeins þremur löndum. Í Íran rauk fjöldi skráðra aftaka upp úr 314 árið 2021 í 576 árið 2022. Í Sádi-Arabíu þrefaldaðist fjöldinn, úr 65 árið 2021 í 196 árið 2022 en þetta er mesti fjöldi aftaka þar í landi sem Amnesty International hefur skráð. Í Egyptalandi voru 24 einstaklingar teknir af lífi.
Í nokkrum löndum er beitingu dauðarefsingarinnar haldið leyndu, þar á meðal í Kína, Norður-Kóreu og Víetnam en þetta eru lönd sem er vitað að beita dauðarefsingunni í miklum mæli. Það þýðir að á heimsvísu eru raunverulegar tölur um aftökur mun hærri. Nákvæmar tölur um fjölda aftaka í Kína eru ekki opinberar en það er ljóst að Kína framkvæmir langflestar aftökur, mun fleiri en Íran, Sádi-Arabía, Egyptaland og Bandaríkin.
Aftökur að nýju í fimm löndum
Fimm lönd framkvæmdu aftökur að nýju árið 2022: Afganistan, Kúveit, Mjanmar, Palestína og Singapúr. Einnig var aukning á aftökum í Íran (314 í 575), Sádi-Arabíu (65 í 196) og Bandaríkjunum (11 í 18). Fjöldi aftaka fyrir vímuefnabrota tvöfaldaðist á milli áranna 2021 og 2022. Aftökur fyrir vímuefnabrot eru brot á alþjóðlegum mannréttindalögum sem kveða á um að eingöngu megi taka fólk af lífi fyrir alvarlegustu glæpina sem felur í sér morð af ásettu ráði.
Aftökur fyrir vímuefnabrot voru skráðar í Kína, Sádi-Arabíu (57), Íran (255) og Singapúr (11) sem er 37% af öllum aftökum sem skráðar voru á heimsvísu af Amnesty International. Aftökur fyrir vímuefnabrot voru að öllum líkindum framkvæmdar í Víetnam en þær tölur eru þó ríkisleyndarmál.
„Það eru grimmilegt að næstum 40% allra skráðra aftaka voru fyrir vímuefnabrot. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa það í huga að oftast eru þetta einstaklingar sem hafa átt erfitt uppdráttar sem verða fyrir barðinu á þessari grimmilegu refsingu. Nú er tími til kominn að ríkisstjórnir og Sameinuðu þjóðirnar þrýsti á að stjórnvöld sem brjóta mannréttindi með þessum blygðunarlausa hætti verði látin sæta ábyrgð og tryggi varnagla í alþjóðlegum lögum.“
Á sama tíma og aftökum fjölgaði var fjöldi einstaklinga sem voru dæmdir til dauða í raun sá sami og árið áður. Örlítil fækkun úr 2.052 dauðadóma árið 2021 í 2.016 árið 2022.
Vonarglæta
Það örlar á vonarglætu þar sem sex lönd afnámu dauðarefsinguna að fullu eða hluta til. Kasakstan, Papúa Nýja-Gínea, Síerra Leóne og Mið-Afríkulýðveldið afnámu dauðarefsinguna að fullu en Miðbaugs-Gínea og Sambía afnámu hana fyrir alla glæpi að undanskildum herglæpum. Fjöldi landa sem höfðu afnumið dauðarefsinguna að fullu í desember 2022 voru þá 112 og níu lönd höfðu afnumið hana að hluta til.
„Þar sem fjölmörg lönd eru að sjá til þess að dauðarefsingin tilheyri sögubókunum er tími til kominn að önnur lönd fylgi í fótspor þeirra. Lönd á borð við Íran, Sádi-Arabíu ásamt Kína, Norður-Kóreu og Víetnam, sem beita þessum grimmilegum aðgerðum, eru nú í minnihluta. Þessi lönd verða gera breytingar í takt við tímann og virða mannréttindi með því að tryggja réttlæti eigi sér stað fremur en aftökur á fólki. “
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Jákvæð skref áttu sér stað þegar Líbería og Gana tóku skref í átt að afnámi dauðarefsingarinnar úr lögum og á sama tíma sögðust yfirvöld í Srí Lanka og Maldíveyjum að þau myndu hætta að beita dauðarefsingunni. Frumvarp um að afnema lögbundna dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi var einnig á borðinu hjá þinginu í Malasíu.
„Nú þegar 125 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem er fleiri en nokkru sinni áður, kalla eftir stöðvun á aftökum er Amnesty International vongott um að þessi grimmilega refsing geti orðið og verði aðeins hluti af sögubókum. Sorglegar tölur fyrir árið 2022 minna okkur á að það er ekki hægt að gefa baráttuna eftir. Við verðum að halda henni á lofti þar til dauðarefsingin er afnumin um allan heim.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu