SMS

12. september 2023

Egypta­land: Jemeni í hættu á brott­vísun úr landi

Abdul- Baqi Saeed Abdo, umsækj­andi um alþjóð­lega vernd frá Jemen, hefur verið í haldi að geðþótta í rúmlega 20 mánuði í Egyptalandi og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til heima­landsins þar sem líf hans er í hættu.  

Abdul-Baqi Saeed Abdo og fjöl­skylda hans neyddust til að flýja frá Jemen til Egypta­lands árið 2014 eftir að hafa sætt refsi­lausum ofbeld­is­fullum árásum í kjölfar yfir­lýs­ingar Abdul á samfé­lags­miðlum um að hafa tekið upp kristna trú.

Egypskar sérsveitir hand­tóku hann 15. desember 2021 og sætti hann þvinguðu manns­hvarfi í tvær vikur áður en saksóknari yfir­heyrði hann og fyrir­skipaði gæslu­varð­hald byggt á rann­sóknum á uppgerðum ákærum um að hafa „gengið í hryðju­verka­samtök“ og fyrir „ærumeið­ingar gegn íslamskri trú“. 

Abdul-Baqi Saeed Abdo er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið og krefjast SMS-félagar þess að hann verði tafar­laust leystur úr haldi og að brott­vísun hans stöðvuð. 

Lestu einnig