SMS

11. desember 2025

Egypta­land: Meðlimir trúar­hóps pynd­aðir

Á annan tug meðlima trúar­hópsins Ahmadi Religion of Peace and Light hafa verið hand­teknir að geðþótta síðustu 7 mánuði fyrir það eitt að nýta trú- og hugs­ana­frelsi sitt.

Samkvæmt fjöl­skyldum þeirra hafa þrír meðlimir hópsins, Hussein Mohammed Al-Tenawi, Omar Mahmoud Abdel Maguid og Hazem Saied Abdel Moatamed, verið pynd­aðir og þeim haldið við skelfi­legar aðstæður í Ramadan-fang­elsinu. Þeir eiga yfir sér höfði ákærur fyrir að „gerast meðlimur hóps sem stofn­aður er í andstöðu við stjórn­ar­skrá og lög“.

SMS-félagar krefjast þess að egypsk stjórn­völd leysi meðlimi hópsins sem hafa verið hand­teknir að geðþótta tafar­laust úr haldi án skil­yrða. Einnig er þess krafist að stjórn­völd mismuni ekki meðlimum trúar­legra minni­hluta­hópa sem aðhyllast trú sem stjórn­völd viður­kenna ekki.

Lestu einnig