SMS

23. nóvember 2022

Egypta­land: Samviskufangi í lífs­hættu

Alaa Abdel Fattah er egypskur-breskur aðgerðasinni og samviskufangi í Egyptalandi. Mohamed Baker er mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur. Þeir voru báðir hand­teknir þann 29. september 2019. Síðustu níu ár hefur Alaa Abdel Fattah eytt að mestum hluta í haldi að geðþótta vegna gagn­rýni á þarlend stjórn­völd. Nú er hann í lífs­hættu eftir 7 mánuði í hung­ur­verk­falli.

Fjöl­skylda hans vakti athygli á líkam­legu og andlegu ástandi hans eftir heim­sókn til hans 17. nóvember. Hann sagði þeim frá þolraunum sínum frá því hann hóf vatns­verk­fall 6. nóvember og lýsti því hvernig fanga­verðir fjötruðu hann og þvinguðu til að fá næringu í æð.

Alaa og Abdel Fattah og mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Mohamed Baker voru dæmdir í fimm og fjög­urra ára fang­elsi eftir óréttlát rétt­ar­höld þann 20. desember á grund­velli falskra ákæra. Þeir eru samviskufangar og skot­mark stjórn­valda.

SMS-félagar krefjast þess að þeir verði umsvifa­laust leystir úr haldi og án skil­yrða.  

Lestu einnig