SMS

9. janúar 2020

Egypta­land: Þrír blaða­menn hand­teknir af geðþótta

Þann 29. nóvember 2019 hand­tóku óein­kennisklæddir lögreglu­menn blaða­mennina Solafa Magdy, Hossam el-Sayed og Mohamed Salah á kaffi­húsi í Kaíró höfuð­borg Egypta­lands. Farsímar þeirra, tölvur og bílar voru gerð upptæk. Degi síðar voru blaða­menn­irnir úrskurð­aðir í gæslu­varð­hald vegna rann­sóknar á ákærum á hendur þem. Solafa og Mohamed eru ákærð fyrir „að ganga í hryðju­verkahóp“ og „dreif­ingu á fölskum fréttum“ á meðan Hossam er ákærður fyrir „félaga­aðild að hryðju­verka­sam­tökum“. Leyni­lög­reglu­menn hafa beitt Solafa barsmíðum fyrir að neita að veita aðgang að farsíma sínum. Saksókn­arinn fram­lengdi síðan varð­hald þeirra um 15 daga á meðan rann­sókn stæði yfir.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Amnesty Internati­onal telur að Solafa, Hossam og Mohamed séu samviskufangar í haldi einungis vegna vinnu sinnar sem blaða­menn og fyrir að verja fórn­ar­lömb mann­rétt­inda­brota.

Mynd tengist ekki frétt­inni beint: Samviskufanginn og fjöl­miðla­ljós­mynd­arinn Mahmoud Abu Zeid í rétt­ar­höldum árið 2018 í Egyptalandi.

+ Lesa meira

Lestu einnig