SMS
16. ágúst 2024Ný skýrsla Amnesty International greinir frá því hvernig Ekvador hefur brugðist skyldu sinni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að leyfa gasbruna í Amazon-skógi.
Ekvador leyfir olíuiðnaðinum að halda áfram að nota gasbruna við olíuvinnslu þrátt fyrir að dómstóll hafi árið 2021 úrskurðað í hag níu ungra baráttustúlkna og ungra kvenna um að stöðva gasbruna.
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda.
SMS-félagar krefjast þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna í samræmi við dómsúrskurð.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu