Skýrslur

9. júlí 2024

Evrópa: Árásir og takmark­anir grafa undan frið­sam­legum mótmælum

Víða í Evrópu á rétturinn til frið­sam­legra samkoma undir högg sækja þar sem ríki eru í auknum mæli fordæma, glæpa­væða og herja á frið­sama mótmæl­endur með því setja á órétt­mætar takmark­anir með refs­ingum og beita kúgandi aðferðum til kæfa niður andóf, segir í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal Under-protected and over-restricted: The state of the right to protest in 21 countries in Europe”. 

Skýrslan greinir frá rétt­inum til að mótmæla í 21 landi í Evrópu og þar kemur fram víða um heims­álfuna er beitt kúgandi löggjöf, ónauð­syn­legri eða óhóflegri vald­beitingu, geðþótta­hand­tökum og lögsóknum, órétt­mætum takmörkunum sem mismuna ásamt auknu eftir­liti sem skerðir réttinn til mótmæla. 

Rann­sókn Amnesty gefur óhugn­an­lega mynd um alla Evrópu af árásum sem beinast gegn rétt­inum til mótmæla. Um alla heims­álfuna eru yfir­völd ófrægja, hamla, fæla frá og refsa frið­sömum mótmæl­endum.“  

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal  

Valdbeiting og eftirlit

„Frið­samleg mótmæli hafa í gegnum söguna gegnt mikil­vægu hlut­verki til að tryggja marg­vísleg rétt­indi og frelsi sem við tökum nú sem sjálf­sögðum. Samt sem áður má finna víða um Evrópu kúgandi lög og stefnur ásamt beit­ingu órétt­mætra aðferða og grimmi­legrar eftir­lits­tækni sem skapa eitrað umhverfi sem ógnar frið­sam­legum mótmælum og mótmæl­endum. Slík þróun ein og sér og í einu landi fyrir sig væri áhyggju­efni út af fyrir sig en þessi mikli fjöldi dæma um alla heims­álfuna er hreint út sagt ógnvæn­legur.“ 

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal 

Skýrslan greinir frá að algengt er að lögregla beiti frið­sama mótmæl­endur óhóf­legu og ónauð­syn­legu valdi, meðal annars með beit­ingu skaða­minni vopna. Skráð hafa verið tilfelli um alvar­lega og jafnvel varan­lega áverka vegna vald­beit­ingar. Má þar nefna bein­brot og tann­brot (í Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu), handa­missir (í Frakklandi) og augnskaði og alvar­legir höfuð­á­verkar (á Spáni). 

Í sumum löndum telst vald­beit­ingin til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar. Í Belgíu, Finn­landi, Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Serbíu, Sviss og á Ítalíu beitti lögregla óhóf­legu valdi gegn börnum.  

Ríki nota þróaða eftir­lits­tækni í auknum mæli til að herja á mótmæl­endur með fjölda­eft­ir­liti og safna saman, greina og geyma upplýs­ingar. Mörg ríki hafa aukið heim­ildir á eftir­liti með löggjöf án viðeig­andi varnagla sem eykur líkur á umfangs­mik­illi misnotkun.  

Aukin notkun andlits­grein­ingar á sér stað í Evrópu. Hún er notuð í löggæslu í 11 löndum af þeim sem voru rann­sökuð og sex lönd eru með áform um slíkt. Andlits­grein­ing­ar­tækni til að bera kennsl á mótmæl­endur er handa­hófs­kennt fjölda­eft­irlit og engir varnaglar hafa verið settir á notkun hennar til að koma í veg fyrir þann skaða sem hún getur valdið.

Amnesty Internati­onal kallar eftir algjöru banni á slíkri tækni.

 

Skrímslavæðing

Skýrslan greinir frá þeirri óhugn­an­legu stefnu yfir­valda að úthrópa mótmæl­endur í þeim tilgangi að gera lítið úr þeim og mótmæl­unum. Skaðleg orðræða yfir­valda í þessu 21 landi var algeng og var mótmæl­endum ýmist lýst sem „hryðju­verka­fólki“, „glæpa­fólki“, „erlendum útsend­urum“, „anarkistum“ og „öfga­fólki“. Þessi neikvæða orðræða er notuð sem rétt­læting fyrir takmark­andi lögum.  

Orðræða hátt­setts stjórnmála­fólks þar sem mótmæl­endur eru skrímslavæddir hefur verið algeng í tengslum við mótmæli í samstöðu með palestínsku fólki. Í Bretlandi voru slík mótmæli kölluðhaturs­gönguraf innan­rík­is­ráð­herra og forsæt­is­ráð­herra kallaði þátt­tak­endur glæpalýð.

Í Slóveníu sagði þáver­andi forsæt­is­ráð­herra við mótmæl­endur árið 2021 „að fara aftur heim til sín þaðan sem þeir komu“ og árið 2023 hvöttu yfir­völd fylgj­endur sína á Twitter (X) að taka myndir af mótmæl­endum þar sem þeir gætu verið „hryðju­verka­fólk“. 

Í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Tyrklandi hafa lofts­lags­að­gerða­sinnar verið kall­aðir „hryðju­verka­fólk“ eða „glæpa­fólk“ og herjað hefur verið á þá með því að beita ákvæðum gegn hryðju­verkum og lögum sem beinast gegn skipu­lögðum glæpum og vernda þjóðarör­yggi.  

Löggjöf gegn mótmælum

Víðs vegar um Evrópu virða ríki að vettugi alþjóð­legar skyldur sínar til að virða, vernda og greiða leið fyrir frið­sam­legum samkomum, að fjar­lægja allar hindr­anir fyrir mótmæli og að forðast óþarfa afskipti þegar kemur að því að nýta rétt sinn til frið­sam­legrar samkomu. 

Þrátt fyrir að öll löndin sem greint er frá í skýrsl­unni hafi full­gilt helstu mann­rétt­inda­gern­inga sem vernda réttinn til frið­sam­legrar samkomu hafa mörg þeirra ekki enn innleitt ákvæðin í landslög. Einnig hafa verið sett á ný kúgandi lög, víðfeðmar takmark­anir og íþyngj­andi skil­yrði sem hafa leitt til sífellt fjand­sam­legra umhverfis fyrir mótmæli. 

Falskar ástæður á borð við „alls­herj­ar­reglu“ og „almanna­ör­yggi“ sem notaðar eru til að banna eða takmarka veru­lega samstöðufundi með palestínsku fólki um heims­álfuna á síðustu mánuðum hlíta ekki helstu megin­reglum um lögmæti, nauðsyn og hófsemi og ýta einnig undir kynþátta­for­dóma og stað­alí­myndir. Í nokkrum löndum hefur verið herjað á samstöðufundi með palestínsku fólki með því að banna ákveðin slagorð eða tákn. Slíku banni hefur oft verið fram­fylgt með vald­beit­ingu lögreglu.  

Í mörgum löndum þurfa skipu­leggj­endur að láta yfir­völd vita af fyrir­hug­uðum mótmælum og eiga yfir höfði sér sektir eða refsi­við­urlög. Reglur um tilkynn­ing­ar­skyldu eru hindrun á rétt­indum fólks og ríki beita þessum reglum oft án tilefnis og í trássi við alþjóðalög. Í fjórum löndum, Belgíu, Lúxem­borg, Svíþjóð og Sviss ber skipu­leggj­endum mótmæla að sækja um leyfi til að mótmæla.  

Misbrestur á að tilkynna um mótmæli eða sækja um leyfi hefur verið notaður sem ástæða til að kalla slík mótmæli ólögleg og ástæða þess að mótmæli séu leyst upp, að mótmæl­endur séu hand­teknir og að skipu­leggj­endur og mótmæl­endur sæti refs­ingum. 

Í sumum löndum ber skipu­leggj­endum skylda til að tryggja öryggi og skipulag á mótmæl­unum, borga fyrir almanna­þjón­ustu á borð við götu­hreins­anir og örygg­is­þjón­ustu og þurfa jafnvel að bera ábyrgð á kostnaði sem þátt­tak­endur í mótmæl­unum valda.  

Í átta löndum eru mótmæli aldrei leyfð á ákveðnum svæðum eins og í nágrenni við bygg­ingar ríkis­stofnana, þinghús og annarra opin­berra bygg­inga. Fjögur lönd banna mótmæli á ákveðnum tímum. Nokkur lönd hafa sett á takmark­anir sem tengjast ákveðnum viðfangs­efnum mótmæla þar sem þeir sem brjóta regl­urnar geta sætt sektum eða refs­ingum. 

Herjað á borgaralega óhlýðni

Borg­araleg óhlýðni í tengslum við mótmæli nýtur einnig verndar, sé hún viðhöfð með frið­sömum hætti. Hún felur í sér aðgerðir sem ætlaðar eru til að ná fram samfé­lags­legum breyt­ingum, oft með þeim hætti að lög eru brotin af ásettu ráði. 

Ríki eru í auknum mæli að kalla borg­ara­lega óhlýðni „ógn“ við alls­herj­ar­reglu og þjóðarör­yggi og bregðast við með harka­legum aðferðum. 

Má þar nefna ónauð­syn­lega tvístrun mótmæla af hálfu lögreglu, óhóf­lega beit­ingu valds, hand­tökur á grund­velli óljósra laga, harðar ákærur og refs­ingar sem fela meðal annars í sér fang­elsis­vist.

Í Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu eru ákvæði sem heimila banna fólk inn á ákveðin svæði eða banna því þátt­töku í ákveðnum aðgerðum, í sumum tilfellum jafnvel með hand­töku, til fyrir­byggja þátt­töku þess í borg­ara­legri óhlýðni. 

Hrollvekjandi áhrif og mismunun

Handa­hófs­kennt fjölda­eft­irlit, harkaleg löggæsla, íþyngj­andi kröfur og hættan á refs­ingu vekur ótta og dregur úr þátt­töku á mótmælum. 

„Fólk sem fer út á götur mætir í auknum mæli marg­vís­legum kúgandi takmörk­unum, refsi­við­ur­lögum, ríkis­of­beldi, mismunun og útbreiddu eftir­liti. Þrátt fyrir þessar árásir er fólk enn að mótmæla til að verja rétt­indi sem hafa náðst með harðri baráttu ásamt því að tryggja ný rétt­indi.“ 

Catr­inel Motoc, herferð­ar­stjóri hjá Evrópu­deild Amnesty Internati­onal.  

Þessi hroll­vekj­andi áhrif hafa hlut­falls­lega meiri áhrif á hópa fólks úr jaðar­settum hópum og minni­hluta­hópum sem nú þegar eru í aukinni hættu á að sæta ofbeldi, misrétti, kynþáttam­is­munun og annars konar mismunun af hálfu yfir­valda. Þessir hópar mæta fleiri hindr­unum í þátt­töku og þar af leið­andi eru þeir líklegri að líða fyrir takmark­anir á mótmælum og bælingu þeirra.  

Í mörgum löndum hafa hugmyndir sem yfir­völd hafa um skipu­leggj­endur, mótmæl­endur og málstað haft áhrif á hvaða takmark­anir eru settar á. 

Takmark­anir voru meðal annars settar á samstöðufundi með hópum af ýmsum kynþáttum, hinsegin fólki, alþjóð­legum umsækj­endum um vernd, farand- og flótta­fólki. Þessar takmark­anir byggjast á stað­al­myndum og sýna kerf­is­bundna fordóma.

Í Berlín, Þýskalandi, árin 2022 og 2023, voru stuðn­ing­sam­komur fyrir palestínska minn­ing­ar­daginn Nakba bann­aðar í forvarn­ar­skyni og byggði bannið á skað­legum stað­al­myndum um vænt­an­lega þátt­tak­endur sem lögreglan lýsti sem fólki með „tilhneig­ingu til ofbeldis“. Í Póllandi og Tyrklandi hefur hinsegin fólk fundið fyrir auknum takmörk­unum sem byggjast á mismunun ásamt áralangri áreitni yfir­valda.

„Í stað þess að takmarka mótmæli og refsa fólki sem heldur út á götur þurfa ríki um alla Evrópu að endur­hugsa nálgun sína. Greiða þarf leið fyrir mótmæli frekar en að þagga þau niður. Endur­bæta þarf kúgandi lög sem hafa verið samþykkt til að samræma þau alþjóð­legum mann­rétt­inda­skyldum.“  

Catr­inel Motoc, herferð­ar­stjóri hjá Evrópu­deild Amnesty Internati­onal. 

Lestu einnig