Fréttir

6. maí 2023

Evrópu­ráðið: Bakslag í jafn­rétti kynj­anna

Í tilefni af leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins sem haldinn verður í Reykjavík um miðjan maí kallar Amnesty Internati­onal eftir viðnámi við bakslagi í jafn­rétti kynj­anna. Stjórn­völd um alla Evrópu hafa í auknum mæli á síðustu árum takmarkað kven­rétt­indi og rétt­indi hinsegin fólks.  

 

Rússnesk yfirvöld beita sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks

Rúss­nesk yfir­völd hafa haldið á lofti “hefð­bundnum gildum” sem ýtt hafa undir stað­alí­myndir, kynjam­is­rétti og ótta við samkyn­hneigt fólk sem er í berhögg við úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu um slík mál. Hann hefur m.a. úrskurðað um að ekki sé hægt að rétt­læta að konum og körlum í Rússlandi sé mismunað þegar kemur að foreldra­or­lofi í hernum, ekki eigi að banna gleði­göngur hinsegin fólks og að lög sem  gera „áróður um samkyn­hneigð“ refsi­verða brjóti gegn Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu.

Stjórn­völd í Rússlandi streitast á móti því að fram­fylgja umræddum úrskurðum. Fordæmi um mismunun gegn hinsegin fólki sem Rúss­land hefur sett hefur því miður haft áhrif víðar í Evrópu þar sem svipuð löggjöf og stefnur hafa verið teknar upp.  

Í Ungverjalandi hafa stjórn­völd kynnt svipaða löggjöf og í Rússlandi sem beint er gegn hinsegin fólki. Þar hefur enn fremur verið skipu­lögð þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um löggjöfina sem frjáls félaga­samtök hafa verið sektuð fyrir að mæla gegn. 

Bakslag í kvenréttindum víða í Evrópu

Í Póllandi hafa nýlegar takmark­anir á aðgengi að þung­unarrofi einkennst af mikilli grimmd. Árið 2022 tók úrskurður stjórn­laga­dóm­stóls Póllands gildi um að aðgengiþung­unarrofi væri bann­aður við nánast allar kring­um­stæður. Frjáls félagasamtök hafa aðstoðað 44.000 einstak­linga að fá aðgang að þung­un­ar­rofi, yfir­leitt í öðru landi.

Ungverja­land tók upp nýjar reglur sem krefjast þess að fólk sem vill fara í þung­unarrof leggi fram lækna­skýrslu sem stað­festir að viðkom­andi hafi hlustað á „hjart­slátt fóst­ursins“.

Stjórn­málaöfl í Slóvakíu og á Ítalíu kynntu einnig löggjöf sem takmarka aðgang að þung­un­ar­rofi.  

Í Tyrklandi gaf forsetinn út tilskipun svo lítið bæri á um að draga Tyrk­land út úr Istan­búl­samn­ingnum. Um er að ræða samning Evrópu­ráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­isof­beldi.  

Ákall Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að leið­toga­fund­urinn beiti sér gegn því bakslagi sem á sér stað í jafn­rétti kynj­anna og rétt­indum hinsegin fólks.

Samtökin mælast til að öll aðild­ar­ríki Evrópu­ráðsins skuld­bindi sig til að stað­festa, eftir því sem við á, og fram­fylgja Istan­búl­samn­ingnum á þessum fjórða leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins. 

Þá kalla samtökin eftir því að tekið verði á úrsögn Tyrk­lands frá Istan­búl­samn­ingnum sem og andstöðu ákveð­inna aðild­ar­ríkja að fylgja megin­reglum Istan­búl­samn­ingsins.

Istan­búl­samn­ing­urinn verður að vera ein helsta skuld­binding Evrópu­ráðsins og krafa fyrir aðild að Evrópu­ráðinu.   

Lestu einnig