Fréttir
6. maí 2023Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík um miðjan maí kallar Amnesty International eftir viðnámi við bakslagi í jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld um alla Evrópu hafa í auknum mæli á síðustu árum takmarkað kvenréttindi og réttindi hinsegin fólks.
Rússnesk yfirvöld beita sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks
Rússnesk yfirvöld hafa haldið á lofti “hefðbundnum gildum” sem ýtt hafa undir staðalímyndir, kynjamisrétti og ótta við samkynhneigt fólk sem er í berhögg við úrskurði Mannréttindadómstóll Evrópu um slík mál. Hann hefur m.a. úrskurðað um að ekki sé hægt að réttlæta að konum og körlum í Rússlandi sé mismunað þegar kemur að foreldraorlofi í hernum, ekki eigi að banna gleðigöngur hinsegin fólks og að lög sem gera „áróður um samkynhneigð“ refsiverða brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Stjórnvöld í Rússlandi streitast á móti því að framfylgja umræddum úrskurðum. Fordæmi um mismunun gegn hinsegin fólki sem Rússland hefur sett hefur því miður haft áhrif víðar í Evrópu þar sem svipuð löggjöf og stefnur hafa verið teknar upp.
Í Ungverjalandi hafa stjórnvöld kynnt svipaða löggjöf og í Rússlandi sem beint er gegn hinsegin fólki. Þar hefur enn fremur verið skipulögð þjóðaratkvæðagreiðsla um löggjöfina sem frjáls félagasamtök hafa verið sektuð fyrir að mæla gegn.
Bakslag í kvenréttindum víða í Evrópu
Í Póllandi hafa nýlegar takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi einkennst af mikilli grimmd. Árið 2022 tók úrskurður stjórnlagadómstóls Póllands gildi um að aðgengi að þungunarrofi væri bannaður við nánast allar kringumstæður. Frjáls félagasamtök hafa aðstoðað 44.000 einstaklinga að fá aðgang að þungunarrofi, yfirleitt í öðru landi.
Ungverjaland tók upp nýjar reglur sem krefjast þess að fólk sem vill fara í þungunarrof leggi fram læknaskýrslu sem staðfestir að viðkomandi hafi hlustað á „hjartslátt fóstursins“.
Stjórnmálaöfl í Slóvakíu og á Ítalíu kynntu einnig löggjöf sem takmarka aðgang að þungunarrofi.
Í Tyrklandi gaf forsetinn út tilskipun svo lítið bæri á um að draga Tyrkland út úr Istanbúlsamningnum. Um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.
Ákall Amnesty International
Amnesty International kallar eftir því að leiðtogafundurinn beiti sér gegn því bakslagi sem á sér stað í jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks.
Samtökin mælast til að öll aðildarríki Evrópuráðsins skuldbindi sig til að staðfesta, eftir því sem við á, og framfylgja Istanbúlsamningnum á þessum fjórða leiðtogafundi Evrópuráðsins.
Þá kalla samtökin eftir því að tekið verði á úrsögn Tyrklands frá Istanbúlsamningnum sem og andstöðu ákveðinna aðildarríkja að fylgja meginreglum Istanbúlsamningsins.
Istanbúlsamningurinn verður að vera ein helsta skuldbinding Evrópuráðsins og krafa fyrir aðild að Evrópuráðinu.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu