Fréttir

11. maí 2023

Evrópu­ráðið: Nýjar aðgerðir til að auka áhrif ráðsins

Í tilefni af leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í næstu viku  kallar Amnesty Internati­onal eftir nýjum aðgerðum til að auka áhrif Evrópu­ráðsins. 

Lagðar hafa verið fram tillögur, m.a. af hálfu þings Evrópu­ráðsins, um að jir eftir­lits­aðilar og ferli verði sett á lagg­irnar í því skyni að efla áhrif Evrópu­ráðsins. Amnesty Internati­onal telur að Evrópu­ráðið eigi ekki að setja á fót nýja eftir­lits­aðila eða ferla án þess viðeig­andi áhrifamat hafi farið fram, annars gæti það leitt til óskil­virkra lausna sem einungis breiða yfir skort á póli­tískum vilja á meðal aðild­ar­ríkjanna. Samtökin leggja til að  bæta kerfi Evrópuráðsins og gera það virkara og áhrifa­ríkara. Máls­höfð­anir vegna brota á vissum greinum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu ættu að kalla á viðeig­andi viðbrögð  í formi alþjóð­legs fundar aðild­ar­ríkj­anna vegna andstöðu viðkom­andi ríkis við að fram­fylgja úrskurðum.   

Aðild­ar­ríki ættu að lýsa yfir vilja til samvinnu við stofn­anir Evrópu­ráðsins. Það er óvið­un­andi að sum ríki neiti samvinnu við ákveðna eftir­litsaðila og komi í veg fyrir heim­sóknir þeirra og skýrslu­gjöf. Slíkur skortur á samvinnu ætti að ávallt að vera á dagskrá funda ráðherra­nefnd­ar­innar, þar á meðal á árlegum ráðherra­fundi.   

Tilmæli til Evrópusambandsins 

Það er mikil­vægt að Evrópu­sam­bandið (ESB) samþykki Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu í samræmi við skuld­bind­ingar  Lissabon-sátt­málans. Þangað til ætti ESB að minna aðild­ar­ríki innan sambandsins á að þeim beri skylda til að fram­fylgja úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stólsins. Að sama skapi ætti ESB að kalla eftir fram­fylgd úrskurða í samskiptum við ríki sem eru ekki aðild­ar­ríki sambandsins, einkum þau sem eru í umsókn­ar­ferli um aðild.   

Evrópu­sam­bandið ætti að stað­festa Istanbúl-samn­inginn og tryggja að aðild­ar­ríki þess geri slíkt hið sama. Viðræður standa nú yfir um tilskipun um uppræt­ingu ofbeldis gegn konum og heim­il­isof­beldis sem ætti að tryggja að Istanbúl-samn­ing­urinn verði lágmarks­staðall til að fylgja.   

Tilmæli um réttinn til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis  

Amnesty fagnar tilmælum ráðherra­nefnd­ar­innar um réttinn til heilnæms umhverfis sem lögð voru fram þann 27. sept­ember 2022. Það er mikil­vægt að þessi réttur sé form­lega viður­kenndur með laga­lega bind­andi bókun í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu til að tryggja traustan og samfelldan lagalegan grunn fyrir  Mann­rétt­inda­dóm­stól Evrópu er lýtur að umhverf­is­málum. Það auðveldar innleið­ingu og fram­fylgd rétt­arins til hreins, heilnæms og sjálf­bærs umhverfis í aðild­ar­ríkjum Evrópu­ráðsins.   

Samhliða þessu ættu aðild­ar­ríki að íhuga að koma á fót nefnd um réttinn til heilnæms umhverfis í líkingu við Evrópunefnd um kynþáttam­is­rétti og umburð­ar­leysi (ECRI). Í nefnd­inni þurfa að vera óháðir sérfræð­ingar frá aðild­ar­ríkjum með umboð til að þróa tilmæli um stefnur til aðild­ar­ríkjanna og fylgjast með stöðu mála í gegnum lands­skýrslur.   

Rétt­urinn til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis krefst frekari löggern­inga og eftir­lits­aðila enda mjög aðkallandi málefni sem hefur verið vanrækt í gegnum tíðina.

Lestu einnig