Fréttir

4. maí 2023

Evrópu­ráðið: Vernd og styrking óháðra dóms­kerfa

Í tilefni af leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins sem haldinn verður í Reykjavík 16.-17. maí kallar Amnesty Internati­onal eftir vernd og styrk­ingu óháðra dóms­kerfa í löndum Evrópu­ráðsins til að standa vörð um mann­rétt­indi. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu er mikil­vægur til að standa vörð um mann­rétt­inda­lög­gjöf í Evrópu en stór­aukinn mála­fjöldi sem ratar til Mann­rétt­inda­dóm­stólsins ber merki þess að sjálf­stæði og hlut­leysi dómstóla aðild­ar­ríkj­anna sé ekki trygg.

Aðild­ar­ríki Evrópu­ráðsins hafa þrátt fyrir það ógnað stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stólsins og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu með því að virða ekki úrskurði. 

©Kerem Uzel/NARP­HOTOS  – Osman Kavala, aðgerðasinni, í haldi yfir­valda í Tyrklandi þrátt fyrir úrskurð Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu.

 

Ögrun

Stjórn­laga­dóm­stóll Rúss­lands ögrar Mann­rétt­inda­dóm­stól Evrópu

Árið 2015 komst stjórnlagadómstóll Rúss­lands að þeirri niður­stöðu að aðeins væri hægt að fram­fylgja úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stólsins ef þeir samræmdust stjórn­ar­skrá Rúss­lands. Þessi niður­staða leiddi til þessRúss­land lýsti því yfir að sumar ákvaanir dómstólsins væru „ófram­kvæm­anlegar“. Með þessu ögraði Rúss­land Mann­rétt­inda­dóm­stól Evrópu, þvert á skuld­bind­ingar sínar við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu en einu viðbrögð annarra aðild­ar­ríkja var væg gagn­rýni. Viðbrögð sem virðast hafa hvatt önnur ríki til að feta í fótspor Rúss­lands. Merki þess má sjá í öðrum löndum Evrópu, m.a. í Póllandi, Ungverjalandi og ekki síst Tyrklandi.   

Pólland hlýtir ekki úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu

Stjórnlagadómstóll Póllands úrskurðaði að 6. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu um réttinn til sann­gjarnrar máls­með­ferðar samræmdist ekki stjórn­ar­skrá landsins. Úrskurð­urinn leiddi til þess að Marjia Pejč­in­ović Burić, aðal­fram­kvæmda­stjóri Evrópu­ráðsins, lýsti því yfir í nóvember 2022 að ráðherra­nefnd Evrópu­ráðsins þyrfti að fjalla um misbresti Póllands við að fram­fylgja úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu 

Vanefndir

Vanefndir á skuld­bind­ingum Ungverja­lands 

Í Ungverjalandi hafa dómarar og saksókn­arar sætt refsi­að­gerðum og lögsóknum og sviptingum rétt­inda.  Það var fordæmt í úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu í máli Baka gegn Ungverjalandi sem enn hefur ekki verið fram­fylgt. Tyrkneska dóms­kerfið gefur rými fyrir tilhæfu­lausar rann­sóknir, ákærur og sakfell­ingar. 

Vanefndir á skuld­bind­ingum Tyrk­lands 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu hefur komist að þeirri niður­stöðu  að tilgang­urinn með þvítakmarka rétt­indi í þessum löndum er að grafa undan starfi mann­rétt­inda­frömuða og þagga niður í gagn­rýn­is­röddum. Ráðherra­nefndin hefur kallað eftir úrbótum til að „tryggja fullt sjálf­stæði og hlut­leysi dóms­kerf­isins í Tyrklandi“ til að binda enda á endur­tekin brot Tyrk­lands gegn Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu, þar á meðal póli­tískar ofsóknir, órétt­mætt varð­hald og ósann­gjörn rétt­ar­höld.   

Ákall

staða mann­rétt­inda­dóm­stóls og mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu

Þegar úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu er ekki fram­fylgt hefur það gríð­ar­legar afleið­ingar, bæði á rétt­indi fólks í viðkom­andi ríki og er árás á trúverð­ug­leika dómstólsins.

Amnesty Internati­onal bendir á að vanefndir á úrskurðum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu megi ekki verða viðtekin venja og hvetur til fordæm­ingar á neitun Tyrk­lands um að fram­fylgja úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evrópu um að leysa úr haldi mann­rétt­inda­fröm­uðinn Osman Kavala í samræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar. Það veikir stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stólsins og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu að úrskurðum dómstólsins sé ekki fram­fylgt. 

Ákall Amnesty Internati­onal vegna vanefnda á úrskurðum

Amnesty Internati­onal kallar eftir að leið­toga­fund­urinn fjalli af fullri alvöru um kerf­is­bundnar vanefndir ákveð­inna aðild­ar­ríkja, eins og Tyrk­lands, að öðrum kosti er holur hljómur í öllu tali um að skuld­binda sig á nýjan leik um að stuðla að mann­rétt­indum innan álfunnar. 

Lestu einnig