Fréttir

26. maí 2023

Félags­legt öryggi skal tryggt á alþjóða­vísu

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að félags­legt öryggi sé tryggt fyrir fólk um heim allan. Ýmsar hörm­ungar og neyð­ar­ástand á heimsvísu sýna að skortur er á félags­legum stuðn­ingi og vernd ríkis­valdsins með þeim afleið­ingum að hundruð milljóna líða skort og hungur eða eru föst í fátækt­ar­gildru.

Í nýrri skýrslu samtak­anna, Rising Prices, Growing Protests: The Case for Universal Social Protection, er kallað eftir alþjóð­legri skuldanið­ur­fell­ingu og ríki heims eru hvött til að innleiða skattaum­bætur, stemma stigu við skattsvikum og skattam­is­ferli til að fjár­magna kerfi sem tryggir félags­legt öryggi.

 

Ýmsar hörmungar

„Ýmsar hörm­ungar hafa leitt í ljós hversu illa mörg ríki eru í stakk búin að veita borg­urum sínum nauð­syn­lega aðstoð. Það er sláandi að rúmlega fjórir millj­arðar fólks eða 55% jarð­arbúa njóta ekki félags­legs öryggis þrátt fyrir að slíkur réttur sé tryggður í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna.”

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Skýrslan greinir frá því að hækk­andi matar­verð, lofts­lagsvá og efna­hags­þreng­ingar (economic fallout) í kjölfar kórónu­veirufar­ald­ursins og innrásar Rúss­lands í Úkraínu hafa valdið stór­felldri mann­rétt­inda­neyð og leitt til aukins félags­legs óróa og mótmæla.

Í skýrsl­unni er hvatt til þess að tryggð séu örorku– og sjúk­dóma­bætur, heil­brigð­is­þjón­usta, eftir­laun, meðlags­greiðslur vegna barna, tekju­uppbót og fjöl­skyldu­bætur séu tryggð öllum þeim einstak­lingum sem á þurfa að halda.

Skýrslan greinir frá því að skortur á félags­legu öryggi í mörgum ríkjum hefur valdið því að samfélög víða eru varn­ar­laus gagn­vart skyndi­legum efna­hags­áföllum, afleið­ingum stríðs­átaka, lofts­lags­breyt­ingum og öðru umróti. Afleið­ing­arnar, sem eru m.a. útbreitt hungur, meira atvinnu­leysi og reiði vegna bágra lífs­kjara, hafa verið kveikjan að mótmælum víða um heim sem oft eru bæld niður með harðri hendi.

„Félags­legt öryggi fyrir allan heiminn  getur verið úrræði til að vinna gegn brotum á efna­hags­legum og félags­legum rétt­indum sem oftar en ekki eru rótin að samfé­lags­legri gremju og mótmælum. Í stað þess að líta á frið­samleg mótmæli sem leið fólks til að kalla eftir rétt­indum sínum hafa stjórn­völd oft brugðist viðmeð ónauð­syn­legu og óhóf­legu valdi. Frið­samleg mótmæli eru mann­rétt­indi og Amnesty Internati­onal berst fyrir verndun mótmæla.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Lánadrottnar geri skuldbreytingar

Í skýrsl­unni er kallað eftir því að alþjóð­legir lána­drottnar geri skuld­breyt­ingar eða felli niður skuldir til að veita lántöku­ríkjum svigrúm til að fjár­magna betur félags­lega vernd.

Í skýrsl­unni er áætlað að sá kostn­aður sem lágtekju­ríki og lág- til miðtekju­ríki þurfa að bera til að geta veitt félags­legt öryggi sé u.þ.b. 440,8 millj­arðar Banda­ríkja­dala á ári, samkvæmt Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­inni (ILO), upphæð sem (samkvæmt the Tax Justice Network) er lægri en þeir 500 millj­arðar Banda­ríkja­dala sem ríki glata árlega í skatta­skjól víðs vegar um heiminn.

Amnesty Internati­onal hvetur ríki til að vinna saman og nýta öll sín úrræði, auk þess að gera breyt­ingar á skatt­kerfi sínu, til að koma í veg fyrir undan­skot og tap á mikil­vægum ríkis­hagnaði, til að unnt sé að tryggja að sjóðir séu til taks til að efla félags­legt öryggi.

Hungur, fátækt og mótmæli

„Þessar krísur hafa knésett fólk. Til að leysa vandamál heimsins eru lausn­irnar sjaldan einfaldar en við vitum það þó að ríki verða að taka það alvar­lega að stemma stigu við skattam­is­ferli.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Til að tryggja réttinn til félags­legs öryggis þá styður Amnesty Internati­onal stofnun alþjóð­legs sjóðs um félags­lega vernd, hugmynd sem studd er af sérstökum skýrslu­gjafa Sameinuðu þjóð­anna um sára­fá­tækt og mann­rétt­indi, aðal­fram­kvæmda­stjóra Sameinuðu þjóð­anna og Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­inni.

Slíkur sjóður myndi gera ríkjum kleift að sækja sér tækni­lega og fjár­hags­lega aðstoð til að geta tryggt félags­legt öryggi og myndi miða að því ríki gætu byggt upp almanna­trygg­ing­ar­kerfi sitt heima fyrir til að geta betur brugðist við á erfiðum tímum.

Skortur á viðhlít­andi félags­legu öryggi getur haft skelfi­legar afleið­ingar fyrir þann ört vaxandi hóp af fólki sem nýtur ekki fæðu­ör­yggis.

Samkvæmt stærstu mann­úð­ar­sam­tökum heims í barátt­unni gegn hungri, Matvæla­áætlun Sameinuðu þjóð­anna (The World Food Programme (WFP)), eru 349 millj­ónir fólks í bráðri hættu á matar­skorti í heim­inum og 828 millj­ónir ganga svöng til svefns á hverju kvöldi.

Aukin­heldur, samkvæmt skýrslu SÞ um heims­markmið um sjálf­bæra þróun árið 2022, varð fjög­urra ára fram­þróun í barátt­unni gegn fátækt að engu í kórónu­veirufar­aldr­inum og leiddi til þess að 93 millj­ónir til viðbótar urðu sára­fá­tækt að bráð og lifir á minna en 2,15 Banda­ríkja­doll­urum á dag.

Vöntun á skilvirkum leiðum

Vöntun á skil­virkum leiðum til að draga úr verð­bólgu og skorti hefur leitt til hríð­versn­andi lífs­kjara fólks . Þetta hefur leitt til mótmæla um heim allan að undan­förnu, þar á meðal í Íran, Síerra Leóne og Srí Lanka.

Hækk­andi matar­verð og verð á öðrum nauð­synjum hefur bitnað verst á fólki sem býr í lágtekju­ríkjum en aukin ásókn í fjöl­skyldu­hjálp og matar­út­hlut­anir meðal auðugra ríkja heims sýna að erfitt er fyrir fólk að ná endum saman og matvæla­kostn­aður er víða óvið­ráð­an­legur.

 

Félagslegt öryggi, skattar og skuldir

Innrás Rúss­lands í Úkraínu, land sem er stór­tækt í korn­fram­leiðslu, hefur leitt af sér gífur­legt högg í fæðu­framboð heimsins og gert það að verkum að vísi­tala matvæla­verðs er með hæsta móti frá því að mælingar hófust árið 1990 samkvæmt Matvæla- og land­bún­að­ar­stofnun Sameinuðu þjóð­anna.

Lofts­lags­breyt­ingar og verð­hækk­anir á áburði hafa einnig bitnað illa á land­bún­að­ar­fram­leiðslu. Samkvæmt Matvæla- og land­bún­að­ar­stofn­un­inni eru þurrkar stærsta orsök slæl­egrar uppskeru.

Amnesty Internati­onal er hluti af stækk­andi banda­lagi sérfræð­inga og frjálsra félaga­sam­taka sem skora á ríki að koma á lagg­irnar alþjóð­legu kerfi sem tryggir félags­legt öryggi.

„Að vernda fólk gegn tjóni vegna áfalla, hvort sem um er að ræða  efna­hags­þreng­ingar eða hörm­ungar, getur leitt til mikilla jákvæðra umskipta, bæði fyrir samfé­lagið í heild sinni og ríkið sjálft sem veitir stuðn­inginn. Það getur dregið úr samfé­lags­legri togstreitu og átökum og stuðlað að uppbygg­ingu. Það gerir börnum kleift að haldast í námi, bætir heil­brigð­is­þjón­ustu, dregur úr fátækt og tekjuó­jöfnuði og að endingu mun gagnast samfé­lögum efna­hags­lega.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

„Við getum ekki haldið áfram að líta undan þegar ójöfn­uður eykst og þau sem berjast í bökkum eru látin þjást. Skattsvik og umfangs­mikil skattaund­an­skot einstak­linga og fyrir­tækja ræna ríki og sérstak­lega lágtekju­ríki um afkomu sem þau sárlega þurfa á að halda.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Mikil skulda­byrði og kostn­aður við umsýslu hennar þýðir að skuldug ríki skortir oft fjár­hags­legt bolmagn til að tryggja félags­legt öryggi. Samkvæmt samtök­unum Oxfam verja lágtekju­ríki fjórum sinnum meira fjár­magni í að greiða skuldir en þau verja í heil­brigð­is­þjón­ustu og 12 sinnum meira en í félags­legt öryggi.

Samkvæmt ársskýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðsins eru 60% lágtekju­ríkja að sligast undan skulda­byrði og eiga á hættu á vanskilum. Niður­felling skulda eða skuld­breyt­ingar myndu losa um tölu­vert fé í mörgum löndum sem unnt væri að nýta til að tryggja félags­legt öryggi.

Lestu einnig