Fréttir

19. maí 2022

FIFA: Bóta­sjóður fyrir farand­fólk í Katar til jafns við verð­launafé HM

Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandið FIFA þarf að merkja a.m.k. 440 millj­ónum dollara í úrræði fyrir hundruð þúsundir farand­verka­fólks sem hafa sætt mann­rétt­inda­brotum í Katar í undir­bún­ingi fyrir heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu karlalands­liða árið 2022. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty Internati­onal sem kemur nú út þegar sex mánuðir eru þar til leik­arnir hefjast. 

Í opnu bréfi sem fylgir skýrsl­unni skorar Amnesty Internati­onal, í samstarfi við önnur mann­rétt­inda­samtök, verka­lýðs­félög og hóp fótboltaunn­enda, á forseta FIFA, Gianni Infantino, um að sambandið komi á fót umfangs­miklu úrræði. Að auki þarf að greiða bætur vegna brota á vinnu­rétti í tengslum við HM í Katar og tryggja að þessi brot verði ekki endur­tekin í Katar eða í tengslum við önnur mót í fram­tíð­inni. 

 

Mannréttindabrot gegn farandverkafólki

 

„Í ljósi sögu mann­rétt­inda­brota í landinu þá vissi FIFA, eða hefði átt að vita, að hætta væri á að brotið yrði á verka­fólki þegar Katar hlaut réttinn til að halda HM. Þrátt fyrir það var ekki minnst einu orði á verka­fólk eða mann­rétt­inda­brot í mati FIFA á Katar sem móts­haldara og engin skil­yrði sett um vinnu­rétt. Síðan þá hefur FIFA gert alltof lítið til að koma í veg fyrir eða draga úr slíkum brotum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Amnesty Internati­onal hefur skorað á FIFA að leggja fram að lágmarki 440 millj­ónir dollara, sem samsvarar verð­launafé HM, til að bæta fyrir þau mann­rétt­inda­brot sem hafa átt sér stað í landinu frá árinu 2010 þegar FIFA veitti Katar réttinn til að halda HM án skil­yrða um að bæta vinnu­rétt í landinu. Upphæðin, 440 millj­ónir doll­arar, er að öllum líkindum það lágmark sem þarf til að greiða bætur og vernda vinnu­rétt verka­fólks til fram­tíðar samkvæmt áætlun Amnesty Internati­onal.

 

Hins vegar gæti heild­ar­upp­hæðin orðið enn hærri til að hægt sé að bæta upp ógreidd laun, okur­gjöld sem hundruð þúsundir verka­fólks greiddi fyrir að fá atvinnu og til að greiða skaða­bætur vegna slysa og dauðs­falla. Meta þarf upphæðina  í samstarfi við verka­lýðs­félög, félaga­samtök og Alþjóða­vinnu­mál­stofn­unina.  

Meiri­hluti farand­verka­fólks í Katar greiddi 1.300 dollara til að tryggja sér vinnu en það er ólög­legt að krefjast greiðslu til að fá atvinnu. Fyrir 2020 voru rétt­indi farand­verka­fólks mjög takmörkuð þegar kom að því að breyta um vinnu eða yfir­gefa landið.  

„Bætur til verka­fólks sem lagði mikið á sig til að þetta mót gæti orðið að veru­leika ásamt skrefum til að tryggja að slík brot gerist ekki aftur gætu markað þátta­skil hjá FIFA í þágu mann­rétt­inda.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Skyldur og ábyrgð

 

Í leið­bein­andi megin­reglum Sameinuðu þjóð­anna um viðskipti og mann­rétt­indi ber FIFA skylda til að bæta fyrir þátt sinn í mann­rétt­inda­brotum. Ábyrgðin er þó ekki aðeins vegna verka­fólks sem byggði mann­virkin sem tengjast HM eins og íþrótta­velli, æfinga­svæði, hótel viður­kennd af FIFA og útsend­inga­mið­stöðvar, heldur einnig þjón­ust­u­starfa í tengslum við þessi mann­virki. Að auki ætti ábyrgðin einnig að gilda vegna verka­fólks sem hefur unnið við uppbygg­ingu á samgöngum, gist­ingu og öðrum innviðum sem þarf til að halda  mót þar sem búist er við yfir milljón gestum.  

Katar ber einnig skylda til að bæta fyrir mann­rétt­inda­brot í sínu landi, hvort sem það tengist HM eða ekki. Þrátt fyrir fram­farir í málefnum verka­fólks í landinu eiga þessi mann­rétt­inda­brot sér enn stað þar í landi og það þarf að gera betur. 

„Bóta­sjóður sem Amnesty Internati­onal og aðrir aðilar kalla eftir er algjör­lega rétt­læt­an­legur í ljósi umfangs mann­rétt­inda­brota og er aðeins brot af þeim sex millj­arða dollara sölu­tekjum sem FIFA mun fá fyrir mótið.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

Amnesty Internati­onal skorar á FIFA og Katar að koma á fót úrræði í fullu samstarfi við verka­fólk, verka­lýðs­félög, Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unina og borg­araleg samtök. Það þarf einnig að draga lærdóm af öðrum slíkum úrræðum, líkt og því sem fylgdi í kjölfar Rana Plaza hörm­ung­anna í Bangla­dess þar sem rúmlega 1.300 einstak­lingar létu lífið við störf í fata­verk­smiðju.  

Amnesty Internati­onal kallar að auki eftir því að FIFA tryggi að mann­rétt­inda­brot gegn farand­verka­fólki endur­taki sig ekki og gert sé ítar­legt áhættumat á mann­rétt­inda­brotum fyrir val á móts­höld­urum ásamt skýrri áætl­un­ar­að­gerð til að koma í veg fyrir og hindra slík mann­rétt­inda­brot.  

Nánar um mann­rétt­inda­brot gegn farand­verka­fólki í Katar má lesa í skýrslu Amnesty Internati­onal hér.

Lestu einnig