Fréttir

9. október 2020

Filipps­eyjar: Ályktun Sameinuðu þjóð­anna tapað tæki­færi til að ná fram rétt­læti

Álykt­unin um Filipps­eyjar sem mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna samþykkti þann 7. október er tapað tæki­færi til að ná fram rétt­læti fyrir þolendur þúsunda aftaka án dóms og laga, segir Amnesty Internati­onal.

Í stað þess að hefja nauð­syn­lega alhliða rann­sókn á mann­rétt­inda­ástandinu á Filipps­eyjum, er mælst til í álykt­un­inni, undir forystu Íslands og Filipps­eyja, að mann­rétt­inda­skrif­stofa Sameinuðu þjóð­anna veiti Filipps­eyjum „tækni­lega aðstoð.“ Umrædd aðstoð beinist einna helst að málum sem tengjast ábyrgð­ar­skyldu, gagna­öflun um brot lögreglu, borg­ara­legu rými, löggjöf gegn hryðju­verkum og mann­rétt­inda­miðuðu vímu­efna­eft­ir­liti.

„Mann­rétt­inda­ástandið á Filipps­eyjum gefur tilefni til meira en einungis „tækni­legrar aðstoðar“ Sameinuðu þjóð­anna. Brýn þörf er á alhliða alþjóð­legri rann­sókn til að takast á við það augljósa refsi­leysi sem ríkir í landinu,“ sagði Rachel Chhoa-Howard rann­sak­andi Amnesty Internati­onal á Filipps­eyjum.

„Þessi veika ályktun er einnig vonbrigði fyrir hugrakkt baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, fjöl­miðla­fólk og aðra sem hafa átt í samstarfi við Sameinuðu þjóð­irnar í góðri trú og sett sig í mikla hættu vegna vinnu sinnar.“

Amnesty Internati­onal hefur fylgst með stöðugt versn­andi mann­rétt­inda­ástandi á Filipps­eyjum síðustu mánuði. Helstu merki þar um eru  áfram­hald­andi hvatning til aftaka án dóms og laga af hálfu Duterte forseta, stöðu­hækkun hers­höfð­ingjans Camilo Cascolan í embætti ríkis­lög­reglu­stjóra sem er talinn vera upphafs­maður þess­arar banvænu stefnu yfir­valda gegn vímu­efnum, og samþykkt hættu­legra laga gegn hryðju­verkum. Í júní 2020 var þekkt fjöl­miðla­kona, Maria Ressa, dæmd fyrir „níðs­krif á netinu“ og mánuði seinna var hinum stóra netfjöl­miðli ABS-CBN lokað. Þá hefur orðið aukning því að lögreglan fremji morð auk þess sem aðgerða­sinnar og fjöl­miðla­fólk hafa verið myrt undan­farna mánuði.

Umræddu ástandi var lýst ítar­lega í saman­tekt Amnesty Internati­onal sem birt var í síðustu viku „My Job is to Kill“ sem nefnd er eftir ræðu Duterte forseta frá því í mars 2020.

Þrátt fyrir meiri­háttar annmarka, felur álykt­unin í sér ráðstaf­anir þar sem mann­rétt­inda­skrif­stofa Sameinuðu þjóð­anna veitir mann­rétt­inda­ráðinu áfram­hald­andi upplýs­ingar um stöðu mála á Filipps­eyjum næstu tvö árin.

„Ákvörð­unin um að Filipps­eyjar verði áfram á dagskrá ráðsins sendir skýr skilaboð til ríkis­stjórnar Duterte um að alþjóða­sam­fé­lagið fylgist enn með,“ sagði Rachel Chhoa-Howard.

„Þó svo að ríkis­stjórn­inni hafi tekist að seinka alþjóð­legri rann­sókn í þetta skiptið þá mun sú stund renna upp þar sem rétt­lætinu verður náð.“

Bakgrunnur

Álykt­unin sem var samþykkt í mann­rétt­inda­ráðinu þann 7. október síðast­liðinn var kynnt af bæði Filipps­eyjum og Íslandi.

Hún fylgir í kjölfar tíma­móta­álykt­unar frá árinu 2019 undir forystu Íslands sem óskaði eftir því að mann­rétt­inda­skrif­stofa Sameinuðu þjóð­anna ynni skýrslu um stöðu mann­rétt­inda­mála í landinu og kynnti hana fyrir ráðinu. Sú skýrsla, sem gefin var út árið 2020, greindi frá því hvernig skortur á ábyrgð á mann­rétt­inda­brotum síðustu ár hefur skapað menn­ingu refsi­leysis í landinu. Í skýrsl­unni var einnig greint frá kerf­is­bundnum og víðtækum aftökum án dóms og laga á þúsundum einstak­linga vegna meints gruns um notkun eða vörslu vímu­efna vegna hvatn­ingar til umræddra aftaka frá æðstu stigum ríkis­stjórn­ar­innar.

Í ljósi niður­staðna og tilmæla skýrsl­unnar sendi hópur 35 félaga­sam­taka ákall til mann­rétt­inda­ráðs um að hefja óháða, alþjóð­lega rann­sókn á ástandinu. Ekki hefur verið fallist á þær kröfur sem koma fram í ákallinu.

Eftir vaxandi þrýsting á stjórn Duterte í mann­rétt­inda­ráðinu í undan­förnum lotum, tilkynntu stjórn­völd á Filipps­eyjum í júlí 2020 að komið yrði á fót nefnd til að „fara yfir“ grimmi­legar aðgerðir lögreglu í „stríðinu gegn fíkni­efnum“.  Tíma­setn­ingin bendir augljós­lega til þess að filipps­eysk stjórn­völd vilji koma í veg fyrir frekari rann­sókn enda tengist nefndin stofn­unum sem hafa tekið þátt í morð­unum og öðrum brotum.

Amnesty Internati­onal telur umrædda nefnd ekki trúverðuga leið til að ná fram rétt­læti og hefur veru­legar áhyggjur af því að hún muni stofna fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna sem veita nefnd­inni upplýs­ingar enn frekar í hættu. Amnesty Internati­onal hefur áður lýst yfir áhyggjum af aðgerðum ríkis­lög­regl­unnar á Filipps­eyjum en rann­sóknir Amnesty hafa leitt í ljós að ríkis­lög­reglan áreitir og ógnar þeim sem leggja fram kvart­anir á hendur þeim. Flestir lögreglu­menn sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á aftökum án dóms og laga eru enn við störf hjá lögregl­unni.

Lestu einnig