SMS

16. desember 2020

Fimm einstak­lingar bíða aftöku á síðustu sex vikum Trumps í embætti

Fjórir karlar og ein kona eiga yfir höfði sér aftökur í Banda­ríkj­unumRíkis­stjórn forsetans fyrir­skipaði upptöku aftöku alrík­isins aftur eftir 17 ár. Síðast­liðin 17 ár hefur dauðarefs­ing­unni einungis verið beitt innan fárra ríkja  

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Fjöldi aftaka síðan í júlí á þessu ári er fordæma­laus. Þessi mál sem hafa verið valin til aftöku eru mál þar sem rétt­ar­gæsla var ófull­nægj­andi, bera merki um kynþátta­for­dóma og í sumum tilfellum eru einstak­lingar með alvarleg geðræn vandamál. Allt þetta stríðir gegn alþjóða­lögum.  

 

Amnesty fordæmir dauðarefs­ingar í öllum tilfellum undir öllum kring­um­stæðum – algjör­lega óháð glæpnumsekt eða sakleysis eða hvernig aftakan er fram­kvæmd. 

SMS-félagar krefjast þess að dóms­mála­ráð­herra stöðvi allar aftökur og endur­skoði dauðarefsinguna í Banda­ríkjunum. 

 

Frekari upplýs­ingar 

Ríkis­stjórn Trumps hefur nú þegar tekið af lífi átta einstak­linga og ætlar að fram­kvæma fimm í viðbót þessar síðustu vikur við völd. Ef allar aftök­urnar verða fram­kvæmdar eru þetta samtalþrettán einstak­lingar á sjö mánuðum. Þessi fjöldi er fordæma­laus, ekki einungis vegna þess að á síðustu 40 árum hafa aðeins þrír verið dæmdir til dauða af alríkinu, heldur líka vegna þess að þessi fjöldi er meiri en helm­ingur allra aftaka í Banda­ríkj­unum á einu ári (22 árið 2019 og 25 árið 2018). Þetta er í fyrsta skipti í 130 ár sem alrík­is­stjórnin hefur fyrir­skipað aftökur á meðan forsetaum­skiptum stendur. 

Lestu einnig