Fréttir

8. janúar 2015

Frakkland: Dökkur dagur fyrir tjáningarfrelsið – árás byssumanna á skrifstofu blaðsins Charlie Hebdo

Árás byssu­m­anna á París­ar­skrif­stofu blaðsins Charlie Hebdo er skelfileg árás á tján­ing­ar­frelsið að mati Amnesty Internati­onal.

Vopn­aðir menn með hettur á höfði brutu sér leið inn á skrif­stofuna og skutu tólf manns til bana, að sögn, og særðu marga til viðbótar. Þeir flúðu síðan af vett­vangi eftir að hafa lent í skot­b­ar­daga við lögreglu.

„Þetta er dökkur dagur fyrir tján­ing­ar­frelsið og öfluga fjöl­miðla­menn­ingu. En fyrst og fremst er þetta hræði­legur mann­legur harm­leikur,“ sagði Stephan Ober­reit, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Frakklandi. 

„Þetta er grimmd­ar­verk þar sem leitast var við að drepa blaða­menn, þagga í tján­ing­ar­frelsinu og útbreiða ótta. Þetta verk verður að fordæma og frönsk stjórn­völd verða að tryggja að þeir sem ábyrgir eru séu dregnir fyrir dómstóla og fái sann­gjörn rétt­ar­höld. Vernda verður blaða­menn sem sæta hótunum. Þeir verða að fá að starfa án þess að eiga slíkt ofbeldi á hættu.“

Charlie Hebdo er viku­blað í París sem þekkt er fyrir háðs­ádeilur sínar. Blaðið hefur áður verið í eldlín­unni vegna birt­ingu skop­mynda sem taldar voru móðg­andi í garð íslam.

Amnesty Internati­onal bendir á að tján­ing­ar­frelsið nær til alls kyns hugmynda, meðal annars þeirra sem teljast móðg­andi eða vanvirð­andi.

Amnesty Internati­onal mun áfram fylgjast með málinu og viðbrögðum stjórn­valda. 

 

Lestu einnig