Fréttir
10. september 2020Magnús Davíð Norðdahl formaður Íslandsdeildar Amnesty International og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri deildarinnar afhentu í dag fulltrúum bandaríska sendiráðsins 3581 undirskrift einstaklinga sem krefjast þess að Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange en hann er í haldi í Bretlandi á grundvelli framsalsbeiðni Bandaríkjanna.
Julian Assange gæti átt á hættu varðhaldsvist við aðstæður sem teljast til pyndinga og annarrar illrar meðferðar, t.d. einangrunarvist. Í ljósi háværrar opinberrar umræðu embættisfólks í efstu lögum stjórnsýslunnar gegn honum er mikil hætta á ósanngjörnum réttarhöldum sem grefur alvarlega undan rétti Julian Assange til að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.
Julian Assange birti trúnaðargögn í tengslum við störf sín hjá Wikileaks. Slík birting á ekki að vera refisverð og svipar til starfa fjölmiðlafólks sem reglulega rannsakar mál í starfi sínu. Þessar ákærur gætu haft hrollvekjandi afleiðingar fyrir tjáningarfrelsið og leitt til þess að fjölmiðlafólk ritskoði sjálft sig af ótta við málsókn.
Lestu nánar um málið hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu