Fréttir

21. apríl 2023

Fundaröð Amnesty Internati­onal vegna formennsku Íslands í Evrópu­ráðinu

Í maí heldur Evrópu­ráðið leið­toga­fund í Reykjavík þar sem áætlað er að 46 leið­togar ríkja Evrópu muni mæta og ræða stöðu grunn­gilda álfunnar: mann­rétt­indi, lýðræði og rétt­ar­ríki. Fundurinn verður sá fjórði sem haldinn er í sögu ráðsins sem var stofnað árið 1949 og er ætlað að stað­festa samstöðu ríkja um grunn­gildin og sýna Úkraínu mikil­vægan stuðning vegna innrásar Rúss­lands.

Evrópu­ráðið er elsta og stærsta mann­rétt­inda­stofnun í Evrópu. Öll 46 aðild­ar­ríkin hafa skrifað undir Mann­rétt­indasáttmála Evrópu. Þau heyra undir lögsögu Mann­rétt­inda­dóm­stólsins og lúta eftir­liti ýmissa lykileft­ir­lits­stofnana og nefnda ráðsins.

Hnignun mann­rétt­inda í Rússlandi, sem og ólögleg innrás í Úkraínu hafa vakið upp spurn­ingar um framtíð Evrópu­ráðsins og hvernig megi gera það skil­virkara.  

Formennska Íslands

Full­trúar Amnesty Internati­onal Eve Geddie (Fram­kvæmda­stjóri Evrópu­sam­bands­skrif­stofu AI) Anna Lúðvíks­dóttir (Fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar AI), Þórunn Pálína Jóns­dóttir (Lögfræð­ingur Ísld­ans­deildar AI), Rita Patricio (Evrópu­ráðs­full­trúi AI), Caroline Hansen (Aðstoð­ar­maður Evrópu­sam­bands­skrit­stofu AI)

Vegna einstakrar stöðu Amnesty Internati­onal bæði er varðar yfir­grips­mikla þekk­ingu og reynslu á sviði mann­rétt­inda og sem ein af fáum félaga­sam­tökum sem hafa varan­legt sæti hjá Evrópu­ráðinu vilja samtökin nota þetta mikil­væga tæki­færi til koma sínum tillögum og athuga­semdum á fram­færi til styrkja og þróa Evrópu­ráðið frekar.

Vegna formennsku Íslands í Evrópu­ráðinu og í ljósi fyrir­hugaðs leið­toga­fundar hittu fulltrúar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal ásamt full­trúum samtak­anna í Strassborg og Brussel ýmsa eftir­lits­aðila Evrópu­ráðsins, nefndir og sendi­herra í Strassborg í mars sl. 

Tillögur Amnesty International

Tillögur Amnesty Internati­onal lúta sérstak­lega að því að berjast gegn skerð­ingu borg­ara­legra rétt­inda, að vernd og styrk­ingu óháðra dóms­kerfa til að standa vörð um mann­rétt­indi, um viðbrögð við bakslagi í jafn­rétti kynj­anna, um nýtt framtak til að auka áhrif og styrkja Evrópu­ráðið og kröfu um að stríðs­glæpum sé hafnað og ábyrgð­ar­að­ilar dregnir til ábyrgðar. Tillögum og athuga­semdum Amnesty Internati­onal var komið á fram­færi við fyrr­greinda aðila og binda samtökin vonir við að tekið verði tillit til tillagna og athuga­semda Amnesty í yfir­lýs­ingu leið­togafund­arins. 

Full­trúar Amnesty Internati­onal ásamt Ragn­hildi Arnljóts­dóttur, fasta­full­trúa Fasta­nefndar Íslands hjá Evrópu­ráðinu, og Katrínu Maríu Timonen starfsnema.

Lestu einnig