SMS

28. maí 2020

Gínea: Veikur aðgerðasinni í haldi

Saïkou Yaya Diallo, aðgerðasinni og aðstoð­ar­maður lögfræð­ings hjá stjórn­ar­and­stöðu­flokknum Nati­onal Front for the defense of the constitution (FNDC) var hand­tekinn þann 7. maí og settur í varð­hald í Conakry, höfuð­borg Gíneu, í kjölfar atviks sem átti sér stað á blaða­manna­fundi hjá stjórn­mála­flokknum. Þann 12. maí var hann kærður fyrir líkams­árás, ofbeldi, hótanir og óspektir á almanna­færi. Saïkou er með sykur­sýki sem krefst sérstaks mataræðis og meðhöndl­unar og því í áhættu­hópi vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Sama dag stað­festu stjórn­völd í Gíneu 58 tilfelli af COVID-19 smitum í fang­elsinu og þrjú dauðs­föll af völdum veirunnar.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þann 25. mars báru meðlimir FNDC kennsl á útsendara á vegum ríkis­stjórn­ar­innar sem þóttist vera blaða­maður á blaða­manna­fundi í höfuð­stöðvum flokksins. Meðlimir FNDC og þar með talinn Saïkou héldu útsend­ar­anum inni á skrif­stofu þar til fund­inum lauk. Þetta var gert af ótta við að hópur stjórn­ar­and­stæð­inga sem mættur var fyrir utan blaða­manna­fundinn myndi hefna sín á útsend­ar­anum vegna morða á 12 mann­eskjum af völdum örygg­is­sveita ríkisins í tengslum við kosn­ingar vikuna áður.

Lögreglan mætti í kjöl­farið og handtók 11 einstak­linga. Ýmsir leið­togar stjórn­ar­and­stöðu­flokka og mótmæl­enda hafa verið hand­teknir síðan 2019.

 

FNDC berst gegn því að núver­andi forseti sitji áfram í kjölfar breyt­inga sem hann gerði á stjórn­ar­skránni. Daginn sem Saïkou Yaya Diallo var hand­tekinn átti hann að koma fram í útvarps­þætti og ræða þessi mál.

Sms-félagar krefjast þess að Saïkou Yaya Diallo verði leystur úr haldi án tafar!

Lestu einnig