SMS

31. janúar 2020

Grikk­land: Börn á flótta fái aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum óskráðs flótta­fólks verið mein­aður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóð­lega vernd sem kynnt voru í nóvember síðast­liðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerða­áætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og full­orð­inna er í hættu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Grísk lög veita “viðkvæmum þjóð­fé­lags­hópum” eins og flótta­fólki, umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum rétt á lækna- og lyfja­þjón­ustu óháð rétt­ar­stöðu. Annað­hvort með gríska kenni­tölu (AMKA) eða í gegnum sérstakt sjúkra­kort fyrir útlend­inga (K.Y.P.A). Frá því að breyt­ingar á lögum áttu sér stað í júlí 2019 hafa erlendir ríkis­borg­arar hins­vegar ekki átt mögu­leika á að fá gríska kenni­tölu (AMKA) og aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu því takmark­aður.

Ný lög um alþjóð­lega vernd frá nóvember 2019 lögðu fram mögu­leika um “tíma­bundið númer fyrir sjúkra­trygg­ingu fyrir ríkis­borgara frá þriðja landi (PAAYPA)” fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Hins­vegar vantar enn aðgerða­áætlun sem hefur leitt til þess að þúsundir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, þar á meðal næstum 50.000 einstak­lingar sem hafa komið til Grikk­lands síðan í júlí 2019, hafa ekki aðgang að lækna- og lyfja­þjón­ustu. Án grískrar kenni­tölu eiga þau einnig í erfið­leikum með að nálgast aðrar félags- og atvinnu­þjón­ustu­leiðir.

Þetta ástand setur líf og heilsu fólks í hættu og er alvar­legt brot á rétt­inum til heil­brigð­is­þjón­ustu!

Við krefj­umst þess að umsækj­endum um alþjóð­lega vernd, fylgd­ar­lausum börnum og börnum sem fæðast í Grikklandi en eiga foreldra sem eru óskráðir í landinu verði tryggður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu eins og grísk lög gera ráð fyrir (4368/2016).

Lestu einnig