Fréttir
2. desember 2024Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, yfirmanni al-Qassam hersveita Hamas (þekktur sem Deif), vegna ákæra um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð sem tengist yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Mynd:POOL/AFP via Getty Images
Netanyahu og Gallant eru ákærðir fyrir ýmsa stríðsglæpi, m.a. fyrir að nota þaðsem stríðsaðferð að svelta og ráðast á óbreytta borgara , en Deif er ákærður fyrir morð, pyndingar og gíslatöku.
Amnesty International fagnar þessum sögulega áfanga og leggur áherslu á að handtökuskipanirnar geti átt þátt í að koma veg fyrir refsileysi vegna mannréttindabrota í Ísrael og á hernumda svæðið í Palestínu (OPT). Samtökin hvöttu aðildarríki Alþjóðlega sakamáladómstólsins og alþjóðlega bandamenn Ísraels, þar á meðal Bandaríkin, til að styðja niðurstöðu dómstólsins og tryggja að hinir ákærðu verði dregnir fyrir rétt. Þessi handtökuskipun kemur í kjölfar rannsóknar dómstólsins á glæpum sem framdir hafa verið á Gaza og Vesturbakkanum síðan 2021, með það að markmiði að veita þolendum mannréttindabrota réttlæti og framfylgja alþjóðalögum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu