Fréttir

2. desember 2024

Hand­töku­skip­anir Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins

Alþjóðlegi saka­máladómstóllinn (ICC) hefur gefið út hand­töku­skip­anir á hendur Benjamin Netanyahu, forsæt­is­ráð­herra Ísraels, Yoav Gallant, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra Ísraels og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, yfir­manni al-Qassam hersveita Hamas (þekktur sem Deif), vegna ákæra um stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð sem tengist yfir­stand­andi átökum fyrir botni Miðjarð­ar­hafsins.

Mynd:POOL/AFP via Getty Images

Netanyahu og Gallant eru ákærðir fyrir ýmsa stríðs­glæpi, m.a. fyrir að nota þaðsem stríðsað­ferð  að svelta og ráðast á óbreytta borgara , en Deif er ákærður fyrir morð, pynd­ingar og gíslatöku. 

Amnesty Internati­onal fagnar þessum sögu­lega áfanga og leggur áherslu  á að hand­töku­skip­an­irnar geti átt þátt í að koma veg fyrir  refsi­leysi vegna mann­rétt­inda­brota í Ísrael og á hernumda svæðið í Palestínu (OPT). Samtökin hvöttu aðild­ar­ríki Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins og alþjóð­lega banda­menn Ísraels, þar á meðal Banda­ríkin, til að styðja niður­stöðu dómstólsins og tryggja að hinir ákærðu verði dregnir fyrir rétt. Þessi hand­töku­skipun kemur í kjölfar rann­sóknar dómstólsins á glæpum sem framdir hafa verið á Gaza og Vest­ur­bakk­anum síðan 2021, með það að mark­miði að veita þolendum mann­rétt­inda­brota rétt­læti og fram­fylgja alþjóða­lögum. 

Hér getur þú lesið fréttina í heild sinni á ensku.

Lestu einnig