Fréttir
25. ágúst 2025Ísrael sveltir Palestínubúa á Gaza af ásettu ráði sem spillir heilsu þeirra, velferð og samfélagskerfi með kerfisbundnum hætti.
Vitnisburður íbúa sem svelta á Gaza styðja ítrekaðar niðurstöður Amnesty International um að banvæn blanda hungurs og sjúkdóma er ekki óheppileg afleiðing hernaðaraðgerða Ísraels heldur ásetningur. Á síðustu 22 mánuðum hefur Ísrael lagt fram áætlanir og stefnur og framkvæmt aðgerðir til að þröngva Palestínubúum á Gaza til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins sem telst til hópmorðs.
Mynd: Anadolu / Getty Images
„Mér líður eins og ég hafi brugðist sem móðir. Hungur barnanna þinna fær þig til að líða eins þú sért slæm móðir.“
Hjúkrunarfræðingur á Gaza sem flúið hefur heimili sitt
Palestínsk börn veslast upp í þessu ástandi og neyðast fjölskyldur til að velja á milli tveggja óhugsandi valkosta: Hlusta hjálparlaus á grátur horaðra barna sinna sem kalla á mat eða hætta lífi sínu eða heilsu í örvæntingarfullri leit að mataraðstoð.
„Ég óttast fósturlát. Ég verð skelfingu lostin að hugsa um möguleg áhrif hungurs míns á heilsu barns míns, þyngd þess og hvort það muni fæðast heilbrigt. Hvers konar líf bíður þess á flótta umkringt sprengjum og tjöldum.“
Hadeel, komin fjóra mánuði á leið
Á undanförnum vikum tók Amnesty International viðtöl við 19 einstaklinga. Flestir þeirra dvelja í bráðabirgðabúðum fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín. Fram til 17. ágúst höfðu 110 börn látist af vannæringu samkvæmt skráningum heilbrigðisráðuneytis á Gaza.
„Mér líður eins og ég sé byrði fyrir fjölskyldu mína. Þegar við vorum á flótta þurfti hún að ýta mér í hjólastólnum. Ég þarf fullorðinsbleiur og lyf fyrir sykursýki, blóðþrýstinginn og hjartasláttartruflanir, en þau eru oft útrunnin. Það eru ungu börnin, barnabörnin mín, sem eiga skilið að lifa.“
Aziza, 75 ára
Þessi rannsókn byggir á öðrum rannsóknum Amnesty International um áhrif tiltekinna aðgerða. Á meðal þeirra er lokun Gaza í 78 dagar frá mars til maí á þessu ári og þegar mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna var skipt út fyrir hlutdræga aðstoð undir nafni Gaza Humanitarian Foundation sem er studd af Bandaríkjunum og Ísrael. Þessi breyting hefur valdið enn meiri þjáningum íbúa Gaza.
„Ég hef nú þegar þurft að flýja 14 sinnum í þessu stríði. Ég hef ekki orku til að flýja aftur. Ég hef ekki efni á að flytja tvö fötluð börn mín. Mig verkjar í vöðvunum, ég er of þreyttur til að ganga, hvað þá að bera börnin mín. Ef ráðist verður inn í borgina þá munum við bara sitja hér og bíða eftir dauðanum.“
-Maður á flótta frá Jabalia skömmu áður en Ísrael réðst inn í Gaza-borg
Í ljósi hörmunganna sem Ísrael þröngvar á Palestínubúa á Gaza verður alþjóðasamfélagið, einkum bandamenn Ísraels, þar á meðal Evrópusambandið og meðlimir þess, að sinna siðferðislegri og lagalegri skyldu sinni til að binda enda á hópmorð Ísraels.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu