Fréttir

25. ágúst 2025

Hung­urs­neyð á Gaza

Ísrael sveltir Palestínubúa á Gaza af ásettu ráði sem spillir heilsu þeirra, velferð og samfé­lags­kerfi með kerf­is­bundnum hætti. 

Vitn­is­burður íbúa sem svelta á Gaza styðja ítrek­aðar niður­stöður Amnesty Internati­onal um að banvæn blanda hungurs og sjúk­dóma er ekki óheppileg afleiðing hern­að­ar­að­gerða Ísraels heldur ásetn­ingur. Á síðustu 22 mánuðum hefur Ísrael lagt fram áætlanir og stefnur og fram­kvæmt aðgerðir til að þröngva Palestínu­búum á Gaza til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu hópsins sem telst til hópmorðs. 

Mynd: Anadolu / Getty Images

„Mér líður eins og ég hafi brugðist sem móðir. Hungur barn­anna þinna fær þig til að líða eins þú sért slæm móðir.“  

Hjúkr­un­ar­fræð­ingur á Gaza sem flúið hefur heimili sitt 

Palestínsk börn veslast upp í þessu ástandi og neyðast fjöl­skyldur til að velja á milli tveggja óhugs­andi valkosta:  Hlusta hjálp­ar­laus á grátur horaðra barna sinna sem kalla á mat eða hætta lífi sínu eða heilsu í örvænt­ing­ar­fullri leit að matarað­stoð. 

„Ég óttast fóst­urlát. Ég verð skelf­ingu lostin að hugsa um möguleg áhrif hungurs míns á heilsu barns míns, þyngd þess og hvort það muni fæðast heil­brigt. Hvers konar líf bíður þess á flótta umkringt sprengjum og tjöldum.“  

Hadeel, komin fjóra mánuði á leið 

Á undan­förnum vikum tók Amnesty Internati­onal viðtöl við 19 einstak­linga. Flestir þeirra dvelja í bráða­birgða­búðum fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín. Fram til 17. ágúst höfðu 110 börn látist af vannær­ingu samkvæmt skrán­ingum heil­brigð­is­ráðu­neytis á Gaza. 

„Mér líður eins og ég sé byrði fyrir fjöl­skyldu mína. Þegar við vorum á flótta þurfti hún að ýta mér í hjóla­stólnum. Ég þarf full­orð­ins­bleiur og lyf fyrir sykur­sýki, blóð­þrýst­inginn og hjarta­slátt­ar­trufl­anir, en þau eru oft útrunnin. Það eru ungu börnin, barna­börnin mín, sem eiga skilið að lifa.“ 

Aziza, 75 ára 

Þessi rann­sókn byggir á öðrum rann­sóknum Amnesty Internati­onal um áhrif tiltek­inna aðgerða. Á meðal þeirra er lokun Gaza í 78 dagar frá mars til maí á þessu ári og þegar mann­úð­ar­að­stoð Sameinuðu þjóð­anna var skipt út fyrir hlut­dræga aðstoð undir nafni Gaza Humanit­arian Foundation sem er studd af Banda­ríkj­unum og Ísrael. Þessi breyting hefur valdið enn meiri þján­ingum íbúa Gaza.    

„Ég hef nú þegar þurft að flýja 14 sinnum í þessu stríði. Ég hef ekki orku til að flýja aftur. Ég hef ekki efni á að flytja tvö fötluð börn mín. Mig verkjar í vöðv­unum, ég er of þreyttur til að ganga, hvað þá að bera börnin mín. Ef ráðist verður inn í borgina þá munum við bara sitja hér og bíða eftir dauð­anum.“ 

-Maður á flótta frá Jabalia skömmu áður en Ísrael réðst inn í Gaza-borg  

Í ljósi hörm­ung­anna sem Ísrael þröngvar á Palestínubúa á Gaza verður alþjóða­sam­fé­lagið, einkum banda­menn Ísraels, þar á meðal Evrópu­sam­bandið og meðlimir þess, að sinna siðferð­is­legri og laga­legri skyldu sinni til að binda enda á hópmorð Ísraels. 

 

Lestu einnig