Góðar fréttir

3. júní 2016

Hvað hefur áunnist í herferð­inni Stöðvum pynd­ingar á árunum 2014 til 2015 ?

Í rúm 40 ár hefur Amnesty Internati­onal barist gegn einni stærstu smán mann­kyns – pynd­ingum. Margt hefur áunnist í þeirri baráttu en frá árinu 1980 hefur Amnesty tekið upp mál rúmlega 3000 einstak­linga sem sætt hafa pynd­ingum og annarri illri meðferð í 50 löndum og land­svæðum og margir þeirra fengu lausn sinna mála.

Samtökin börðust einnig í áratugi fyrir gerð samn­ings gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri og vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu og tók hann gildi í júní árið 1987 á vett­vangi alls­herj­ar­þings Sameinuðu þjóð­anna.

Mikill meiri­hluti ríkja heims hefur full­gilt samn­inginn, eða 155 ríki, auk þess sem 10 önnur hafa skrifað undir hann en ekki full­gilt hann. Enn á þó baráttan gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð mjög á brattann að sækja. Víða um heim misnota full­trúar ríkisins vald sitt og pynda varn­ar­laust fólk. Sorg­legar stað­reyndir um pynd­ingar koma fram ár eftir ár í ársskýrslum Amnesty Internati­onal. Frá janúar 2009 til mars 2014 skráði Amnesty Internati­onal pynd­ingar og aðra illa meðferð í 141 ríki. Pynd­ingar af hálfu ríkis­valdsins eru því hvergi nærri á undan­haldi þrátt fyrir að alþjóðleg lög gegn pynd­ingum hafi víða verið samþykkt. Hyldýp­isgjá er á milli loforða ríki­s­tjórna og efnda. Það er af þessum sökum sem Amnesty Internati­onal ákvað að ýta herferð­inni Stöðvum pynd­ingar úr vör í maí 2014 því alþjóða­lögin ein og sér duga ekki til. Fleira verður að koma til þannig að pynd­ingar heyri sögunni til.

Varnir gegn pynd­ingum

Með herferð­inni Stöðvum pynd­ingar var lögð áhersla á að ríki tryggi öfluga varnagla gegn pynd­ingum og grípi til fyrir­byggj­andi aðgerða til að sporna við því að pynd­ingar og ill meðferð þrífist í eigin landi.
Öflugar varnir gegn pynd­ingum felast m.a. í því að ríki tryggi að óháðir læknar skoði fanga og lögfræð­ingar fái að heim­sækja fang­elsi og séu ávallt viðstaddir yfir­heyrslur. Ríki verða jafn­framt að tryggja að einangr­un­ar­vist og varð­hald á leyni­legum stöðum fái ekki þrifist og að varð­halds­stofn­anir fái reglu­legar, ótil­kynntar og ótak­mark­aðar eftir­lits­heim­sóknir frá sjálf­stæðum og óháðum aðilum. Tilkynna á öllum föngum rétt­indi sín þegar í stað, m.a. að þeir geti kvartað við yfir­vald yfir slæmri meðferð og fengið þegar í stað úrskurð dómara um lögmæti hand­tök­unnar.

Allar kvart­anir varð­andi pynd­ingar og illa meðferð skulu rann­sak­aðar af óháðum aðilum á skjótan, hlut­lægan og árang­urs­ríkan hátt. Hinir ábyrgu skulu dregnir fyrir rétt og þolendur skulu eiga rétt á skaða­bótum. Við þjálfun ætti að gera embætt­is­mönnum ljóst að ill meðferð og pynd­ingar verði aldrei liðnar. Skipun frá yfir­manni ætti aldrei að rétt­læta pynd­ingar eða illa meðferð. Yfir­lýs­ingar, upplýs­ingar eða játn­ingar sem fengnar eru með pynd­ingum og illri meðferð ætti aldrei að nota sem sönn­un­ar­gögn í rétt­ar­höldum og föngum ætti að vera gert kleift að hitta fjöl­skyldu sína og lögfræðing með reglu­legu milli­bili.

Fimm lönd

Síðustu tvö árin hafa samtökin þrýst á ríki að grípa til fyrir­byggj­andi aðgerða til að sporna við pynd­ingum og annarri illri meðferð. Horft var til fimm landa þar sem pynd­ingar eru útbreiddar: Mexíkó og Filipps­eyjar þar sem pynd­ingar eru algengar á lögreglu­stöðvum, Marokkó og Úsbekistan þar sem dómstólar reiða sig á játn­ingar fólks sem sætt hefur pynd­ingum og Nígeríu þar sem barsmíðar og sýnd­ar­rétt­ar­höld eru dæmi um meðferð sem fólk hlýtur í varð­haldi.

Amnesty Internati­onal lagði mat á nokkur lönd þar sem pynd­ingar eru algengar en valdi þessi fimm lönd þar sem samtökin töldu sig geta náð fram áþreif­an­legum úrbótum í barátt­unni gegn pynd­ingum innan tímaramma herferð­ar­innar – í laga­setn­ingu, stefnu­málum og verklagi. Samtökin skipu­lögu hvernig þau gætu best náð mark­miðum sínum í hverju landi á tíma­bili herferð­ar­innar og mátu hvernig jákvæð áhrif í þessum löndum gætu haft áhrif á nágranna­ríkin í heims­álf­unum. Amnestu Internati­onal vonaðist til þess að umrædd lönd innleiddu nýjar og betri varnir gegn pynd­ingum og tækju upp refs­ingu fyrir beit­ingu þeirra – innleiddu þar á meðal óháð eftirlit á varð­stöðvum, eftirlit með yfir­heyrslum, tafar­lausan aðgang að lögfræð­ingum og rétt­ar­höldum, skil­virka rann­sókn á ásök­unum um pynd­ingar sem myndu leiða til ákæra.
Stór hluti herferð­ar­innar fólst einnig í að berjast fyrir málum einstak­linga sem sætt hafa pynd­ingum í hverju þessara landa og hvetja félaga til að grípa til aðgerða vegna þeirra.

Ávinn­ingur barátt­unnar!

Frá því að herferð­inni var ýtt úr vör hafa rúmlega tvær millj­ónir manna tekið undir ákall Amnesty Internati­onal til ríki­s­tjórna þessara fimm landa um að stöðva pynd­ingar og tryggja að þolendur fái rétt­lætinu full­nægt. Samtals söfn­uðust 123.024 undir­skriftir Íslend­inga, á tveggja ára tíma­bili, til stjórn­valda sem beita pynd­ingum sem sýnir hversu mjög almenn­ingur lætur sig málefnið varða. Þessi mikla þátt­taka, bæði heima og að heiman, í aðgerðum Amnesty Internati­onal gegn pynd­ingum hefur skilað tölu­verðum ávinn­ingi í barátt­unni.

Eftir­far­andi árangur, í þeim fimm löndum sem herferðin horfði til, má þakka þessum stöðuga og öfluga þrýst­ingi frá fólki eins og þér:

Mexíkó:

  • Í nóvember 2014 tilkynning forseti Mexíkó, Enrique Peña Nieto, að hann myndi styðja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá landsins til að þingið gæti sett „almenn lög gegn pynd­ingum“ sem gilda fyrir allt landið. Í júlí 2015 breytti þingið stjórn­ar­skránni og í apríl 2016 samþykkti öldung­ar­deild þingsins frum­varp til almennra laga um pynd­ingar og mun neðri deild þingsins fjalla um frum­varpið þegar það kemur aftur til umræðu í sept­ember.
  • Í desember 2014 birti hæstiréttur landsins uppkast að reglum fyrir dómara til að styðjast við í dóms­málum gegn pynd­ingum en í regl­unum var vitnað í skýrslu Amnesty Internati­onal, Out of Control: Torture and other ill-treatment in Mexico.
  • Í ágúst 2015 samþykkti skrif­stofa ríkis­sak­sóknara lands­reglur um rann­sóknir á pynd­ingum. Lands­regl­urnar voru samþykktar af öllum saksókn­urum víðs vegar í Mexíkó. Amnesty Internati­onal, ásamt öðrum félaga­sam­tökum, átti þátt í að móta regl­urnar.
  • Í október 2015 endur­bætti skrif­stofa ríkis­sak­sóknara sérstakar reglur um rétt­ar­lækn­is­skoðun í samræmi við Istanbúl-bókunina. Endur­bæt­urnar taka sumar hverjar tillit til tilmæl­anna sem fram koma í skýrslu Amnesty Internati­onal, Out of Control: Torture and other ill-treatment in Mexico.

 

Einstak­lingsmál í Mexíkó:

Claudia Medina er 34 ára gömul kona sem sætti pynd­ingum af hálfu mexí­kóskra hermanna árið 2012, þar á meðal kynferð­isof­beldi. Hermenn­irnir þvinguðu Claudiu til að játa að hún tilheyrði fíkni­efna­gengi en játning hennar varð síðan grund­völlur ákæra á hendur henni. Samkvæmt fram­burði Claudiu var henni gefið rafstuð, nauðgað þrisvar, sparkað í hana og hún illa barin af hermönnum á stöð­inni. Þann 24. febrúar árið 2015 dróg dómari síðustu ákæruna á hendur Claudiu til baka, á þeim grund­velli að eina sönn­un­ar­gagnið gegn henni, væri lygi. Mál Claudiu var m.a. tekið fyrir í Netákalli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Ángel Amílcar Colón Quevedo. Ángel var hand­tekinn af lögreglu í Tijuana í Norður-Mexíkó þar sem hann ferð­aðist frá Hond­úras til Banda­ríkj­anna í mars 2009. Hann sætti pynd­ingum af hálfu lögreglu og hersins og var m.a. barinn, kæfður og niður­lægður vegna kynþáttar síns. Hann var neyddur til að skrifa undir falska yfir­lýs­ingu sem var notuð til að bendla hann við glæp­sam­legt athæfi. Hann dró yfir­lýs­inguna til baka þegar hann var færður fyrir dómara og tilkynnti yfir­völdum um pynd­ingar sem hann sætti en þau létu hjá líða að rann­saka. Í október 2014 samþykkti ríkis­sak­sóknari í Mexíkó að fella niður ákærur á hendur Ángel Colón og var hann leystur úr haldi án skil­yrða. Tuttugu þúsund einstak­lingar skrifuðu undir ákall Amnesty Internati­onal þar sem lausnar hans var krafist.

Marokkó/Vestur-Sahara:

  • Í byrjun maí 2014, eftir fund fram­kvæmda­stjóra Mann­rétt­inda­stofn­unar Sameinuðu þjóð­anna með konungi Marokkó, gaf dóms­mála­ráðu­neyti Marokkó út minn­is­blað til lögreglu, saksóknara, dómara og fang­elsa, þar sem þörfin á full­nægj­andi rann­sóknum á pynd­ing­ar­málum er undir­strikuð.
  • Þann 29. maí 2014 fyrir­skipaði dóms­mála­ráðu­neyti Marokkó dómurum og saksókn­urum að kalla eftir lækn­is­skoðun þegar grunur leikur á pynd­ingum og annarri illri meðferð.
  • Mann­rétt­indaráð Marokkó lagði fram tillögur um breyt­ingar á hegn­ing­ar­lögum landsins í samræmi við þá kröfu að lögfræð­ingar ættu alltaf að vera viðstaddir yfir­heyrslur á fólki. Mann­rétt­inda­ráðið kynnti einnig tillögu til breyt­inga á lögum þess efnis að lækn­is­skoðun færi fram á öllum föngum og að allar umkvart­anir um pynd­ingar fengju viðhlít­andi meðhöndlun.

 

Einstak­lingsmál í Marokkó:

Ali Aarrass var fram­seldur frá Spáni til Marokkó í desember árið 2010. Honum var haldið af leyni­þjón­ust­unni í einangrun í leyni­legu varð­haldi í 12 daga, þar sem hann sætti pynd­ingum og annarri illri meðferð. Hann var hengdur upp á höndum og fótum á járn­stöng, barinn á iljum, rafstraumur leiddur í gegnum kynfærin, og brenndur með sígar­rettum. Að sögn Ali var hann þving­aður til að játa á sig aðild að hryðju­verk­a­starfs­semi. Hann var dæmdur í 12 ára fang­elsi en dómurinn byggði á játn­ingu sem fengin var með pynd­ingum. Þann 21. maí árið 2014 opnuðu stjórn­völd í Marokkó að nýju rann­sókn sína á pynd­ingum sem Ali Aarrass sætti og fyrir­skipuðu aðra lækn­is­skoðun á honum. 216.000 einstak­lingar um heim allan gripu til aðgerða vegna Ali.

Filipps­eyjar:

  • Öldung­ar­ráðið hóf rann­sókn í tengslum við niður­stöður í skýrslu Amnesty Internati­onal, Above the Law: Police Torture in the Phil­ipp­ines.
  • Í maí 2014 var mikil­vægt skref stigið þegar frum­varp til laga var kynnt til sögunnar sem ætlað er að tryggja forvarnir gegn pynd­ingum í landinu. Þegar undir­bún­ings­nefnd um mann­rétt­indamál kom saman til að fjalla um mikil­vægi þess að innleiða fyrir­byggj­andi aðgerðir gegn pynd­ingum var stuðst til skýrslu Amnesty Internati­onal.

 

Einstak­lingsmál á Filipps­eyjum:

Alfreda Disbarro er einstæð móðir frá Filipps­eyjum. Þann 3. október 2013 sat hún á netkaffi­húsi nálægt heimili sínu þegar tveir lögreglu­menn komu upp að henni og ásökuðu hana um að vera dópsali. Hún var hand­tekin og flutt til fíkni­efna­deildar lögregl­unnar. Þar var hún áreitt kynferð­is­lega af lögreglu, barin með kylfu og potað í augu hennar. Árið 2014 hóf innra eftirlit lögreglu rann­sókn á þeim pynd­ingum sem Alfreda sætti. Þetta er mikil­vægt skref í barátt­unni fyrir rétt­læti en enn á þó eftir að draga hina seku til ábyrgðar.

Jerryme Corre starfaði sem bílstjóri við almenn­ings­sam­göngur á Filipps­eyjum. Hann sætti hræði­legum pynd­ingum af hendi lögreglu í janúar 2012 í kjölfar ásakana um morð á lögreglu­manni. Þann 27. mars afhenti starfs­fólk Amnesty Internati­onal á Filipps­eyjum undir­skriftir frá bréfam­ara­þoninu 2014 til lögregl­unnar þar í landi og kallaði eftir rann­sókn á pynd­ingum sem Jerryme Corre sætti. Strax eftir afhend­ingu undir­skrift­anna bárust Jerryme og fjöl­skyldu hans þær fregnir frá lögregl­unni að rann­sókn yrði sett af stað líkt og Amnesty Internati­onal kallaði eftir.
Mánu­daginn 6. aprí 2015 var starfs­fólk Amnesty Internati­onal viðstatt fyrstu skýrslu­töku rann­sókn­ar­innar ásamt Jerryme Corre og lögfræð­ingi hans. Í skýrslu­tök­unni var stað­fest að Innra eftirlit lögregl­unnar hóf rann­sóknina vegna bréfa sem bárust frá Amnesty Internati­onal.

Nígería:

  • Þann 10. desember 2014 gaf lögreglan í Nígeríu út mann­rétt­inda­handbók sem inni­heldur staðla fyrir lögreglu í starfi sínu. Amnesty Internati­onal hefur barist fyrir því frá árinu 2008 að lögreglan gefi út nákvæmar leið­bein­ingar um hvernig lögreglu ber að virða mann­rétt­indi í starfi sínu.
  • Í júní 2015 samþykkti þjóð­þing Nígeríu nýtt frum­varp sem gerir pynd­ingar refsi­verðar. Þetta var eitt af stærstu baráttu­málum Amnesty Internati­onal gagn­vart Nígeríu. Enn á þó eftir að innleiða frum­varpið í lög.
  • Lands­nefnd gegn pynd­ingum í Nígeríu heim­sótti í fyrsta sinn varð­halds­staði í landinu.
  • Innra eftirlit lögregl­unnar setti á lagg­irnar sérstaka kæru­nefnd.
  • Fylk­is­stjóri á óseyrum Nígerfljóts brást við hundruð þúsunda bréfa frá fólki víðs vegar um heiminn þar sem krafist var lausnar Moses Akatugba úr fang­elsi og aftur­köll­unar á dauða­dómi gegn honum.

 

Einstak­lingsmál í Nígeríu:

Árið 2015 var Moses Akatugba leystur úr haldi og náðaður, en hann sætti pynd­ingum og annarri illri meðferð aðeins 16 ára gamall eftir ásak­anir um farsímastuld. Hann var dæmdur til dauða með heng­ingu eftir átta ár í fang­elsi. Rúmlega 800.000 Amnesty-félagar sendu bréf á fylk­is­stjórann á óseyrum Nígerfljóts, Emmanuel Uduaghan, þar sem skorað var á hann að náða Moses. 16.000 undir­skriftir bárust frá Íslandi.
Fylk­is­stjórinn náðaði Moses þann 28. maí 2015 og lét það verða eitt af síðustu verkum sínum áður en hann hætti störfum.

Úsbekistan:

Mann­rétt­inda­fröm­uðir og fjöl­skyldur fórn­ar­lamba pynd­inga tjáðu Amnesty Internati­onal að þau hafi fundið fyrir miklum stuðn­ingi frá samtök­unum, rann­sak­endum, félögum þeirra og Amnesty-hópum.

  • Þegar mann­rétt­inda­ástand Úsbekistan var tekið fyrir hjá Mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna í júlí 2015 vísaði full­trúi stjórn­valda í skýrslu Amnesty Internati­onal, Secret and Lies. Forced confession under torture in Uzbekistan, og full­yrti að stjórn­völd myndu íhuga tillögur samtak­anna um laga­breyt­ingar sem settar voru fram í skýrsl­unni.
  • Full­trúar frá Evrópu­sam­bandinu áttu fund um mann­rétt­indamál í landinu þann 24. nóvember 2015 í höfuð­borg Úsbekistan, Tashkent. Evrópu­sam­bandið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu eftir fundinn. Frétta­til­kynn­ingin fjallaði m.a. um pynd­ingar í Úsbekistan og fól í sér ákall um að leysa alla mann­rétt­inda­frömuði úr haldi. Frétta­til­kynn­ingin var ein sú beitt­asta sem hefur komið frá Evrópu­sam­bandinu lengi um stöðu mann­rét­inda­mála í Úsbekistan. Telja má öruggt að þessu megi þakka miklum þrýst­ingi á Evrópu­sam­bandið frá Amnesty skrif­stof­unni í Brussel, Berlín og frá öðrum Evrópu­deildum.

 

Aðgerðir Íslands­deild­ar­innar 

Íslands­deildin beitti sér fyrir öllum ofan­greindum einstak­lings­málum en sendi einnig út áköll vegna aðgerða­sinnans og rithöf­und­arins Raif Badawi frá Sádi-Arabíu sem dæmdur var til 5000 svipu­högga, vegna blaða­mannsins Muhammad Bekzhanov sem sætti pynd­ingum vegna skrifa sinna og mótmæl­andans Dmitrii Bulatov sem hengdur var á krossi sem refsing fyrir þátt­töku sína í mótmælum. Báðir menn­irnir eru frá Úkraínu. Þá var þrýst á stjórn­völd í Dómin­íska lýðveldinu að rann­saka pynd­ingar sem Luis Manuel Lember Martínez og Eduardo Luis Cruz sættu eftir að þeir voru hand­teknir fyrir að neita að greiða lögreglu mútur. Gripið var til aðgerða vegna ónafn­greindrar konu í Indó­nesíu átti yfir höfði sér hýðingu með staf fyrir hórdóm og Falung Gong samviskufanga í Kína sem sætti illri meðferð. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem Íslands­deildin beitti sér fyrir.

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal stóð einnig fyrir fjölda aðgerða og uppá­koma til að vekja athygli á þeim sára veru­leika sem þolendur pynd­inga þurfa að lifa við og hvetja almenning til þátt­töku í barátt­unni gegn pynd­ingum.

Justine Ijeomah, fram­kvæmda­stjóri mann­rétt­inda­sam­taka í Port Harcourt í Nígeríu, heim­sótti Íslands­deildina í lok október 2014 og hélt erindi í Norræna húsinu um pynd­ingar og aðra illa meðferð í Nígeríu sem lögregla og her stunda kerf­is­bundið gegn konum, körlum og börnum, allt niður í 12 ára aldur.
Þann 16. febrúar 2015 bauð Íslands­deildin Dr. Anja Bienert, yfir­manni mann­rétt­inda- og löggæslu­sviðs Amnesty Internati­onal í Hollandi, til landsins. Hún var heið­urs­gestur á málþingi sem bar yfir­skriftina, Hvernig má stað­festa að pynd­ingum sé ekki beitt, sem fram fór í Háskóla Íslands.

Á málþinginu sem var mjög vel sótt var rætt mikil­vægi valfrjálsrar bókunar við alþjóð­legan samning gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­úð­legri og vanvirð­andi meðferð og refs­ingu. Allir ráðherrar og þing­menn fengu sérstakt boð á málþingið. Í aðdrag­anda málþingsins þrýsti Íslands­deildin mjög á íslensk stjórn­völd að full­gilda valfrjálsa bókun við samn­inginn með ýmsum leiðum, bæði á fundi með Utan­rík­is­mála­nefnd og í bréfi til  Ólafar Nordal, innan­rík­is­ráð­herra. Þess má geta að Íslands­deildin hefur um áralangt skeið þrýst á stjórn­völd að full­gilda valfrjálsu bókunina sem Ísland samþykkti árið 2003. Sjö mánuðum eftir málþingið var þings­álykt­un­ar­til­laga lögð fram á Alþingi þar sem mælt var fyrir um full­gild­ingu valfrjálsu bókun­ar­innar.

Barátta heldur áfram

Margt hefur áunnist í barátt­unni gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð á síðustu tveimur árum þó sigurinn sé ekki unninn. Þrátt fyrir að herferð­inni, Stöðvum pynd­ingar, ljúki form­lega í lok maí 2016 mun Íslands­deild Amnesty Internati­onal halda áfram að berjast gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð með áköllum í gegnum SMS-aðgerðanetið og Netákallið. Þannig er herferð gegn pynd­ingum viðvar­andi og Íslands­deildin eins og aðrar deildir samtak­anna leggja ekki upp laupana fyrr en að síðasti pynd­ing­ar­klef­anum verður lokað og síðasti pynd­arinn er sóttur til saka.

Lestu einnig