Fréttir

10. september 2008

Hvíta-Rússland: stjórnvöld verða að virða tjáningarfrelsi og funda- og félagafrelsi

Árið 2007 sendu félagar í Amnesty Internati­onal meira en 11.000 origami hegra til yfir­valda í Hvíta-Rússlandi.

Ungir félagar í Amnesty Internati­onal í Mexíkó bjuggu til risa­stóran origami hegra sem einnig var sendur til innan­rík­is­ráðu­neytis Hvíta-Rúss­lands.

Hegr­arnir voru hluti af alþjóð­legri herferð sem hvatti lausnar ungs baráttu­manns fyrir mann­rétt­indum, Zmitser Dashkevich, en hann var dæmdur í eins og hálfs árs fang­elsi fyrir að „skipu­leggja eða taka þátt í aðgerðum óskráðra félaga­sam­taka“.

Zmitser Dashkevich, sem er leið­togi andófs­hreyf­ingar ungs fólks, Ungu vígstöðv­annar (Young Front), var dæmdur á grund­velli greinar 193-1 í refsi­lög­gjöf Hvíta-Rúss­lands í nóvember 2006. Amnesty Internati­onal áleit hann vera samviskufanga.

Í kjölfar herferð­ar­innar með origami-hegrana (sjá mynd­bandið hér að neðan) var Zmitser Dashkevich sleppt úr fang­elsi þann 23. janúar 2008.

 

 

Grein 193-1 varð til með tilskipun frá forset­anum í desember 2005. Hún hefur leitt til þess hægt er að refsa óskráðum félaga­sam­tökum og öðrum hópum fyrir starf­semi sína. Þátt­taka í eða skipu­lagning slíkra óskráðra samtaka varð ólögleg og hægt að refsa fyrir slíkt athæfi með fang­elsis­vist í allt að 2 ár.

Hvítrúss­nesk stjórn­völd hafa notað grein 193-1 til að hand­taka og dæma baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, mest­megnis ungt fólk og félaga í frjálsum félaga­sam­tökum, fyrir að nýta sér funda­frelsi, félaga­frelsi og tján­ing­ar­frelsi sitt. Margt baráttu­fólk, sérstak­lega ungt fólk, hefur fengið aðvar­anir, sektir og fang­els­is­dóma.

Dæmt baráttu­fólk lendir á saka­skrá í tvö ár. Það getur haft afleið­ingar í för með sér, leitt til þess að því er vísað úr námi, það verði fyrir mismunun á vinnu­stöðum og er bannað að fara úr landi.

Ákaf­lega erfitt er að skrá frjáls félaga­samtök í Hvíta-Rússlandi. Aðstand­endur Ungu vígstöðv­anna hafa til dæmis reynt í um áratug að fá samtök sín skrá­sett, en án árangurs. Innan­rík­is­ráðu­neytið hefur hafnað sérhverri skrán­ing­ar­beiðni.

Við slíkar aðstæður neyðast frjáls félaga­samtök til að vinna við erfiðar aðstæður og eiga stöðugt á hættu að verða fyrir aðkasti stjórn­valda. Grein 193-1 hefur auðveldað stjórn­völdum að áreita, hindra og ógna þeim er vinna á vett­vangi frjálsra félaga­sam­taka að því að nýta sér mann­rétt­indi sín á frið­sam­legan hátt.

Góðu frétt­irnar eru að síðan Amnesty Internati­onal hóf að berjast gegn grein 193-1 hafa hvítrúss­nesk stjórn­völd hætt að dæma fólk í fang­elsi á grund­velli þeirrar laga­greinar.

Meðan samtökin hafa barist fyrir Zmitser Dashkevich hafa þau tekið eftir að þó að stjórn­völd hand­taki og ákæri fólk enn á grund­velli greinar 193-1 hafa dómstólar að undan­förnu einungis dæmt fólk í sektir eða gefið því viðvörun, en ekki í fang­elsi.

Það bendir til stefnu­breyt­ingar hvítrúss­neskra stjórn­valda, ef til vill vegna alþjóð­legs þrýst­ings. Til að viðhalda þeim þrýst­ingi hvetur Amnesty Internati­onal hvítrúss­nesk stjórn­völd nú til að ganga skrefinu lengra og fella laga­grein 193-1 úr gildi nú þegar.

Samtökin fara einnig fram á það við hvítrúss­nesk stjórn­völd að þau endur­skoði önnur lög, reglu­gerðir og starfsað­ferðir er tengjast skrá­setn­ingu frjálsra félaga­sam­taka, hætti að hindra, áreita og ógna baráttu­fólki fyrir mann­rétt­indum sem nýta sér grund­vall­ar­mann­rétt­indi sín á frið­sam­legan hátt í Hvíta-Rússlandi og hætti jafn­framt að reka nemendur úr skólum fyrir það eitt að nýta sér mann­rétt­indi sín á frið­sam­legan hátt.

 

Hér að neðan er bréf sem þú getur prentað og sent til stjórn­valda:

 

Bréf til hvít-rúss­neskra stjórn­valda

 

Lestu einnig