SMS
14. júlí 2021Saiful Mahdi, lektor til 25 ára við Syiah Kuala-ríkisháskólann í Aceh-héraði á Indónesíu, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ærumeiðingar og honum gert að greiða 85 þúsund króna sekt (10 milljónir IDR) fyrir að gagnrýna ráðningarferli verkfræðideildar háskólans.
Hann skrifaði skilaboðin síðla árs 2018 í hópspjalli með 100 lektorum háskólans vegna ráðningarferlis við verkfræðideild háskólans. Saiful hafði verið bent á að aðilinn sem var ráðinn uppfyllti ekki hæfniskröfurnar. Hann skoðaði einkunnir þeirra sem tóku ráðningarprófið fyrir stöðuna og tók eftir ósamræmi í einkunnagjöf sem hann taldi að þyrfti endurskoðun. Saiful deildi þessu í skilaboðum á WhatsApp sem síðar var dreift áfram.
Saiful var sagt að skrifa afsökunarbeiðni til verkfræðideildarinnar, sem hann neitaði að gera. Hann var seinna ákærður fyrir ærumeiðingar gegn rektor háskólans þó að hann hefði aldrei nefnt nein nöfn í skilaboðum sínum.
Saiful var dæmdur sekur þann 21. apríl síðastliðinn og þarf að sæta þriggja mánaða fangelsisvist ásamt því að greiða 85 þúsund króna sekt (10 milljónir IDR). Hæstiréttur Indónesíu hafnaði áfrýjun málsins þann 29. júní og staðfesti fyrri dóm.
Stjórnvöld á Indónesíu hafa í auknum mæli skert tjáningarfrelsið með því að beita ákvæði um ærumeiðingar fyrir gagnrýni á samfélagsmiðlum og í samskiptaforritum.
SMS-félagar Amnesty International krefjast þess að forseti Indónesíu veiti Saidul Mahdi sakaruppgjöf þar sem honum er refsað fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar.
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu