SMS

31. mars 2022

Íran: Fangi í lífs­hættu

Írönsk stjórn­völd beita Shokrollah Jebeli, 82 ára ástr­alskaníranskan fanga, pynd­ingum með því að neita honum af ásettu ráði um lækn­is­þjón­ustu og lyf. Í ljósi aldurs og heilsu­fars­ástands ásamt ósann­gjörnum rétt­ar­höldum verður að leysa hann úr haldi strax. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Frá febrúar 2021 hefur Shokrollah Jebeli farið nokkrum sinnum á spítala en aldrei hlotið viðeig­andi lækn­is­með­ferð við þeim fjöl­mörgum heilsu­vanda­málum sem hann glímir við. Hann hefur nokkrum sinnum verið fluttur af læknum á spítala í skoðun til að meta hvort heilsa hans sé nógu góð til að þola fang­elsis­vist en snúið til baka án skoð­unar á þeim forsendum að ekki hafi verið bókaður tími fyrir hann. Í eitt skiptið fékkst niður­staða læknis sem ráðlagði að leysa ætti hann úr haldi vegna slæmrar heilsu. 

Shokrollah Jebeli er í haldi vegna fjár­hags­legrar deilu við kröfu­hafa. Einn þeirra hefur póli­tískar teng­ingar í Íran. Laga­legu kröf­urnar eru tengdar sölu á landi, milli­færslum og gjald­fall­inni skuld en Shokrollah hefur neitað sök. 

Mál hans hefur farið tvisvar fyrir dóm, nú síðast í nóvember 2021 þar sem dómari á að hafa sagt að leysa ætti hann úr haldi vegna heilsu­fars­ástands og að mála­rekstur héldi áfram meðan hann væri frjáls. Hins vegar hafa stjórn­völd gert þá kröfu að hann greiði 37 millj­ónir (290.000 dollara) til að losna úr haldi. Írönsk yfir­völd segjast hafa sakfellt Shokrollah Jebeli en hann hefur ekki fengið neinar upplýs­ingar um það né skrif­legan úrskurð. Amnesty Internati­onal hefur ekki fengið dóms­úrskurð í máli hans  en það lítur út fyrir að hann sé í haldi vegna gjald­fall­inna skulda. Hann sætir varð­haldi að geðþótta samkvæmt alþjóða­samn­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi sem Íran er aðili að.  

Leysa verður Shokrollah úr haldi strax. 

Lestu einnig